Innlent

Sam­fylkingin og Flokkur fólksins bæta mestu við sig

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ánægjan leyndi sér ekki hjá Samfylkingunni þegar fyrstu tölur bárust úr Norðausturkjördæmi.
Ánægjan leyndi sér ekki hjá Samfylkingunni þegar fyrstu tölur bárust úr Norðausturkjördæmi. vísir/anton brink

Samfylkingin mælist með 23 prósent atkvæði samkvæmt fyrstu tölum kvöldsins sem komu úr Norðausturkjördæmi. Flokkur fólksins er næststærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi og fengi 19,7 prósent. 

Samkvæmt 2000 fyrstu atkvæðum sem bárust úr Norðausturkjördæmi mælist Samfylking stærst með 23,1 prósent og rúmlega tvöfaldar fylgið, úr 10,5 prósentum. Flokkurinn nær þremur mönnum inn samkvæmt tölunum.  Næststærstur er Sjálfstæðisflokkur með 16,2 prósent og tapar 2 prósentustigum. Flokkurinn næði tveimur mönnum inn. Flokkur fólksins fær 14,8 prósent og Miðflokkur 14 prósent og bætir við sig 5 prósentustigum. 

Framsókn tapar gríðarmiklu fylgi og fer úr rúmlega 25 prósentum í 13,2 prósent. Viðreisn fengi 8,8 prósent og nær manni inn. 

VG, Píratar og Sósíalistaflokkur ná ekki manni inn í norðvesturkjördæmi samkvæmt þessum fyrstu tölum. Sama á við um Lýðræðisflokkinn. 

Þingmenn sem ná inn í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu atkvæðum: 

  • Ingibjörg Isaksen, Framsóknarflokkurinn
  • Ingvar Þóroddsson ,Viðreisn
  • Jens Garðar Helgason, Sjálfstæðisflokkurin
  • Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkurinn
  • Sigurjón Þórðarson, Flokki fólksins
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Miðflokkurinn
  • Þorgrímur Sigmundsson, Miðflokkurinn
  • Logi Einarsson, Samfylkingin
  • Eydís Ásbjörnsdóttir, Samfylkingin
  • Sæunn Gísladóttir, Samfylkingin

Flokkur fólksins næststærstur í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkur er stærstur í Suðurkjördæmi líkt og fyrir þremur árum, með 22,5 prósent. Flokkur fólksins er næststærstur með 19,7 prósent sem eru stórtíðindi. Samfylkingin rúmlega tvöfaldar fylgi sitt á meðan Framsókn og Vinstri græn tapa gríðarmiklu fylgi. Framsókn mælist með 11,3 prósent og fer úr 23,9 prósent. VG fer úr 7,4 og mælist nú með 0,9 prósent í Suðurkjördæmi. 

Þingmenn sem ná inn í Suðurkjördæmi, samkvæmt 9442 fyrstu atkvæðum:

  • Halla Hrund Logadóttir, Framsókn
  • Guðbrandur Einarsson, Viðreisn
  • Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki
  • Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins
  • Sigurður Helgi Pálmason, Flokki fólksins
  • Elín Íris Fanndal Jónasdóttir, Flokki fólksins
  • Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki
  • Víðir Reynisson, Samfylkingin
  • Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Samfylkingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×