Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 11:10 Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögn þessara greinar vísar til vinsælla sjónvarpsþátta sem þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna sjálfsagt eftir. Þar var í aðalhlutverki ráðherra sem tók oft útlitið fram yfir innihaldið. Sá sem þetta skrifar tilheyrir starfsstétt sjálfstæðra atvinnurekanda og stýrir fyrirtækinu Loftmyndir ehf. sem hefur undanfarin 35 ár tekið loftmyndir af Íslandi og unnið upp úr þeim landupplýsingagögn til nota fyrir íslenskt samfélag. Sú vinna skilaði af sér fyrsta og eina landsþekjandi kortagrunninum sem gerður hefur verið af Íslendingum sjálfum. Allir geta skoðað þessi gögn á vefnum okkar www.map.is. Opinberir aðilar, orkufyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar nota síðan gögnin til sinna verkefna. Þessi vinna var unnin án þess að ríkissjóður eða opinberir sjóðir legðu í verkið eina krónu og þar er Ísland í öfundsverðri stöðu því víða annars staðar setja ríki háar fjárupphæðir í kortagerð. Í gegnum árin hafa ráðherrar yfir málaflokknum komið og farið og allir séð skynsemina í því að ríkissjóður setji ekki fjármagn í verkefni sem þegar er búið að vinna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar sá sem núna ber titilinn umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tók þá ákvörðun að ríkisvæða verkefnið og endurmynda allt Ísland þótt myndirnar væru þegar til og það í betri gæðum. Ráðherrann tilheyrir stjórnmálaflokki sem í orði stendur með einkaframtakinu en í þessu tilfelli gerði hann það svo sannarlega ekki á borði og gætti þess í aðdraganda málsins að láta ekki ná í sig. Eflaust hefur hann vitað innst inni að málið væri kannski eins og gott grín í sjónvarpi. Ráðherra, eins og starfsbróðir hans úr sjónvarpinu, datt þarna um lausn í leit að vandamáli sem ekki var til. Kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnisins er í besta falli óljós því ekki er það á fjárlögum. Í skýrslu Landmælinga Íslands frá árinu 2019 er áætlað að þessi óvissuferð komi til með að kosta 750 milljónir og eftir það 170 milljónir á ári í viðhaldskostnað (uppreiknaðar tölur) en gerðir þeir fyrirvarar að aðstæður á Íslandi séu erfiðar til loftmyndatöku og því skuli taka tölunum með fyrirvara. Það þarf djörfung og hugmyndaflug til að ýta í gang ófjármögnuðu verkefni til að safna gögnum sem þegar eru til. Til að koma verkinu af stað valdi ráðherra að fara þá leið að byrja á að vinna aðeins hluta þess. Það gerði hann augljóslega til að koma málinu í gang því þegar boltinn er einu sinni byrjaður að rúlla er erfitt að hætta við þannig að verkið kemur til að með að soga til sín fjármuni um ókomin ár. Klassískt eða hvað? Niðurstaðan varð snautleg 3% Nú er fyrsta flugár ráðherrans að baki og vonir stóðu til að ná að klára að mynda 40% landsins en niðurstaðan varð snautleg 3%. Loftmyndir ehf. tóku hins vegar myndir af hátt í 20% Íslands í sumar. Að það skyldi hafa náðst með einni flugvél á meðan ráðherra komst í 3% með tveimur flugvélum (og hafði til þess helmingi lengri tíma) ætti að hringja einhverjum bjöllum um framhaldið. Ekkert bólar á myndum ráðherra frá því í sumar en Loftmyndir ehf. hafa klárað að vinna allar sínar myndir og skilað til sinna viðskiptavina og gert þær aðgengilegar á www.map.is. Það tók Loftmyndir ehf. með útsjónarsemi og stöðugri yfirlegu níu ár að klára að mynda allt Ísland en ráðherrann ætlar að klára það á 3-5 árum og strax kominn í 3%. Hvergi er minnst á að loftmyndunum verði að halda við, sú sjónvarpssería kemur síðar. Það er auðvelt að eyða annarra manna peningum þegar afleiðingar slæmrar ákvarðanatöku eru engar. Þess væri óskandi að til væri stjórnmálaflokkur með skilning á þessu. Flokkur sem væri til í að standa með almennri skynsemi. Þarna er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara að skila auðu heldur enn verra. Mitt fyrirtæki er aðeins eitt af mörgum sem þarf að standa í samkeppni við hinar ýmsu stofnanir ríkisins og það er erfitt fyrir einkafyrirtæki að keppa við djúpa vasa ríkissjóðs. Það er ekki nóg að auglýsa í Mogganum á fjögurra ára fresti að vera stjórnmálaflokkur sem styðji við bakið á einkaframtakinu en þessa á milli er enginn áhugi á að hlusta og hagsmunir kerfisins teknir fram yfir almenna skynsemi. Hver er sparnaðurinn af því að sameina stofnanir ef áfram eru jafn margar starfsstöðvar, jafn margir starfsmenn og verkefnin þau sömu og jafnvel búið að bæta inn verkefnum sem einkafyrirtæki sinntu áður? Höfundur er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar