Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Aron Guðmundsson skrifar 2. desember 2024 11:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola hafa starfað lengi saman hjá Manchester City. Kannski of lengi? Vísir/Getty Sparkspekingarnir og fyrrverandi leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni, Gary Neville og Jamie Carragher, telja eitthvað miður gott í gangi milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og eins besta leikmann liðsins undanfarin ár Kevin De Bruyne. Sá síðarnefndi spilaði afar lítið í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Leik sem var sjötti tapleikur City í síðustu sjö leikjum. Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Svo fór að Liverpool fór með 2-0 sigur af hólmi þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í gær og voru það mörk frá Cody Gakpo og Mohamed Salah sem skildu liðin að. Úrslit sem sjá til þess að martraðargengi Manchester City heldur áfram. Liðið er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar að þrettán umferðir hafa verið leiknar og ellefu stigum á eftir Liverpool sem vermir toppsætið. Margir ráku upp stór augu þegar að byrjunarliðin fyrir stórleikinn voru gefin út í gær og sjá mátti nafn Kevin De Bruyne á meðal varamanna Manchester City. Þeir Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á vegum Sky Sports í kringum ensku úrvalsdeildarinnar, telja einhverja spennu vera á milli Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City og De Bruyne sem kom aðeins inn á á 78.mínútu eftir að Manchester City hafði lent 2-0 undir. „Það eru nokkrir áhugaverðir hlutir við þetta,“ sagði Neville um Manchester City í hlaðvarpi sínu. „Þetta með De Bruyne er óvenjulegt, undarlegt og skrítið. Hvers vegna er ábyggilega einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin áratug ekki úti á vellinum? Við vitum að hann hefur verið að glíma við meiðsli en hvers vegna er hann ekki þarna? Hann er leiðtogi, er með ákveðið vald, sjálfstraust og framúrskarandi hæfileika. Það er eitthvað í gangi inn í búningsklefanum.“ Það sé eitthvað að sjóða undir yfirborðinu. „En Guardiola er samt með fullkomna stjórn á félaginu. Hann er nýbúinn að framlengja samning sinn og er bara að bíða eftir félagsskiptagluggunum í janúar og næsta sumar. Hann hefur búið til tvö framúrskarandi lið á tíma sínum hjá City og verður nú að reyna búa til það þriðja.“ Jamie Carragher, kollegi Gary Neville hjá Sky Sports er sammála honum um að eitthvað skrítið sé að eiga sér stað á milli De Bruyne og Guardiola. „Ég ætla mér ekki að skapa einhver frekari vandræði fyrir Manchester City en það er eitthvað ekki allt í lagi á milli þessara tveggja. Það er sorglegt því við erum að tala um einn besta knattspyrnustjórann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og en besta leikmann deildarinnar. Samningur De Bruyne rennur út næsta sumar og ég veit að hann hefur verið að glíma við sinn skerf að meiðslum en það er eitthvað að ef hann er ekki í liðinu heill heilsu.“ De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið á mála hjá Manchester City frá því árið 2015. Hann hefur sex sinnum orðið Englandsmeistari með félaginu, unnið Meistaradeild Evrópu einu sinni og hampað enska bikarmeistaratitlinum tvisvar sinnum. Þá eru ótaldir fimm titlar fyrir sigur í enska deildarbikarnum sem og heimsmeistaratitil félagsliða. Alls hefur De Bruyne spilað 393 leiki fyrir Manchester City, skorað í þeim 103 mörk og gefið 170 stoðsendingar.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira