Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:30 Mikaela Shiffrin er sigursælasti skíðamaður sögunnar í heimsbikarnum en hún hefur unnið 99 mót á ferlinum. Getty/Alexander Hassenstein Bandariska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin datt illa í heimsbikarnum í gær og endaði daginn upp á sjúkrahúsi. Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024 Skíðaíþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Hún var í forystu í risasvigi eftir fyrstu ferð og var með marklínuna í sjónmáli í seinni ferðinni þegar hún missti stjórnina, endastakkst og endaði út í öryggisgrindverki. Shiffrin hélt kyrru fyrir í nokkurn tíma á meðan var hugað að henni. Hún var síðan tekin í burtu á sjúkrasleða og veifaði þá til áhorfenda. Shiffrin fór síðan á sjúkrahús. Mikaela Shiffrin's hope of recording her 100th World Cup win is ended by an unexpected fall 💔We send our best wishes and hope Mikaela is okay 🫶 pic.twitter.com/Oj3gFTZEPb— Eurosport (@eurosport) November 30, 2024 Þetta hefði verið sögulegur sigur því Shiffrin var með hundraðasta heimsbikarsigurinn sinn í augsýn. Engin skíðakarl eða -kona hafa unnið fleiri heimsbikarmót og hún gæti því orðið fyrstu skíðamaðurinn til að vinna hundrað mót í heimsbikarnum á skíðum. Ólympíumeistarinn Sara Hector tryggði sér sigur í keppninni í gær en hugur hennar var hjá Shiffrin eftir keppni. „Þetta er auðvitað svo sorglegt að sjá Mikaelu lenda í þessum árekstri þegar hún að skíða svo vel. Það var sárt fyrir mig að sjá sem og fyrir alla hér, sagði Sara Hector. Shiffrin sendi áhyggjufullum aðdáendum skilaboð frá sjúkrabeðinu þar sem hún sagði að allt liti ágætlega út. „Það er ekki mikil ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Ég get ekki hreyft mig af því að ég er með frekar stórt mar á hliðinni. Það var eitthvað sem stakk mig. Mér þykir leitt að hafa hrætt ykkur öll,“ sagði Shiffrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Quick update. Thank you for your cheers and support. Wishing the best of luck to my teammates tomorrow!! I’ll be cheering from the sidelines on this one.🙏❤️ pic.twitter.com/5siYwSFxMT— Mikaela Shiffrin ⛷️ (@MikaelaShiffrin) November 30, 2024
Skíðaíþróttir Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira