Auðir og ógildir með kosningakaffi Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. nóvember 2024 18:54 Snæbjörn Brynjarsson var einu sinni varaþingmaður Pírata en sagði af sér árið 2019 eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur á Kaffibarnum. Nú er hann óháður og skilar jafnvel auðu eða ógildu. Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða. Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, kveðst hafa orðið „afar ergilegur“ þegar hann frétti að það yrðu kosningar á afmælisdaginn hans. „Ekki nóg með að þessir stjórnmálaflokkar geti ekki unnið saman og þurfi að halda kosningar í skítaveðri um miðjan vetur, þeir þurfa að gera það einmitt þegar ég á stórafmæli á laugardegi,“ segir hann. Hann ákvað því að hætta við að leigja stóran veislusal og í staðinn bjóða allri þjóðinni upp á vöfflur í nafni þeirra sem skila auðum eða ógildum kjörseðlun. „Allir eru velkomnir, sér í lagi þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að kjósa eða halda jafnvel að þeir hafi óvart klúðrað atkvæðagreiðslunni einhvern veginn,“ segir hann. Þess ber að geta að Snæbjörn var eitt sinn varaþingmaður Pírata en sagði af sér eftir að hafa lent í orðaskaki við Ernu Ýr Öldudóttur, þáverandi blaðamann og fyrrverandi formann framkvæmdaráðs Pírata, á Kaffibarnum. Ekki hvatning um að kjósa ekki Snæbjörn segir hugmyndina með vöfflukaffinu ekki vera að hvetja fólk til að kjósa ekki. „Mér fannst bara sanngjarnt að allir fengju sitt kosningakaffi. Líka þeir sem ekki geta hugsað sér að kjósa flokk eða kunna ekki með atkvæði að fara. Þessi hópur stækkar í hverjum kosningum og það er lítið sem ekkert hlustað á okkur,“ segir hann. Snæbjörn hefur auk þess ákveðið að taka að sér að vera talsmaður þessa hóps. Hann segir hópinn geta verið með hverjum sem er í stjórn og stjórnarandstöðu. Það eina sem hópurinn sé sammála um sé „að við værum til í að sjá færri þingmenn og færri ráðherra á næsta kjörtímabili.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira