Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 08:32 Kæri lesandi, Ástæðan fyrir því að ég settist niður til að skrifa þessa grein eru ummæli sem háttvirtur forsætisráðherra, Bjarni Ben, lét falla um verkfallsaðgerðir kennara í gær. Ég veit, ósáttur samfélagsþegn að skrifa skoðanagrein á Vísi vegna vanhæfis Bjarna Ben er algjör klisja og hefur verið gert of oft í gegnum tíðina. En aldrei er góð vísa of oft kveðin, eins og skáldið sagði. Ummæli sem hann lét falla í dag eru kornið sem gjörsamlega fyllti mælinn og ýtti mér að lyklaborðinu til að skrifa þessa grein. En ég er listakona, skapandi einstaklingur og hef alla jafna jákvætt viðhorf til lífsins þannig að í stað þess að líta á ummæli Bjarna B sem ógnarstórt og ómerkilegt, pirrandi korn sem fyllti mælinn minn, þá ætla ég frekar að líta á þau sem innblástur til skrifa minna. Takk kærlega fyrir innblásturinn, Bjarni Ben :):):):):):) En við skulum byrja hér: um daginn var ég að skrolla á Vísi þegar ég rak augun í kosningaáróðursauglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem þetta slagorð blasti við: “Betri menntun, meiri árangur.” “Hmm,” hugsaði ég. “Hvað ætli þessi orð þýði í raun og veru? Hvað felst í þessum orðum Sjálfstæðisflokksins?” Og þá hófst krufningin á þessum orðum innra með mér: Kannski myndu þeir tala um að laun hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga í fræðslustörfum (ég veit, hljómar alveg svakalega fansí, en það er það sem kennarar eru) þyrftu að vera hærri til að vera í raun og veru samkeppnishæf. Eða að það gangi ekki lengur að hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar í fræðslustörfum (já, kæri lesandi, það er það sem kennarar eru) leiti í síauknum mæli í önnur störf vegna þess að launaseðlar hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga á fræðslusviði (enn og aftur, það er það sem kennarar eru) eru svo sorglega lágir hver mánaðamótin á eftir öðrum. Að það gangi ekki lengur að skólastjórar þurfi bókstaflega að grátbiðja hámenntaða, faglærða sérfræðinga á fræðslusviði (aka. kennara), sem hafa horfið til annarra starfa af því að launin sökka, til að koma aftur að kenna vegna þess að það fæst enginn hæfur einstaklingur til að sinna þessu mikilvæga starfi (þetta er svona í alvörunni, ég er því miður ekki að ýkja og heldur ekki að grínast). Að það að hækka laun hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga í fræðslustörfum (kennara) væri ein af stóru lausnunum til að fá hæfa einstaklinga til að kenna börnunum okkar, sem myndi raunverulega leiða til betri menntunar og meiri árangurs. Var ég annars búin að minnast á að kennarar eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sínu sviði og eiga skilið laun í samræmi við aðra hámenntaða, faglærða sérfræðinga í þessu landi? Kannski var það ekki búið að vera nógu skýrt hjá mér, þannig að ég segi það aftur: kennarar eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sínu sviði og eiga skilið laun í samræmi við aðra hámenntaða, faglærða sérfræðinga á sínu sviði. Ókei? Og já, kannski er líka vert að minnast á að sjálf er ég hámenntaður, faglærður sérfræðingur á mínu sviði í skóla sem er búinn að vera í verkfalli í rúmar fjórar vikur. Og hvað er það sem gerir mig að hámenntuðum, faglærðum sérfræðingi á mínu sviði? Gaman að þú, kæri lesandi, skyldir spyrja! Ég lærði mitt fag í 19 ár áður en ég fór út á vinnumarkaðinn. Já, kæri lesandi, ég var samfleytt í tæpa tvo áratugi að læra og fullkomna mitt fag. Þess má geta að ég er 28 ára í dag. En bíddu, tvo áratugi?? Hvaða eilífðarstúdent er þessi gella? Já, það vill nefnilega svo til að mitt sérsvið er á sviði tónlistar og þar duga sko engin vettlingatök. Þrotlausar æfingar frá því að ég hóf nám í tónlistarskóla einum í Reykjavík sem smábarn þangað til ég útskrifaðist með háskólapróf frá virtum erlendum tónlistarháskóla þegar ég var 22 ára gömul. Á þessum 19 árum aflaði ég mér ómetanlegrar sérfræðiþekkingar á mitt hljóðfæri sem er alls ekki hlaupið að því að búa yfir. Það getur ekki hver sem er labbað inn í virtan tónlistarháskóla og byrjað að læra á hljóðfæri. Þú þarft að vera búinn að leggja gríðarlega góðan og traustan grunn tæknilegrar og músíkalskrar færni í mörg, mörg ár áður en þér dettur yfirhöfuð í hug að sækja um í tónlistarháskóla. Þannig að já, eftir tæpa tvo áratugi að læra mitt fag þá myndi ég segja að ég sé orðin alveg fjandi hámenntuð og faglærð og ansi mikill sérfræðingur á mínu sviði. Ég á skilið mannsæmandi laun fyrir mína menntun og mín störf á mínu sérsviði. Ekki misskilja, ég er ekki að telja hér upp mín afrek til að sýna hvað ég er flott og æðisleg, heldur til að þú, kæri lesandi, áttir þig virkilega á því hvað það felst í því að kenna tónlist. Því í tónlistarskólum landsins er ekki bara verið að gutla á gítara, glamra á píanó og sarga eitthvað á strengi. Innan veggja skólans eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sviði tónlistar að miðla sérfræðiþekkingu sinni til komandi kynslóða. Og af því að allir elska peninga og að tala um peninga og eiga peninga þá skal ég koma með eina peningastaðreynd: kennsla skapandi greina felur í sér mikla verðmætasköpun. En þrátt fyrir þessa flottu peningastaðreynd þá hefur kennsla skapandi greina verið á miklu undanhaldi undanfarin ár í grunnskólum landsins, til dæmis. Þar má nefna að tónmenntakennsla í grunnskólum landsins hefur nánast þurrkast út (en það er efni í annan pistil, þú bíður bara spenntur við skjáinn, kæri lesandi). En af hverju segi ég að það felist mikil verðmætasköpun í kennslu skapandi greina? Jú, það er einmitt vegna þess að nýlega hefur komið fram að beint framlag til menningar og skapandi greina nemi um það bil 3,5% af landsframleiðslu, sem er aðeins minna en framlag sjávarútvegs. Eins hefur komið fram að hver króna sem hið opinbera setur í menningartengda starfsemi og skapandi greinar verði að þremur krónum í hagkerfinu okkar. Líka að skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu sé 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Leyfðu mér, kæri lesandi, að segja þetta síðastnefnda einu sinni enn: Skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu eru 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Leyfðu mér að segja þetta einu sinni enn og ég mæli með að lesa eftirfarandi setningu virkilega hægt, svona til þess að hún sökkvi almennilega inn í heilann á þér: Skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu eru 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. 17 milljörðum hærri. 17 MILLJÖRÐUM HÆRRI??? Ókei, VÓ. Þetta eru algjörlega sturlaðar tölur og ennþá bilaðra að við sem samfélag séum í alvörunni að rífast um hvort ríkið eigi að greiða listamannalaun eða sú staðreynd að gríðarlega vel sóttar (en fjársveltar) tónlistarhátíðir lifi ekki af. Eða að það sé verið að loka rótgrónum tónleikastöðum í gríð og erg til að hýsa túrista í 101 sem er löngu, LÖNGU, sprungið hverfi þegar litið er til hins gráðuga ferðamannaiðnaðar. Nú eða hvort borga eigi hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á sviði tónlistarfræðslu mannsæmandi laun eða ekki. Þessi umræða er á algjörum villigötum og meikar engan sens. Ríki og sveitarfélög eru nefnilega alltaf til í að skreyta sig með skrautfjöðrum tónlistarskóla landsins og þess frábæra og hæfileikaríka tónlistarfólks sem tónlistarskólar landsins “framleiða”. Alltaf svo stolt af öllu því frábæra og hæfileikaríka tónlistarfólki sem koma frá okkar litlu eyju, listamenn sem jafnvel fara sigurför um heiminn og bera hróður Íslands víða. “Svo góð landkynning,” segja sumir. En hvaðan kemur þetta frábæra tónlistarfólk? Ekki vex það á trjánum. Rétt eins og vatnið sem við drekkum, það kemur ekki bara beint úr krananum. Án þess að ég sé með vísindalegar rannsóknir til að styðjast við, þá hugsa ég að ég geti fullyrt að yfirgnæfandi meirihluti þessa hæfileikaríka tónlistarfólks hafi einhvern tímann á lífsleiðinni verið nemandi í einhverjum af tónlistarskólum landsins, ef ekki alist þar upp. Á tyllidögum þegar klippa þarf borða og borða snittur er „tónlistarfólkið okkar“ þjóðarhetjur í augum ríkis og sveitarfélaga. En alla aðra daga sýna ráðamenn af sér þá ábyrgðarlausu hegðun að fjársvelta skólakerfið í heild sinni, alveg frá viðhaldi á húsnæði yfir í námsefnisgerð yfir í að borga hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á fræðslusviði mannsæmandi laun. Margir sem stjórna hjá ríki og sveitarfélögum eiga eflaust börn á öllum skólastigum og ég geri sterklega ráð fyrir að þau, sem foreldrar, vilji að við hámenntuðu, faglærðu sérfræðingarnir á fræðslusviðinu (kennararnir) séum góð við börnin þeirra, sýni þeim virðingu, veiti þeim góða kennslu og sjái um börnin þeirra í marga klukkutíma á dag. “En nei, við ætlum sko ekki að borga ykkur mannsæmandi laun fyrir það :) það kemur sko ekki til greina :):):)” En ókei, snúum okkur aftur að Sjálfstæðisflokknum og þeirra grípandi slagorði “betri menntun, meiri árangur.” Í einskærri blöndu af forvitni, naívleika og vonar klikkaði ég á bláu auglýsinguna. En viti menn, konur og kvár, það kom í ljós að þessi frasi “betri menntun, meiri árangur,” er jafn innihaldslaus og tóm, mygluð mjólkurferna. Ekki einu orði minnst á það sem ég tala um hér í þessum pistli. Kom mér svo sem ekki mjög mikið á óvart, en hey - það má alltaf halda í vonina, er það ekki? Og nú er komið að korninu sem fyllti mælinn, eða innblæstrinum sem Bjarni B veitti mér fyrr í dag, eins og ég vill kalla það :):) Þessi pistill átti sko ekki að vera svona langur, en þú, Bjarni Ben, hefur veitt mér svo mikinn innblástur að allar flóðgáttir hafa opnast og úr mér streyma allar þær hugsanir og áhyggjur um óréttlætið sem kennarastéttinni hefur verið sýnt í gegnum áratugina með lítilsvirðingu gagnvart okkar störfum: “Eruð þið ekki annars bara eitthvað að syngja og tralla í þessum tónlistarskólum?” er setning sem ég hef heyrt alvöru manneskju segja. Og svo er líka annar gullmoli sem heyrðist á kaffistofu ónefnds vinnustaðar um daginn (ég er ekki að búa þetta til, ég lofa): “Skítt með þessa tónlistarskóla, fólk á bara að kveikja á útvarpinu ef það vill hlusta á tónlist.” HAHAHA you really can’t make this shit up, eins og hitt skáldið sagði. Og þó þessi kaffistofugullmoli sé í persónulegu uppáhaldi hjá mér (kaldhæðni, fyrir þá sem ekki skilja kaldhæðni) þá ætla ég hvorki að eyða tíma né orku í að svara svona ummælum sem sverta og vanvirða starf mitt alveg niður í kviku. Muniði, ég var tæpa tvo áratugi að læra og fullkomna mitt fag áður en ég fór út á vinnumarkaðinn og ég einfaldlega neita að sitja undir svona svívirðingum. ALLA VEGA! Hoppum svo yfir til dagsins í dag, og í raun og veru til ástæðunnar sem ýtti mér út í að ég ákvað að skrifa þessa grein. Og hver er ástæðan? Jú, að sjálfsögðu Bjarni Ben. Hver annar? Sem sagt, Bjarni B sagði opinberlega í dag að aðgerðir kennara væru “handahófskenndar og ósanngjarnar.” Eða réttara sagt: að það væri “slæmt að hægt væri að nota verkfallsvopnið með svo handahófskenndum og ósanngjörnum hætti.” Með fullri virðingu fyrir háttvirtum forsætisráðherra, en ÓMÆGOD BJARNI ERTU EKKI AÐ FKN DJÓKA??? Ég er semí að vonast til að Auddi Blö stökkvi úr næsta runna og hrópi “TEKINN” á okkur öll. Hérna skal ég útskýra af hverju: Ef íslenska þjóðin væri fótboltalið þá værir þú, Bjarni Ben, fyrirliðinn okkar (mig langaði fyrst að líkja íslensku þjóðinni við sinfóníuhljómsveit og þá hefðirðu fengið að vera hljómsveitarstjóri eða konsertmeistari. En ég held því miður að fótboltasamlíkingin verði að duga núna ef maður ætlar að ná til sem flestra. Það eru líka töluvert líklegra (því miður) að fá miklu, miklu, miklu feitara seðlabúnt í lok hvers mánaðar fyrir að vera fyrirliði í flottu fótboltaliði heldur en að vera hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarflutnings sem starfar í sinfóníuhljómsveit, þannig að ég geri bara ráð fyrir að þú sért sáttur við þessi hlutskipti). Þú ert æðsti og valdamesti embættismaður þjóðarinnar. Þinn flokkur, í þínu umboði, veggfóðrar landið með snörpum og einföldum slagorðum í þeim tilgangi að reyna að skrapa saman nokkrum atkvæðum í komandi kosningum. Sem ég skil svo sem mjög vel, neyðin kennir nöktum kalli að spinna og allt það. Á undanförnum vikum hafa foreldrar barna á leikskólum í ótímabundnu verkfalli látið í sér heyra. Frasar eins og “ég styð verkfallsrétt kennara, EN…” hafa heyrst of oft. Alltof oft. Því þegar þetta “EN” kemur þá einfaldlega hætti ég að hlusta á viðkomandi. Það er ekkert “EN”. Annað hvort styður maður verkfallsrétt kennara eða ekki. Ég skil svo sem að foreldrar láti í sér heyra, þetta er náttúrulega bara glötuð staða í alla staði fyrir alla. En þú, Bjarni Ben, sem æðsti og valdamesti maður þjóðarinnar sem smyrð veggi og vefsíður með klístruðum frösum á borð við “betri menntun, meiri árangur” átt að sjá sóma þinn í að tala ekki svona niður til aðgerða kennara sem við höfum einfaldlega neyðst til að ráðast í vegna algjörs vanhæfis ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki. Það er eiginlega alveg magnað að þú skulir fara út á þennan mjög svo hála ís eftir útreiðina sem Einar Þorsteins, borgarstjóri, fékk eftir að hann tjáði sig óvarfærnislega um kennarastéttina. Þú, Bjarni Ben, átt að sjá sóma þinn í að sjá til þess að staðið verði við gefið loforð um jöfnun launa milli opinbera og almenna vinnumarkaðsins - sem ÞÚ NOTABENE SKRIFAÐIR UNDIR ÁRIÐ 2016 SEM FJÁRMÁLARÁÐHERRA. ÞAÐ ERU 8 ÁR SÍÐAN :):):) Halló og góðan daginn, þetta er svo mikið rugl og endalaus langavitleysa að það nær engri átt. Veit ekki lengur hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir þessu öllu saman. Núna hefur verkfallið staðið yfir í næstum 5 vikur og engin lausn virðist í sjónmáli. En hey, núna höfum við alla vega fengið skriflega staðfestingu þess efnis að æðsti embættismaður landsins stendur ekki einu sinni með kennurum - en hann vill samt auðvitað betri menntun OG meiri árangur, að sjálfsögðu. Hver vill ekki svoleiðis góðan díl? Alveg geggjað stöff sko, mæli persónulega hiklaust með. En ef fyrirliðinn stendur ekki einu sinni með liðinu sínu þá eru nú aldeilis góð ráð dýr. Ég er samt alltaf til í að leyfa fólki að njóta vafans og það er örlítill meðvirknispúki innra með mér sem segir „æ, kannski var hann bara búinn að gleyma þessu samkomulagi sem hann undirritaði. Hann er nú ráðherra, hann hlýtur að skrifa undir mjög mörg alls konar samkomulög í vinnunni sinni.“ En veistu það, Bjarni, ég á voðalega bágt með að trúa því að þú sért búinn að gleyma því að þú skrifaðir undir þetta samkomulag sem fjármálaráðherra árið 2016. Og ég hef sagt litla meðvirknispúkanum mínum það líka, að hann þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því. En ef þú ert ekki búinn að gleyma því að þú skrifaðir undir plaggið alræmda árið 2016, af hverju er enginn sem vill kannast við það að það þurfi í alvörunni að standa við samkomulag sem skrifað er undir? Að það þurfi í alvörunni að standa við loforð sem maður gefur? Ég finn stækan óheiðarleikafnyk af þessu öllu saman og það er mjög vont. Mjög sárt. Það er kannski ágætt að taka það fram að í rauninni er þessi pistill ekki einungis ætlaður þér, Bjarni (þú liggur bara svo ótrúlega vel undir höggi eftir ummælin þín í dag og alla hina skandalana í gegnum tíðina), heldur líka ykkur öllum sem sitjið nú þegar á þingi eða leitist eftir að fá stól með ykkar nafni inná Alþingi okkar Íslendinga. Þessi pistill er líka handa ykkur öllum sem sitjið í sveitarstjórnum um land allt. Öll þið sem eruð markvisst búin að keyra okkar sameiginlega skólakerfi í þrot með sinnuleysi og ábyrgðarleysi (en viljið samt alltaf setja okkur „frábæra og flotta listafólkið“ á stall þegar ykkur hentar, krefjast betri menntunar OG betri árangurs án þess að reyna ekki einu sinni að lyfta litla fingri). Nenniði bara plís að hætta að fara undan í flæmingi, sýna ábyrgð í verki, girða ykkur í brók og sýna okkur hámenntuðu, faglærðu sérfræðingum á fræðisviði þá virðingu að standa við gefin loforð og semja við okkur? Það gengur ekki lengur að kennarar séu hafðir að fífli. Sýnum kennurum virðingu í ræðu og riti, hvort sem þú ert fiskverkamaður, forsætisráðherra eða starfsmaður á plani. Skólakerfið á Íslandi er skólakerfi okkar allra, því hver og einn einstaklingur á þessu landi gengur einhvern tímann á lífsleiðinni í gegnum eitthvað af skólastigunum sem kerfið okkar býður uppá. Af hverju myndum við ekki hafa þetta sameiginlega kerfi okkar eins gott og hægt er?? Fjárfestum í hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á fræðslusviði, það margborgar sig. Undirrituð starfar sem hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarfræðslu (aka. tónlistarkennari) og sem sjálfstætt starfandi hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarflutnings (aka. sjálfstætt starfandi tónlistarkona). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ástæðan fyrir því að ég settist niður til að skrifa þessa grein eru ummæli sem háttvirtur forsætisráðherra, Bjarni Ben, lét falla um verkfallsaðgerðir kennara í gær. Ég veit, ósáttur samfélagsþegn að skrifa skoðanagrein á Vísi vegna vanhæfis Bjarna Ben er algjör klisja og hefur verið gert of oft í gegnum tíðina. En aldrei er góð vísa of oft kveðin, eins og skáldið sagði. Ummæli sem hann lét falla í dag eru kornið sem gjörsamlega fyllti mælinn og ýtti mér að lyklaborðinu til að skrifa þessa grein. En ég er listakona, skapandi einstaklingur og hef alla jafna jákvætt viðhorf til lífsins þannig að í stað þess að líta á ummæli Bjarna B sem ógnarstórt og ómerkilegt, pirrandi korn sem fyllti mælinn minn, þá ætla ég frekar að líta á þau sem innblástur til skrifa minna. Takk kærlega fyrir innblásturinn, Bjarni Ben :):):):):):) En við skulum byrja hér: um daginn var ég að skrolla á Vísi þegar ég rak augun í kosningaáróðursauglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum þar sem þetta slagorð blasti við: “Betri menntun, meiri árangur.” “Hmm,” hugsaði ég. “Hvað ætli þessi orð þýði í raun og veru? Hvað felst í þessum orðum Sjálfstæðisflokksins?” Og þá hófst krufningin á þessum orðum innra með mér: Kannski myndu þeir tala um að laun hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga í fræðslustörfum (ég veit, hljómar alveg svakalega fansí, en það er það sem kennarar eru) þyrftu að vera hærri til að vera í raun og veru samkeppnishæf. Eða að það gangi ekki lengur að hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar í fræðslustörfum (já, kæri lesandi, það er það sem kennarar eru) leiti í síauknum mæli í önnur störf vegna þess að launaseðlar hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga á fræðslusviði (enn og aftur, það er það sem kennarar eru) eru svo sorglega lágir hver mánaðamótin á eftir öðrum. Að það gangi ekki lengur að skólastjórar þurfi bókstaflega að grátbiðja hámenntaða, faglærða sérfræðinga á fræðslusviði (aka. kennara), sem hafa horfið til annarra starfa af því að launin sökka, til að koma aftur að kenna vegna þess að það fæst enginn hæfur einstaklingur til að sinna þessu mikilvæga starfi (þetta er svona í alvörunni, ég er því miður ekki að ýkja og heldur ekki að grínast). Að það að hækka laun hámenntaðra, faglærðra sérfræðinga í fræðslustörfum (kennara) væri ein af stóru lausnunum til að fá hæfa einstaklinga til að kenna börnunum okkar, sem myndi raunverulega leiða til betri menntunar og meiri árangurs. Var ég annars búin að minnast á að kennarar eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sínu sviði og eiga skilið laun í samræmi við aðra hámenntaða, faglærða sérfræðinga í þessu landi? Kannski var það ekki búið að vera nógu skýrt hjá mér, þannig að ég segi það aftur: kennarar eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sínu sviði og eiga skilið laun í samræmi við aðra hámenntaða, faglærða sérfræðinga á sínu sviði. Ókei? Og já, kannski er líka vert að minnast á að sjálf er ég hámenntaður, faglærður sérfræðingur á mínu sviði í skóla sem er búinn að vera í verkfalli í rúmar fjórar vikur. Og hvað er það sem gerir mig að hámenntuðum, faglærðum sérfræðingi á mínu sviði? Gaman að þú, kæri lesandi, skyldir spyrja! Ég lærði mitt fag í 19 ár áður en ég fór út á vinnumarkaðinn. Já, kæri lesandi, ég var samfleytt í tæpa tvo áratugi að læra og fullkomna mitt fag. Þess má geta að ég er 28 ára í dag. En bíddu, tvo áratugi?? Hvaða eilífðarstúdent er þessi gella? Já, það vill nefnilega svo til að mitt sérsvið er á sviði tónlistar og þar duga sko engin vettlingatök. Þrotlausar æfingar frá því að ég hóf nám í tónlistarskóla einum í Reykjavík sem smábarn þangað til ég útskrifaðist með háskólapróf frá virtum erlendum tónlistarháskóla þegar ég var 22 ára gömul. Á þessum 19 árum aflaði ég mér ómetanlegrar sérfræðiþekkingar á mitt hljóðfæri sem er alls ekki hlaupið að því að búa yfir. Það getur ekki hver sem er labbað inn í virtan tónlistarháskóla og byrjað að læra á hljóðfæri. Þú þarft að vera búinn að leggja gríðarlega góðan og traustan grunn tæknilegrar og músíkalskrar færni í mörg, mörg ár áður en þér dettur yfirhöfuð í hug að sækja um í tónlistarháskóla. Þannig að já, eftir tæpa tvo áratugi að læra mitt fag þá myndi ég segja að ég sé orðin alveg fjandi hámenntuð og faglærð og ansi mikill sérfræðingur á mínu sviði. Ég á skilið mannsæmandi laun fyrir mína menntun og mín störf á mínu sérsviði. Ekki misskilja, ég er ekki að telja hér upp mín afrek til að sýna hvað ég er flott og æðisleg, heldur til að þú, kæri lesandi, áttir þig virkilega á því hvað það felst í því að kenna tónlist. Því í tónlistarskólum landsins er ekki bara verið að gutla á gítara, glamra á píanó og sarga eitthvað á strengi. Innan veggja skólans eru hámenntaðir, faglærðir sérfræðingar á sviði tónlistar að miðla sérfræðiþekkingu sinni til komandi kynslóða. Og af því að allir elska peninga og að tala um peninga og eiga peninga þá skal ég koma með eina peningastaðreynd: kennsla skapandi greina felur í sér mikla verðmætasköpun. En þrátt fyrir þessa flottu peningastaðreynd þá hefur kennsla skapandi greina verið á miklu undanhaldi undanfarin ár í grunnskólum landsins, til dæmis. Þar má nefna að tónmenntakennsla í grunnskólum landsins hefur nánast þurrkast út (en það er efni í annan pistil, þú bíður bara spenntur við skjáinn, kæri lesandi). En af hverju segi ég að það felist mikil verðmætasköpun í kennslu skapandi greina? Jú, það er einmitt vegna þess að nýlega hefur komið fram að beint framlag til menningar og skapandi greina nemi um það bil 3,5% af landsframleiðslu, sem er aðeins minna en framlag sjávarútvegs. Eins hefur komið fram að hver króna sem hið opinbera setur í menningartengda starfsemi og skapandi greinar verði að þremur krónum í hagkerfinu okkar. Líka að skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu sé 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Leyfðu mér, kæri lesandi, að segja þetta síðastnefnda einu sinni enn: Skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu eru 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. Leyfðu mér að segja þetta einu sinni enn og ég mæli með að lesa eftirfarandi setningu virkilega hægt, svona til þess að hún sökkvi almennilega inn í heilann á þér: Skatttekjur hins opinbera af skapandi greinum og menningu eru 17 milljörðum hærri en framlag ríkisins til þessara málaflokka. 17 milljörðum hærri. 17 MILLJÖRÐUM HÆRRI??? Ókei, VÓ. Þetta eru algjörlega sturlaðar tölur og ennþá bilaðra að við sem samfélag séum í alvörunni að rífast um hvort ríkið eigi að greiða listamannalaun eða sú staðreynd að gríðarlega vel sóttar (en fjársveltar) tónlistarhátíðir lifi ekki af. Eða að það sé verið að loka rótgrónum tónleikastöðum í gríð og erg til að hýsa túrista í 101 sem er löngu, LÖNGU, sprungið hverfi þegar litið er til hins gráðuga ferðamannaiðnaðar. Nú eða hvort borga eigi hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á sviði tónlistarfræðslu mannsæmandi laun eða ekki. Þessi umræða er á algjörum villigötum og meikar engan sens. Ríki og sveitarfélög eru nefnilega alltaf til í að skreyta sig með skrautfjöðrum tónlistarskóla landsins og þess frábæra og hæfileikaríka tónlistarfólks sem tónlistarskólar landsins “framleiða”. Alltaf svo stolt af öllu því frábæra og hæfileikaríka tónlistarfólki sem koma frá okkar litlu eyju, listamenn sem jafnvel fara sigurför um heiminn og bera hróður Íslands víða. “Svo góð landkynning,” segja sumir. En hvaðan kemur þetta frábæra tónlistarfólk? Ekki vex það á trjánum. Rétt eins og vatnið sem við drekkum, það kemur ekki bara beint úr krananum. Án þess að ég sé með vísindalegar rannsóknir til að styðjast við, þá hugsa ég að ég geti fullyrt að yfirgnæfandi meirihluti þessa hæfileikaríka tónlistarfólks hafi einhvern tímann á lífsleiðinni verið nemandi í einhverjum af tónlistarskólum landsins, ef ekki alist þar upp. Á tyllidögum þegar klippa þarf borða og borða snittur er „tónlistarfólkið okkar“ þjóðarhetjur í augum ríkis og sveitarfélaga. En alla aðra daga sýna ráðamenn af sér þá ábyrgðarlausu hegðun að fjársvelta skólakerfið í heild sinni, alveg frá viðhaldi á húsnæði yfir í námsefnisgerð yfir í að borga hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á fræðslusviði mannsæmandi laun. Margir sem stjórna hjá ríki og sveitarfélögum eiga eflaust börn á öllum skólastigum og ég geri sterklega ráð fyrir að þau, sem foreldrar, vilji að við hámenntuðu, faglærðu sérfræðingarnir á fræðslusviðinu (kennararnir) séum góð við börnin þeirra, sýni þeim virðingu, veiti þeim góða kennslu og sjái um börnin þeirra í marga klukkutíma á dag. “En nei, við ætlum sko ekki að borga ykkur mannsæmandi laun fyrir það :) það kemur sko ekki til greina :):):)” En ókei, snúum okkur aftur að Sjálfstæðisflokknum og þeirra grípandi slagorði “betri menntun, meiri árangur.” Í einskærri blöndu af forvitni, naívleika og vonar klikkaði ég á bláu auglýsinguna. En viti menn, konur og kvár, það kom í ljós að þessi frasi “betri menntun, meiri árangur,” er jafn innihaldslaus og tóm, mygluð mjólkurferna. Ekki einu orði minnst á það sem ég tala um hér í þessum pistli. Kom mér svo sem ekki mjög mikið á óvart, en hey - það má alltaf halda í vonina, er það ekki? Og nú er komið að korninu sem fyllti mælinn, eða innblæstrinum sem Bjarni B veitti mér fyrr í dag, eins og ég vill kalla það :):) Þessi pistill átti sko ekki að vera svona langur, en þú, Bjarni Ben, hefur veitt mér svo mikinn innblástur að allar flóðgáttir hafa opnast og úr mér streyma allar þær hugsanir og áhyggjur um óréttlætið sem kennarastéttinni hefur verið sýnt í gegnum áratugina með lítilsvirðingu gagnvart okkar störfum: “Eruð þið ekki annars bara eitthvað að syngja og tralla í þessum tónlistarskólum?” er setning sem ég hef heyrt alvöru manneskju segja. Og svo er líka annar gullmoli sem heyrðist á kaffistofu ónefnds vinnustaðar um daginn (ég er ekki að búa þetta til, ég lofa): “Skítt með þessa tónlistarskóla, fólk á bara að kveikja á útvarpinu ef það vill hlusta á tónlist.” HAHAHA you really can’t make this shit up, eins og hitt skáldið sagði. Og þó þessi kaffistofugullmoli sé í persónulegu uppáhaldi hjá mér (kaldhæðni, fyrir þá sem ekki skilja kaldhæðni) þá ætla ég hvorki að eyða tíma né orku í að svara svona ummælum sem sverta og vanvirða starf mitt alveg niður í kviku. Muniði, ég var tæpa tvo áratugi að læra og fullkomna mitt fag áður en ég fór út á vinnumarkaðinn og ég einfaldlega neita að sitja undir svona svívirðingum. ALLA VEGA! Hoppum svo yfir til dagsins í dag, og í raun og veru til ástæðunnar sem ýtti mér út í að ég ákvað að skrifa þessa grein. Og hver er ástæðan? Jú, að sjálfsögðu Bjarni Ben. Hver annar? Sem sagt, Bjarni B sagði opinberlega í dag að aðgerðir kennara væru “handahófskenndar og ósanngjarnar.” Eða réttara sagt: að það væri “slæmt að hægt væri að nota verkfallsvopnið með svo handahófskenndum og ósanngjörnum hætti.” Með fullri virðingu fyrir háttvirtum forsætisráðherra, en ÓMÆGOD BJARNI ERTU EKKI AÐ FKN DJÓKA??? Ég er semí að vonast til að Auddi Blö stökkvi úr næsta runna og hrópi “TEKINN” á okkur öll. Hérna skal ég útskýra af hverju: Ef íslenska þjóðin væri fótboltalið þá værir þú, Bjarni Ben, fyrirliðinn okkar (mig langaði fyrst að líkja íslensku þjóðinni við sinfóníuhljómsveit og þá hefðirðu fengið að vera hljómsveitarstjóri eða konsertmeistari. En ég held því miður að fótboltasamlíkingin verði að duga núna ef maður ætlar að ná til sem flestra. Það eru líka töluvert líklegra (því miður) að fá miklu, miklu, miklu feitara seðlabúnt í lok hvers mánaðar fyrir að vera fyrirliði í flottu fótboltaliði heldur en að vera hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarflutnings sem starfar í sinfóníuhljómsveit, þannig að ég geri bara ráð fyrir að þú sért sáttur við þessi hlutskipti). Þú ert æðsti og valdamesti embættismaður þjóðarinnar. Þinn flokkur, í þínu umboði, veggfóðrar landið með snörpum og einföldum slagorðum í þeim tilgangi að reyna að skrapa saman nokkrum atkvæðum í komandi kosningum. Sem ég skil svo sem mjög vel, neyðin kennir nöktum kalli að spinna og allt það. Á undanförnum vikum hafa foreldrar barna á leikskólum í ótímabundnu verkfalli látið í sér heyra. Frasar eins og “ég styð verkfallsrétt kennara, EN…” hafa heyrst of oft. Alltof oft. Því þegar þetta “EN” kemur þá einfaldlega hætti ég að hlusta á viðkomandi. Það er ekkert “EN”. Annað hvort styður maður verkfallsrétt kennara eða ekki. Ég skil svo sem að foreldrar láti í sér heyra, þetta er náttúrulega bara glötuð staða í alla staði fyrir alla. En þú, Bjarni Ben, sem æðsti og valdamesti maður þjóðarinnar sem smyrð veggi og vefsíður með klístruðum frösum á borð við “betri menntun, meiri árangur” átt að sjá sóma þinn í að tala ekki svona niður til aðgerða kennara sem við höfum einfaldlega neyðst til að ráðast í vegna algjörs vanhæfis ríkis og sveitarfélaga í þessum málaflokki. Það er eiginlega alveg magnað að þú skulir fara út á þennan mjög svo hála ís eftir útreiðina sem Einar Þorsteins, borgarstjóri, fékk eftir að hann tjáði sig óvarfærnislega um kennarastéttina. Þú, Bjarni Ben, átt að sjá sóma þinn í að sjá til þess að staðið verði við gefið loforð um jöfnun launa milli opinbera og almenna vinnumarkaðsins - sem ÞÚ NOTABENE SKRIFAÐIR UNDIR ÁRIÐ 2016 SEM FJÁRMÁLARÁÐHERRA. ÞAÐ ERU 8 ÁR SÍÐAN :):):) Halló og góðan daginn, þetta er svo mikið rugl og endalaus langavitleysa að það nær engri átt. Veit ekki lengur hvort ég eigi að hlæja eða gráta yfir þessu öllu saman. Núna hefur verkfallið staðið yfir í næstum 5 vikur og engin lausn virðist í sjónmáli. En hey, núna höfum við alla vega fengið skriflega staðfestingu þess efnis að æðsti embættismaður landsins stendur ekki einu sinni með kennurum - en hann vill samt auðvitað betri menntun OG meiri árangur, að sjálfsögðu. Hver vill ekki svoleiðis góðan díl? Alveg geggjað stöff sko, mæli persónulega hiklaust með. En ef fyrirliðinn stendur ekki einu sinni með liðinu sínu þá eru nú aldeilis góð ráð dýr. Ég er samt alltaf til í að leyfa fólki að njóta vafans og það er örlítill meðvirknispúki innra með mér sem segir „æ, kannski var hann bara búinn að gleyma þessu samkomulagi sem hann undirritaði. Hann er nú ráðherra, hann hlýtur að skrifa undir mjög mörg alls konar samkomulög í vinnunni sinni.“ En veistu það, Bjarni, ég á voðalega bágt með að trúa því að þú sért búinn að gleyma því að þú skrifaðir undir þetta samkomulag sem fjármálaráðherra árið 2016. Og ég hef sagt litla meðvirknispúkanum mínum það líka, að hann þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því. En ef þú ert ekki búinn að gleyma því að þú skrifaðir undir plaggið alræmda árið 2016, af hverju er enginn sem vill kannast við það að það þurfi í alvörunni að standa við samkomulag sem skrifað er undir? Að það þurfi í alvörunni að standa við loforð sem maður gefur? Ég finn stækan óheiðarleikafnyk af þessu öllu saman og það er mjög vont. Mjög sárt. Það er kannski ágætt að taka það fram að í rauninni er þessi pistill ekki einungis ætlaður þér, Bjarni (þú liggur bara svo ótrúlega vel undir höggi eftir ummælin þín í dag og alla hina skandalana í gegnum tíðina), heldur líka ykkur öllum sem sitjið nú þegar á þingi eða leitist eftir að fá stól með ykkar nafni inná Alþingi okkar Íslendinga. Þessi pistill er líka handa ykkur öllum sem sitjið í sveitarstjórnum um land allt. Öll þið sem eruð markvisst búin að keyra okkar sameiginlega skólakerfi í þrot með sinnuleysi og ábyrgðarleysi (en viljið samt alltaf setja okkur „frábæra og flotta listafólkið“ á stall þegar ykkur hentar, krefjast betri menntunar OG betri árangurs án þess að reyna ekki einu sinni að lyfta litla fingri). Nenniði bara plís að hætta að fara undan í flæmingi, sýna ábyrgð í verki, girða ykkur í brók og sýna okkur hámenntuðu, faglærðu sérfræðingum á fræðisviði þá virðingu að standa við gefin loforð og semja við okkur? Það gengur ekki lengur að kennarar séu hafðir að fífli. Sýnum kennurum virðingu í ræðu og riti, hvort sem þú ert fiskverkamaður, forsætisráðherra eða starfsmaður á plani. Skólakerfið á Íslandi er skólakerfi okkar allra, því hver og einn einstaklingur á þessu landi gengur einhvern tímann á lífsleiðinni í gegnum eitthvað af skólastigunum sem kerfið okkar býður uppá. Af hverju myndum við ekki hafa þetta sameiginlega kerfi okkar eins gott og hægt er?? Fjárfestum í hámenntuðum, faglærðum sérfræðingum á fræðslusviði, það margborgar sig. Undirrituð starfar sem hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarfræðslu (aka. tónlistarkennari) og sem sjálfstætt starfandi hámenntaður, faglærður sérfræðingur á sviði tónlistarflutnings (aka. sjálfstætt starfandi tónlistarkona).
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun