Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 17:12 Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun