Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 2. desember 2024 15:02 Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á kosningavöku þá sendi ég Ingu Sæland að hún væri að fara í ríkisstjórn. Ég sá Ingu Sæland og Flokk fólksins í ríkisstjórn fyrir kosningar. Og ef ekki núna kæru þingkonur og sigurvegarar: Hvenær þá? Grípið þetta gullsins tækifæri og gerið Ísland frábært aftur! Þið hafið núna í höndunum í sameiningu máttinn til að gera stórkostlega hluti fyrir Ísland og það verður ekki gert með gömlu flokkunum. Enda eru skilaboð þjóðarinnar mjög skýr. Við viljum ykkur! Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins er eina rétta útkoman fyrir stjórnarmyndun og það sem þjóðin er að biðja um. Ef það yrði einhver önnur stjórnarmyndun þá eru þessir flokkar í raun að svíkja þjóðina og ekki standa við loforð sín í kosningabaráttunni með þeim gildum og viðhorfum sem þessir flokkar segjast hafa. Og fólk mun muna það eftir fjögur ár og þessir flokkar fá þá skellinn í þeim kosningum eins og Vinstri grænir núna og við fáum aftur lélega hægri stjórn og mjög grátt Ísland. Það er komin tími til að kveðja fortíðina, horfa til framtíðar og gera Ísland aftur að því velferðarríki sem það var og byrja að þrífa, taka til og endurbyggja. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Tími kvenna er komin í stjórnmálum og Íslendingar hafa mikla trú á ykkur. Við erum með konu sem forseta og þjóðin hefur talað og sagt okkur hvernig hún vill að alþingi sé næstu fjögur árin. Við erum með þrjá stórkostlega formenn þessa mögnuðu flokka: Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland formann Fólk fólksins. Þetta eru allar þrjár magnaðar konur með sterkan vilja og sterka réttlætiskennd til að gera Ísland gott aftur og laga það sem laga þarf í þjóðfélaginu. Ég trúi svo sterkt að þessar frábæru konur geti í sameiningu eftir viðræður sín á milli farið í ríkisstjórn með sína flokka og ágætu þingmenn og gert Ísland aftur að velferðarríki og lagað heilbrigðiskerfið, húsnæðismálin, verðbólguna, vextina, lagt meiri pening og úrræði til Sjúkrahússins Vogs og með því bjargað mörgum mannslífum svo bara fátt sé nefnt. Fólkið hefur talað og þetta er það sem meirihluti Íslendinga er að biðja um eins og sést greinilega mjög skýrt. Samfylkinguna, Viðreisn og Flokk fólksins saman í eina stjórn. Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin hefur pálmann í höndunum og gríðarlegur sigur hjá Flokki fólksins og Viðreisn. Þetta er hreint með ólíkindum og þessar kosningar verða skrifaðar í stein sem upphafið af Íslandi sem einu besta landi aftur í heiminum! Til hamingju Ísland! Og til hamingju Íslendingar með nýja og betri tíma! Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á kosningavöku þá sendi ég Ingu Sæland að hún væri að fara í ríkisstjórn. Ég sá Ingu Sæland og Flokk fólksins í ríkisstjórn fyrir kosningar. Og ef ekki núna kæru þingkonur og sigurvegarar: Hvenær þá? Grípið þetta gullsins tækifæri og gerið Ísland frábært aftur! Þið hafið núna í höndunum í sameiningu máttinn til að gera stórkostlega hluti fyrir Ísland og það verður ekki gert með gömlu flokkunum. Enda eru skilaboð þjóðarinnar mjög skýr. Við viljum ykkur! Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins er eina rétta útkoman fyrir stjórnarmyndun og það sem þjóðin er að biðja um. Ef það yrði einhver önnur stjórnarmyndun þá eru þessir flokkar í raun að svíkja þjóðina og ekki standa við loforð sín í kosningabaráttunni með þeim gildum og viðhorfum sem þessir flokkar segjast hafa. Og fólk mun muna það eftir fjögur ár og þessir flokkar fá þá skellinn í þeim kosningum eins og Vinstri grænir núna og við fáum aftur lélega hægri stjórn og mjög grátt Ísland. Það er komin tími til að kveðja fortíðina, horfa til framtíðar og gera Ísland aftur að því velferðarríki sem það var og byrja að þrífa, taka til og endurbyggja. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Tími kvenna er komin í stjórnmálum og Íslendingar hafa mikla trú á ykkur. Við erum með konu sem forseta og þjóðin hefur talað og sagt okkur hvernig hún vill að alþingi sé næstu fjögur árin. Við erum með þrjá stórkostlega formenn þessa mögnuðu flokka: Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland formann Fólk fólksins. Þetta eru allar þrjár magnaðar konur með sterkan vilja og sterka réttlætiskennd til að gera Ísland gott aftur og laga það sem laga þarf í þjóðfélaginu. Ég trúi svo sterkt að þessar frábæru konur geti í sameiningu eftir viðræður sín á milli farið í ríkisstjórn með sína flokka og ágætu þingmenn og gert Ísland aftur að velferðarríki og lagað heilbrigðiskerfið, húsnæðismálin, verðbólguna, vextina, lagt meiri pening og úrræði til Sjúkrahússins Vogs og með því bjargað mörgum mannslífum svo bara fátt sé nefnt. Fólkið hefur talað og þetta er það sem meirihluti Íslendinga er að biðja um eins og sést greinilega mjög skýrt. Samfylkinguna, Viðreisn og Flokk fólksins saman í eina stjórn. Kristrún Frostadóttir og Samfylkingin hefur pálmann í höndunum og gríðarlegur sigur hjá Flokki fólksins og Viðreisn. Þetta er hreint með ólíkindum og þessar kosningar verða skrifaðar í stein sem upphafið af Íslandi sem einu besta landi aftur í heiminum! Til hamingju Ísland! Og til hamingju Íslendingar með nýja og betri tíma! Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar