Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 12:51 Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Oft nota pólitískir flokkar stór orð sem segja lítið. Orð eins og „frelsi“, „réttlæti“, „frjálslyndi“, „íhaldssemi“. En það sem sem kjósendur vilja fá, eru skýringar. Hvað felst eiginlega í þessum hugtökum? Ég er á lista Viðreisnar vegna þess að ég trúi á frjálslyndi og frelsi einstaklingsins. Það sem heillar mig við þessa hugmynd er einfaldlega það, að við sem einstaklingar, eigum að hafa rétt til að lifa lífi okkar á eigin forsendum, svo lengi sem við sköðum ekki aðra. Ég trúi því að hver og einn eigi rétt á að taka eigin ákvarðanir, frekar en að ríkið eða aðrir blandi sér óþarflega í okkar líf. Þetta gerir okkur ekki bara sjálfstæð, heldur veitir okkur tækifæri til að nýta hæfileika okkar til fulls. Frjálslyndi og frelsi eru ekki bara orð, þau eru kjarninn í þeirri stefnu sem Viðreisn stendur fyrir. Við viljum sjá opinn markað, þar sem samkeppni eykur nýsköpun og lækkar verðlag. Við viljum líka tryggja réttindi allra – hvort sem það snýr að því að velja hvern við elskum, velja okkur nafn, stunda okkar íþrótt eða hafa val um það sem við kaupum og hvenær. Tökum dæmi um áfengi í matvöruverslunum. Þetta snýst ekki um að hvetja fólk til að drekka meira, heldur um það að við sem einstaklingar fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Ef ég vil kaupa áfengi, þá er það mitt val hvort það sé á sunnudegi eða á fimmtudegi eftir kl. 20. Ef áfengi hentar mér ekki, þá sleppi ég því. Þetta er í raun kjarninn í því sem ég tel að frjálslynt samfélag á að vera. Þar sem við fáum að taka eigin ákvarðanir út frá okkar eigin óskum, ekki á grundvelli fyrirmæla frá ríkinu. Það sama gildir um bardagaíþróttir. Ef ég vil keppa í hnefaleikum – sem er áhættusöm íþrótt – þá ætti ekki að vera á valdi ríkisins að banna mér það. Ef ég vel að taka þá áhættu, þá tek ég ábyrgð á henni sjálf. Frelsi til að velja og taka ákvarðanir, jafnvel þegar þær eru áhættusamar. Kjarni sjálfræðis er að við fáum að taka ábyrgð á lífi okkar. Viðreisn trúir á frelsi, en við trúum líka á ábyrgð. Við viljum að ríkið grípi ekki óþarflega inn í líf okkar. Við viljum minnka ríkisafskipti og einfalda stjórnsýslu, en á sama tíma styrkja og varðveita grunnstoðir samfélagsins. Það þýðir að við viljum ekki sjá ríkisvaldið stýra eða stjórna öllum þáttum lífs okkar, en við teljum að við eigum að tryggja þær mikilvægu stofnanir sem við öll þurfum til að samfélagið virki vel. Frelsi og ábyrgð einstaklingsins er grundvöllurinn að betra samfélagi. Við viljum að allir hafi tækifæri til að lifa lífinu á eigin forsendum. Breytum þessu, saman. Höfundur skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Rvk kjördæmi suður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun