Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Tómas Arnar Þorláksson og Bjarki Sigurðsson skrifa 27. nóvember 2024 20:19 Börn leika hér lausum hala í Ráðhúsi Reykjavíkur. Móðir segir verkfallið bitna hvað mest á þeim. vísir/vilhelm „Þetta er auðvitað erfiðast og leiðinlegast fyrir blessuð börnin, sem að sakna sinna frábæru kennara og leikskólastarfs og vina sinna. Síðan er þetta almennt séð bara álag, púsl og vesen fyrir barnafjölskyldur sem er örugglega alveg nóg að gera hjá. Maður veit að fólk er virkilega að lenda í vandræðum. Það er fólk að missa vinnu og annað slíkt.“ Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“ Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta segir María Ólafsdóttir, móðir barns sem hefur verið frá leikskóla vegna verkfallsaðgerða leikskóla í fjórar vikur. Kennarar eru á fimmtu viku í verkfalli í kjarabaráttu sinni en eins og sakir standa hefur Kennarasamband Íslands samþykkt aðgerðir í 27 leik- grunn- og menntaskólum um land allt. Sum verkföllin eru tímabundin og önnur ekki. Fjölmiðlabann var lagt á í deilunni á laugardaginn. Samninganefnd kennara og ríkis- og sveitarfélaga funduðu klukkan eitt ásamt ríkissáttasemjara í Karphúsinu í dag. Svo virðist sem að hægur gangur sé í kjaraviðræðum kennara þó að Ástráður Haraldsson hafi lýst því yfir á sunnudaginn að nýr taktur væri í deilunni. Ólafur Hauksson, afi barns á Leikskólanum á Seltjarnarnesi, tekur undir orð Maríu og segir ástandið vera skelfilegt. „Það er ofboðslegt frumhlaup af kennaraforystunni að hafa farið út í þessi verkföll, vitandi það að það var ekki einu sinni umræðugrundvöllur fyrir þessum samningaviðræðum. Núna fyrst eftir fjórar vikur er kominn grundvöllur en það gengur ekkert, gengur hægt og á meðan er þetta bara gífurlegt álag á foreldra, börnin og afa og ömmur, systkini og aðstandendur.“ Hann hvetur Kennarasamband Íslands til að falla frá verkfallinu. María samsynnist því og gagnrýnir aðferðarfræðina og segir verkfallsaðgerðirnar ekki ganga upp. „Hvers vegna að taka ekki eitt skref til baka og bakka aðeins. Hvers vegna má ekki bakka og endurskoða?“
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira