Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Martin Hermannsson er tveggja barna faðir í dag en hann ætlaði sér alltaf að verða ungur pabbi. Getty/Moritz Eden Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermansson ræðir ítarlega föðurhlutverkið í nýju viðtali á miðlum þýsku körfuboltadeildarinnar, easyCredit Basketball Bundesliga. Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl) Þýski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira
Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl)
Þýski körfuboltinn Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Sjá meira