Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 2. desember 2024 10:02 Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Síðastliðna helgi mættu um 80% okkar sem höfum rétt til á kjörstað og greiddum því fólki atkvæði sem við óskum eftir að ráða til vinnu næstu fjögur árin við það að móta og stýra samfélagi okkar í sátt við okkur. Kosningarétturinn er mikilvægur, dýrmætur og ekki sjálfsagður eins og við sjáum skýrt á voveiflegum tímum. Réttur sem getur haft talsverð áhrif á okkar daglega líf. Við höfum frelsi til að velja út frá okkar sannfæringu og trú. En hvað um önnur atkvæði sem við greiðum í lífinu, jafnvel alla daga? Við greiðum atkvæði alla daga Alla daga getum við kosið því á hverju augnabliki höfum við val. Líklega eru þau atkvæði og það sem við veljum þrátt fyrir allt okkar mikilvægustu atkvæði. Það val hefur mun meira um okkar daglegu tilveru að segja en stóra atkvæðið sem við greiðum í kosningum. Hvað kaus ég? Í morgun kaus ég með betri líkamlegri og andlegri heilsu með því að mæta í líkamsrækt og fara í sund og gufu á eftir. Nýlega kaus ég forvarnir með því að fara í brjóstaskimun. Um helgina kaus ég samveru með fjölskyldunni í bústað og börnin mín með því að dást að stúlkunni minni leika listir sínar á langþráðu fimleikamóti. Ég kaus með umhverfinu og fjárhagnum með því að velja það að endurnýta fallegan fimleikabol frá frænku hennar í stað þess að kaupa nýjan bol. Ég kaus einnig að mæta á kjörstað og nýta lýðræðislegan rétt minn til að kjósa fólkið sem ég treysti best núna. Mér þótti það val vandasamt því þrátt fyrir að stundum sé talað illa um stjórnmálin er algjör meirihluti þess fólks sem vinnur að og í stjórnmálum mikið hugsjónafólk sem virkilega vill bæta samfélag okkar með ólíkum hætti. Fólk sem leggur gríðarlega mikið á sig og færir miklar fórnir til þess. Takk fyrir það öll sem buðuð ykkur fram og starfið fyrir okkur hin. Kannski slæst ég einhvern tíma í för með ykkur á ný. Hvað kýst þú? Ég hvet þig til þess að íhuga hvað þú kýst alla daga og hvers vegna. Hvað skiptir þig mestu máli? Í hvað vilt þú verja tíma þínum? Hvað er það í þínu lífi sem þú getur breytt og hverju ekki og þarft að sættast við? Hversu líklegt er að það sem þú velur færi þig nær eða fjær því lífi sem þig langar að lifa? Ef þú ættir aðeins einn dag eftir, hvað myndir þú velja og með hverjum? Notaðu atkvæðisréttinn þinn til þín vel í dag og alla daga því það er uppspretta farsældar, velsældar og heilbrigðis. Því betur sem við veljum hvert og eitt því sterkari verður okkar heild. Atkvæði á aðventunni Aðventan er gengin í garð og hátíð ljóss og friðar handan við hornið. Munum að kjósa rétt næstu vikur fyrir okkur sjálf, samfélagið og veröldina. Munum að friður og öryggi eru ekki sjálfsögð og peningar kaupa ekki hamingju. Veljum að láta ekki hátíðarnar snúast upp í andhverfu sína. Veljum vel á hverju augnabliki, eins vel og við getum. Hlúum að okkur, heilsu okkar og verum breytingin sem við viljum sjá. Gleðilega aðventu. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði og fyrrverandi varaþingmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun