Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 09:46 Fólk veigrar sér ekki við því að fara út á lífið í Vang Vieng en passar sig á því að neyta aðeins áfengis sem hægt er að drekka beint úr flöskunni, til að mynda bjór. AP/Anupam Nath Yfirvöld í Laos hafa bannað sölu og neyslu Tiger vodka og Tiger viskís, þar sem drykkirnir kunna að ógna heilsu manna. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að sex ferðamenn létust úr metanól-eitrun í kjölfar drykkju. Framkvæmdastjóri gistiheimilis í partýbænum Vang Vieng og sjö starfsmenn hafa verið handteknir en framkvæmdastjórinn greindi frá því í viðtali við Associated Press að hann hefði boðið um hundrað gestum ókeypis skot af vodka, þeirra á meðal tveimur áströlskum konum sem létust. Hann sagði hins vegar að þær hefðu verið þær einu á gistiheimilinu sem hefðu veikst. Stjórnvöld í Ástralíu, Bretlandi og víðar hafa varað ferðamenn við að neyta áfengis í Laos en metanól, sem er lyktar- og bragðlaust, er stundum notað af óprúttnum aðilum til að drýgja áfenga drykki. Það veldur veikindum og getur, eins og í þessum tilvikum, einnig valdið dauða. Stjórnvöld í Laos hafa heitið því að láta réttlætið fram ganga og vottað aðstandendum látnu samúð sína. Þau hafa hins vegar litlar upplýsingar gefið um stöðu rannsóknar málsins. Harmleikurinn virðist ekki hafa haft áhrif á næturlífið í Vang Vieng, nema að því leyti að fólk fer varlega og neytir aðeins áfengis sem hægt er að drekka beint af stút, til að mynda bjórs. Laos Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Framkvæmdastjóri gistiheimilis í partýbænum Vang Vieng og sjö starfsmenn hafa verið handteknir en framkvæmdastjórinn greindi frá því í viðtali við Associated Press að hann hefði boðið um hundrað gestum ókeypis skot af vodka, þeirra á meðal tveimur áströlskum konum sem létust. Hann sagði hins vegar að þær hefðu verið þær einu á gistiheimilinu sem hefðu veikst. Stjórnvöld í Ástralíu, Bretlandi og víðar hafa varað ferðamenn við að neyta áfengis í Laos en metanól, sem er lyktar- og bragðlaust, er stundum notað af óprúttnum aðilum til að drýgja áfenga drykki. Það veldur veikindum og getur, eins og í þessum tilvikum, einnig valdið dauða. Stjórnvöld í Laos hafa heitið því að láta réttlætið fram ganga og vottað aðstandendum látnu samúð sína. Þau hafa hins vegar litlar upplýsingar gefið um stöðu rannsóknar málsins. Harmleikurinn virðist ekki hafa haft áhrif á næturlífið í Vang Vieng, nema að því leyti að fólk fer varlega og neytir aðeins áfengis sem hægt er að drekka beint af stút, til að mynda bjórs.
Laos Erlend sakamál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira