Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar 28. nóvember 2024 16:31 Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun