Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar 28. nóvember 2024 10:52 Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun