Þau Gísli og Írena mættu meðal annars saman á kjörstað í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardagskvöld ásamt dóttur þeirra. Gísli Pálmi hefur einnig skrifað fallegar athugasemdir við myndir sem Írena deilir á Instagram.
Með annan fótinn í Lundúnum
Á allra síðustu árum hefur Gísli verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis. Gísli Pálmi sló í gegn með einni vinsælustu plötu íslensks rapps árið 2015.
Síðan hefur rapparinn gefið út eitt og eitt lag en látið vera að fylgja plötunni eftir. Staða hans sem rappara númer eitt stendur þó óhögguð í huga margra, þrátt fyrir takmarkaða útgáfustarfsemi.