Frá þessu greinir Ríkisútvarpið.
Að sögn Steinunnar Þórðardóttur, formanns Læknafélags Íslands, náðust öll helstu markmið lækna í samningaviðræðunum en hún vildi ekki tjá sig um nákvæma útfærslu þegar RÚV tók hana tali í nótt.
„En svona í stórum dráttum snýst þetta um betri vinnutíma fyrir lækna, þar með talin stytting vinnuvikunnar niður í 36 stundir. Þetta er auðvitað svolítið að fyrirmynd samninga sem gerðir hafa verið við aðra stéttir á undanförnum árum,“ sagði hún.
Steinunn segir að stefnt sé á fyrsta kynningarfund fyrir lækna á mánudaginn og fleiri í kjölfarið, þar sem fara þurfi yfir samninginn með læknum um allt land.
Óvíst er hvenær atkvæðagreiðsla um samninginn hefst.