Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar 29. nóvember 2024 20:31 Ég rakst á þessa grein sem Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, birti í Morgunblaðinu á dögunum. Ég hefði talið að fjölmiðlar hefðu metnað og sóma til þess að rannsaka staðreyndir að baki ítrekuðum alhæfingum og staðhæfingum stjórnmála- og embættismanna. Með því að bregðast því hlutverki sínu, hlutverk sem fjölmiðlar básúna hátt á tyllidögum og þegar þiggja opinberan styrk, eru fjölmiðlar þátttakendur í að dreifa falsupplýsingum og, í þessu tilviki hér, að dreifa og taka undir útlendingaandúð. Grein formannsins ber heitið: „Umfang og eðli hælisleitendamála“. Greinin hefst á umræðu um innflytjendur í heild sinni og hraða fjölgun þeirra síðasta áratuginn eða svo. Því er haldið fram að innstreymið reyni á þolmörk íslenska kerfisins, enda er Ísland smáþjóð eða örþjóð. Staða Íslands er borin saman við áskoranir hinna Norðurlandanna varðandi móttöku hælisleitenda. Segir formaðurinn að 95% þeirra flóttamanna sem komist á meginlandið (Evrópu) til að óska eftir hæli, komist þangað með aðstoð skipulagðra glæpasamtaka. Segir hann jafnframt að Ísland sé orðið miðstöð slíkra glæpagengja. Það væri hægt að ræða þessar fullyrðingar formannsins í þaula, en það sem upp úr stendur eftir lesturinn er hvernig hann notar misvísandi tölfræði, alhæfingar og hugtök til þess að ala enn frekar á andúð og óþoli gagnvart innflytjendum og í reynd helst gagnvart innflytjendum frá Mið-austurlöndum og Afríku. Ef horft er til stöðugra harmkvæla, raunamæddra ummæla og yfirlýsinga Mið- og Sjálfstæðisflokks, formannanna, ráðherra þeirra, þingmanna og fylgihnatta, þá tel ég nauðsyn að sýna fram á ótrúverðugleika þessara fullyrðinga. Það er ekki nýtt að gera innflytjendur að blórabögglum, þetta er þekkt aðferð stjórnmálamanna um allan heim. Það er hins vegar nýtt, hér á Íslandi, að stjórnmálamenn taki þessa aðferð upp með jafn áberandi hætti og nú er og sérstaklega nú í aðdraganda kosninga. Það eru þrjú atriði sem er gott að hafa í huga þegar þessar, órökstuddu, fullyrðingar stjórnmálamannanna eru skoðaðar: Innflytjendur eru einstaklingar með ríka sögu og margþætta lífsreynslu sem þeir auðga samfélag okkar með. Við verðum alltaf að vera viðbúin að gagnrýna fullyrðingar valdamanna, ekki síst þegar kemur að neikvæðri umræðu um innflytjendur. Fjölmiðlar nýta slíkar fullyrðingar gjafnan til að búa til ögrandi fyrirsagnir og skora fleiri smelli. Við getum viðurkennt að lífskilyrði hér á landi hafa versnað, fyrir stóran hóp þjóðarinnar, en það hvernig fólkið sem fer með völdin bregst við því og á hvern þau benda, hefur bein áhrif á það hvernig borgararnir bregðast við. Það er þessi lokapunktur sem er svo áríðandi. Það er svo auðvelt að benda á innflytjendur og kenna þeim um. Þeim má kenna um versnandi lífskjör, fjárþurð grunnstofnanna samfélagsins og glæpatíðni. Samfélagið fær endurtekið að heyra það frá stjórnmála- ráðamönnum um að álag á grunnstoðir samfélagsins sé komið að þolmörkum, um leið og þau tæpa á því að innflytjendur séu hingað komnir til að nýta sér (misnota) þessi kerfi, þó ekkert styðji slíkar fullyrðingar þeirra. Menn virðast kjósa það að ráðast frekar að tilteknum varnarlausum hópum fólks, frekar en að gagnrýna stefnur og aðgerðir stjórnvalda sem hafa leitt til þeirrar stöðu sem við erum í. Engin tilraun er gerð til að skoða framlag innflytjenda til samfélagsins. Ekki er minnst á menningarlegt framlag þeirra, vinnuframlag og samfélagsþátttöku. Heldur er klifast á því að innflytjendur séu að buga kerfin, á meðan kerfin hafa í raun verið fjársvelt um áratuga skeið og innflytjendur leggi til þeirra, frekar en hitt. Reyndin er sú að atvinnuþátttaka meða innflytjenda á Íslandi er 83% (skv. OECD) sem er sú hæsta meðal OECD ríkja og þátttöku vísitala (í vinnu eða raunverulega í atvinnuleit) er 89%, sem aftur er sú hæsta á meðal OECD ríkja. Reyndar er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en „innfæddra“. Þessar tölur ríma illa við fullyrðingar stjórnmálamanna um það að innflytjendur séu hingað komnir til að leggjast upp á velferðarkerfi okkar, því má frekar halda fram að þökk sé innflytjendum að við getum þó haldið kerfinu gangandi. Það sem við búum við í dag er að fólk, sem að berst í bökkum, er farið að trúa og endurtaka þessar innstæðulausu fullyrðingar stjórnmála- og ráðamanna. Í heitu pottunum heyrir maður á tal ungmenna sem telja að ekki sé fært að taka við fleiri flóttamönnum, þar sem þeir séu stórhættulegir; „komnir hingað til að drepa okkur“! Þarna var vísað í tiltekið þjóðerni flóttamanna (sem einmitt stjórnmálamenn hafa málað sem stórhættulega). Ef maður slysast til að hlusta á Útvarp Sögu, þá má gjarnan heyra í spjalli við hlustendur, áhyggjur þeirra um að pabbi hafi ekki fengið vinnu af því að útlendingurinn var tilbúinn að vinna fyrir lægri laun. Þáttastýran tekur undir og segir „woke-isma“ og innflytjendur vera að kafkeyra skólakerfið. Umræðan hverfist endurtekið um það að vanrækslu grunnstoða samfélagsins megi rekja til innflytjenda, og þá sérstaklega hælisleitenda. Um 95% innflytjenda á Íslandi dveljast á grundvelli heimildar til frjálsrar fara innan EES. Flóttamenn og hælisleitendur eru aðeins smá brot af heildarfjölda innflytjenda, en sitja ávallt uppi með skömmina. Kornið sem fyllti mælinn? Sú ábyrgð hvílir á okkur, sem gagnrýninna borgara, að spyrja málefnalegra spurninga og krefjast málefnalegra svara. Samfélagið á Íslandi er vissulega að breytast og samsetning þess líka. Það að kenna einum hópi fólks um allt sem miður fer, leiðir á endanum til aukinnar skautunar á milli hópa og alls þess vanda sem slíku fylgir og sagan hefur kennt okkur. Því miður vilja ákveðnar gerðir stjórnmálamanna nýta sér þetta andrúmsloft, á meðan þeir telja það sér og sínum til framdráttar og skeyta þá engu um víðtækari áhrif orða þeirra. Orðræða sem hefur neikvæð áhrif á þúsundir Íslendinga og þúsundir heiðarlegs fólks sem hér er búsett og ber með sér að eiga erlendan bakgrunn. Fjöldi fólks úr nærumhverfi míni hafa fundið það beint á eigin skinni, hvaða áhrif þessi orðræða hefur þegar út í samfélagið er komið. En formönnunum er sama, þeir vilja völdin fyrst. Höfundur er eigandi Inclusive Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á þessa grein sem Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, birti í Morgunblaðinu á dögunum. Ég hefði talið að fjölmiðlar hefðu metnað og sóma til þess að rannsaka staðreyndir að baki ítrekuðum alhæfingum og staðhæfingum stjórnmála- og embættismanna. Með því að bregðast því hlutverki sínu, hlutverk sem fjölmiðlar básúna hátt á tyllidögum og þegar þiggja opinberan styrk, eru fjölmiðlar þátttakendur í að dreifa falsupplýsingum og, í þessu tilviki hér, að dreifa og taka undir útlendingaandúð. Grein formannsins ber heitið: „Umfang og eðli hælisleitendamála“. Greinin hefst á umræðu um innflytjendur í heild sinni og hraða fjölgun þeirra síðasta áratuginn eða svo. Því er haldið fram að innstreymið reyni á þolmörk íslenska kerfisins, enda er Ísland smáþjóð eða örþjóð. Staða Íslands er borin saman við áskoranir hinna Norðurlandanna varðandi móttöku hælisleitenda. Segir formaðurinn að 95% þeirra flóttamanna sem komist á meginlandið (Evrópu) til að óska eftir hæli, komist þangað með aðstoð skipulagðra glæpasamtaka. Segir hann jafnframt að Ísland sé orðið miðstöð slíkra glæpagengja. Það væri hægt að ræða þessar fullyrðingar formannsins í þaula, en það sem upp úr stendur eftir lesturinn er hvernig hann notar misvísandi tölfræði, alhæfingar og hugtök til þess að ala enn frekar á andúð og óþoli gagnvart innflytjendum og í reynd helst gagnvart innflytjendum frá Mið-austurlöndum og Afríku. Ef horft er til stöðugra harmkvæla, raunamæddra ummæla og yfirlýsinga Mið- og Sjálfstæðisflokks, formannanna, ráðherra þeirra, þingmanna og fylgihnatta, þá tel ég nauðsyn að sýna fram á ótrúverðugleika þessara fullyrðinga. Það er ekki nýtt að gera innflytjendur að blórabögglum, þetta er þekkt aðferð stjórnmálamanna um allan heim. Það er hins vegar nýtt, hér á Íslandi, að stjórnmálamenn taki þessa aðferð upp með jafn áberandi hætti og nú er og sérstaklega nú í aðdraganda kosninga. Það eru þrjú atriði sem er gott að hafa í huga þegar þessar, órökstuddu, fullyrðingar stjórnmálamannanna eru skoðaðar: Innflytjendur eru einstaklingar með ríka sögu og margþætta lífsreynslu sem þeir auðga samfélag okkar með. Við verðum alltaf að vera viðbúin að gagnrýna fullyrðingar valdamanna, ekki síst þegar kemur að neikvæðri umræðu um innflytjendur. Fjölmiðlar nýta slíkar fullyrðingar gjafnan til að búa til ögrandi fyrirsagnir og skora fleiri smelli. Við getum viðurkennt að lífskilyrði hér á landi hafa versnað, fyrir stóran hóp þjóðarinnar, en það hvernig fólkið sem fer með völdin bregst við því og á hvern þau benda, hefur bein áhrif á það hvernig borgararnir bregðast við. Það er þessi lokapunktur sem er svo áríðandi. Það er svo auðvelt að benda á innflytjendur og kenna þeim um. Þeim má kenna um versnandi lífskjör, fjárþurð grunnstofnanna samfélagsins og glæpatíðni. Samfélagið fær endurtekið að heyra það frá stjórnmála- ráðamönnum um að álag á grunnstoðir samfélagsins sé komið að þolmörkum, um leið og þau tæpa á því að innflytjendur séu hingað komnir til að nýta sér (misnota) þessi kerfi, þó ekkert styðji slíkar fullyrðingar þeirra. Menn virðast kjósa það að ráðast frekar að tilteknum varnarlausum hópum fólks, frekar en að gagnrýna stefnur og aðgerðir stjórnvalda sem hafa leitt til þeirrar stöðu sem við erum í. Engin tilraun er gerð til að skoða framlag innflytjenda til samfélagsins. Ekki er minnst á menningarlegt framlag þeirra, vinnuframlag og samfélagsþátttöku. Heldur er klifast á því að innflytjendur séu að buga kerfin, á meðan kerfin hafa í raun verið fjársvelt um áratuga skeið og innflytjendur leggi til þeirra, frekar en hitt. Reyndin er sú að atvinnuþátttaka meða innflytjenda á Íslandi er 83% (skv. OECD) sem er sú hæsta meðal OECD ríkja og þátttöku vísitala (í vinnu eða raunverulega í atvinnuleit) er 89%, sem aftur er sú hæsta á meðal OECD ríkja. Reyndar er atvinnuþátttaka innflytjenda hærri en „innfæddra“. Þessar tölur ríma illa við fullyrðingar stjórnmálamanna um það að innflytjendur séu hingað komnir til að leggjast upp á velferðarkerfi okkar, því má frekar halda fram að þökk sé innflytjendum að við getum þó haldið kerfinu gangandi. Það sem við búum við í dag er að fólk, sem að berst í bökkum, er farið að trúa og endurtaka þessar innstæðulausu fullyrðingar stjórnmála- og ráðamanna. Í heitu pottunum heyrir maður á tal ungmenna sem telja að ekki sé fært að taka við fleiri flóttamönnum, þar sem þeir séu stórhættulegir; „komnir hingað til að drepa okkur“! Þarna var vísað í tiltekið þjóðerni flóttamanna (sem einmitt stjórnmálamenn hafa málað sem stórhættulega). Ef maður slysast til að hlusta á Útvarp Sögu, þá má gjarnan heyra í spjalli við hlustendur, áhyggjur þeirra um að pabbi hafi ekki fengið vinnu af því að útlendingurinn var tilbúinn að vinna fyrir lægri laun. Þáttastýran tekur undir og segir „woke-isma“ og innflytjendur vera að kafkeyra skólakerfið. Umræðan hverfist endurtekið um það að vanrækslu grunnstoða samfélagsins megi rekja til innflytjenda, og þá sérstaklega hælisleitenda. Um 95% innflytjenda á Íslandi dveljast á grundvelli heimildar til frjálsrar fara innan EES. Flóttamenn og hælisleitendur eru aðeins smá brot af heildarfjölda innflytjenda, en sitja ávallt uppi með skömmina. Kornið sem fyllti mælinn? Sú ábyrgð hvílir á okkur, sem gagnrýninna borgara, að spyrja málefnalegra spurninga og krefjast málefnalegra svara. Samfélagið á Íslandi er vissulega að breytast og samsetning þess líka. Það að kenna einum hópi fólks um allt sem miður fer, leiðir á endanum til aukinnar skautunar á milli hópa og alls þess vanda sem slíku fylgir og sagan hefur kennt okkur. Því miður vilja ákveðnar gerðir stjórnmálamanna nýta sér þetta andrúmsloft, á meðan þeir telja það sér og sínum til framdráttar og skeyta þá engu um víðtækari áhrif orða þeirra. Orðræða sem hefur neikvæð áhrif á þúsundir Íslendinga og þúsundir heiðarlegs fólks sem hér er búsett og ber með sér að eiga erlendan bakgrunn. Fjöldi fólks úr nærumhverfi míni hafa fundið það beint á eigin skinni, hvaða áhrif þessi orðræða hefur þegar út í samfélagið er komið. En formönnunum er sama, þeir vilja völdin fyrst. Höfundur er eigandi Inclusive Iceland.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun