Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. desember 2024 16:12 Freja hafði lengi látið sig dreyma um ferðalagið um Asíu. Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar. Þetta kemur fram í umfjöllun danska ríkisútvarpsins þar sem kemur fram að foreldrar hennar hafi sjálf sett sig í samband við útvarpið til þess að segja sögu dóttur sinnar. Freja var á bakpokaferðalagi ásamt vinkonu sinni í Laos þegar þær innbyrtu áfengi sem meðal annars var gert úr tréspíra. Sex létust vegna þessa og hafa yfirvöld í Laos brugðist við með því að handtaka eiganda gistiheimilis sem þær gistu á og banna sölu Tiger vodka og viskís. View this post on Instagram A post shared by Rikke Vennervald Sørensen (@rikkeven) Dauði Freju megi ekki vera til einskis „Við fáum Freju ekki aftur. En ég get ekki hætt að hugsa um allt þetta unga fólk sem fer á ferðalag um heiminn sem þarf að vita af þessari hættu. Þetta skiptir mig svo miklu máli, að þetta verði ekki til neins,“ segir Karsten Sørensen faðir Freju við DR. Hann lýsir því að hann hafi farið til Laos að ná í jarðneskar leifar dóttur sinnar. Þar hafi hann hitt þó nokkra unga bakpokaferðalanga í nákvæmlega sömu sporum og dóttir hans fyrir einungis örfáum vikum. Enginn þeirra hafi heyrt af hættunni sem felst í tréspíra og segir Karsten að það hafi tekið á hann. Karsten lýsir því að dóttir hans hafi haldið af stað með æskuvinkonu sinni í ferðalagið í ágúst. Þær hafi skipulagt ferðalagið í þaula og ætlað að heimsækja lönd líkt og Kambódíu, Víetnam, Laos og Tæland. Mamma hennar Rikke Vennervald Sørensen segir hana hafa talað um ferðalagið í mörg ár en Freja varð stúdent í fyrra. Heyrðu ekki í dóttur sinni í nokkra daga „Í raun vitum við enn ekki hvað gerðist þennan dag. Við vitum ekki hvort þetta hafi gerst á bar eða á hostelinu þeirra eða annars staðar,“ segir Karsten. Fram hefur komið í erlendum miðlum að stúlkurnar hafi látist miðvikudaginn 13. nóvember þegar þær völdu á Nana Backpackers Hostel. Þau Karsten og Rikke heyrðu ekki af afdrifum dóttur sinnar fyrr en laugardaginn 16. nóvember. „Við höfðum ekki heyrt í henni í nokkra daga. Við vissum að sambandið væri lélegt þar sem þær voru, þannig okkur grunaði ekkert,“ segir Karsten. Móðir hennar Rikke segir þau hafa farið að gruna að eitthvað hafi verið að þegar hún svaraði engum skilaboðum á hópspjalli fjölskyldunnar á Snapchat. Vinur stúlknanna hafi átt að hitta þær á laugardegi og hafi haft samband við þau Karsten og Rikke þegar hann fann hvorki tangur né tetur af vinkonum sínum. Þau hafi þá sjálf haft samband við danska utanríkisráðuneytið sem hafi farið að kanna málið. Um kvöldið hafi tveir lögreglumenn bankað upp á hjá þeim til að segja þeim að dóttir þeirra væri látin. Þau furða sig á því að þau hafi ekkert frétt í þrjá daga. „Við getum ekki annað en hugsað um það hvað það hefði tekið langan tíma ef við hefðum ekki látið vita sjálf. Hefðu þarlend yfirvöld bara sleppt því?“ spyr móðir Freju. Hún segir það hluta af því hvers vegna þau tjá sig opinberlega um andlátið. „Það er ekki hægt að búast við sömu aðstoð í öðrum löndum eins og í Danmörku.“ Hafa uppfært leiðbeiningar til ferðamanna Foreldrunum þykir lítið til viðbragða yfirvalda í Laos koma. Þau hafi ekkert brugðist við málinu né tjáð sig um það fyrr en andlátin hafi fengið alþjóðlega athygli. Í svörum frá sendiráði Laos í Danmörku til danska ríkisútvarpsins vegna málsins segir að yfirvöld þar bíði niðurstaðna á rannsókninni vegna andlátanna. Þá hafa dönsk yfirvöld uppfært leiðbeiningar sínar til ungra ferðamanna. Þar eru ferðamenn nú sérstaklega beðnir um að gæta varúðar þegar þeir drekki kokteila eða aðra drykki með sterku áfengi í. Þau Karsten og Ritte eru ánægð að leiðbeiningarnar hafa verið uppfærðar en harma að það hafi verið gert svo seint, þau hafi sem dæmi ekki haft hugmynd um þessa ógn fyrr en dóttir þeirra lést. „Ef stelpurnar hefðu vitað af þessu þá gætu þær mögulega hafa sótt sér læknisaðstoð fyrr. Kannski héldu þær bara að þær væru veikar eftir áfengisdrykkju,“ segir Rikke. Karsten segir þau ekki geta vitað hvort það hefði breytt einhverju en augljóst sé að fleiri þurfi að vita af þessari hættu. „Þetta snýst ekki um að segja að ungt fólk ætti að hætta að ferðast, en það þarf að vera meðvitað um þessa hættu. Ekki drekka frí skot og hugsaðu um það hvað er verið að bjóða þér. Það er einfalt að segja að stelpurnar hafi bara verið vitlausar eða barnalegar. En þær voru það ekki. Ég held að stelpurnar hafi farið varlega og þær höfðu ferðast um í tvo og hálfan mánuð án þess að nokkuð kæmi upp á.“ Foreldrar Freju segja síðustu daga og vikur hafa verið martraðarkennda. Rikke segir erfiðast að hafa vitað að dóttir hennar hafi gengið í gegnum þetta ein. „Og að hafa ekki getað verndað hana. Hún átti allt lífið framundan og hún var svo hamingjusöm ung kona.“ Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun danska ríkisútvarpsins þar sem kemur fram að foreldrar hennar hafi sjálf sett sig í samband við útvarpið til þess að segja sögu dóttur sinnar. Freja var á bakpokaferðalagi ásamt vinkonu sinni í Laos þegar þær innbyrtu áfengi sem meðal annars var gert úr tréspíra. Sex létust vegna þessa og hafa yfirvöld í Laos brugðist við með því að handtaka eiganda gistiheimilis sem þær gistu á og banna sölu Tiger vodka og viskís. View this post on Instagram A post shared by Rikke Vennervald Sørensen (@rikkeven) Dauði Freju megi ekki vera til einskis „Við fáum Freju ekki aftur. En ég get ekki hætt að hugsa um allt þetta unga fólk sem fer á ferðalag um heiminn sem þarf að vita af þessari hættu. Þetta skiptir mig svo miklu máli, að þetta verði ekki til neins,“ segir Karsten Sørensen faðir Freju við DR. Hann lýsir því að hann hafi farið til Laos að ná í jarðneskar leifar dóttur sinnar. Þar hafi hann hitt þó nokkra unga bakpokaferðalanga í nákvæmlega sömu sporum og dóttir hans fyrir einungis örfáum vikum. Enginn þeirra hafi heyrt af hættunni sem felst í tréspíra og segir Karsten að það hafi tekið á hann. Karsten lýsir því að dóttir hans hafi haldið af stað með æskuvinkonu sinni í ferðalagið í ágúst. Þær hafi skipulagt ferðalagið í þaula og ætlað að heimsækja lönd líkt og Kambódíu, Víetnam, Laos og Tæland. Mamma hennar Rikke Vennervald Sørensen segir hana hafa talað um ferðalagið í mörg ár en Freja varð stúdent í fyrra. Heyrðu ekki í dóttur sinni í nokkra daga „Í raun vitum við enn ekki hvað gerðist þennan dag. Við vitum ekki hvort þetta hafi gerst á bar eða á hostelinu þeirra eða annars staðar,“ segir Karsten. Fram hefur komið í erlendum miðlum að stúlkurnar hafi látist miðvikudaginn 13. nóvember þegar þær völdu á Nana Backpackers Hostel. Þau Karsten og Rikke heyrðu ekki af afdrifum dóttur sinnar fyrr en laugardaginn 16. nóvember. „Við höfðum ekki heyrt í henni í nokkra daga. Við vissum að sambandið væri lélegt þar sem þær voru, þannig okkur grunaði ekkert,“ segir Karsten. Móðir hennar Rikke segir þau hafa farið að gruna að eitthvað hafi verið að þegar hún svaraði engum skilaboðum á hópspjalli fjölskyldunnar á Snapchat. Vinur stúlknanna hafi átt að hitta þær á laugardegi og hafi haft samband við þau Karsten og Rikke þegar hann fann hvorki tangur né tetur af vinkonum sínum. Þau hafi þá sjálf haft samband við danska utanríkisráðuneytið sem hafi farið að kanna málið. Um kvöldið hafi tveir lögreglumenn bankað upp á hjá þeim til að segja þeim að dóttir þeirra væri látin. Þau furða sig á því að þau hafi ekkert frétt í þrjá daga. „Við getum ekki annað en hugsað um það hvað það hefði tekið langan tíma ef við hefðum ekki látið vita sjálf. Hefðu þarlend yfirvöld bara sleppt því?“ spyr móðir Freju. Hún segir það hluta af því hvers vegna þau tjá sig opinberlega um andlátið. „Það er ekki hægt að búast við sömu aðstoð í öðrum löndum eins og í Danmörku.“ Hafa uppfært leiðbeiningar til ferðamanna Foreldrunum þykir lítið til viðbragða yfirvalda í Laos koma. Þau hafi ekkert brugðist við málinu né tjáð sig um það fyrr en andlátin hafi fengið alþjóðlega athygli. Í svörum frá sendiráði Laos í Danmörku til danska ríkisútvarpsins vegna málsins segir að yfirvöld þar bíði niðurstaðna á rannsókninni vegna andlátanna. Þá hafa dönsk yfirvöld uppfært leiðbeiningar sínar til ungra ferðamanna. Þar eru ferðamenn nú sérstaklega beðnir um að gæta varúðar þegar þeir drekki kokteila eða aðra drykki með sterku áfengi í. Þau Karsten og Ritte eru ánægð að leiðbeiningarnar hafa verið uppfærðar en harma að það hafi verið gert svo seint, þau hafi sem dæmi ekki haft hugmynd um þessa ógn fyrr en dóttir þeirra lést. „Ef stelpurnar hefðu vitað af þessu þá gætu þær mögulega hafa sótt sér læknisaðstoð fyrr. Kannski héldu þær bara að þær væru veikar eftir áfengisdrykkju,“ segir Rikke. Karsten segir þau ekki geta vitað hvort það hefði breytt einhverju en augljóst sé að fleiri þurfi að vita af þessari hættu. „Þetta snýst ekki um að segja að ungt fólk ætti að hætta að ferðast, en það þarf að vera meðvitað um þessa hættu. Ekki drekka frí skot og hugsaðu um það hvað er verið að bjóða þér. Það er einfalt að segja að stelpurnar hafi bara verið vitlausar eða barnalegar. En þær voru það ekki. Ég held að stelpurnar hafi farið varlega og þær höfðu ferðast um í tvo og hálfan mánuð án þess að nokkuð kæmi upp á.“ Foreldrar Freju segja síðustu daga og vikur hafa verið martraðarkennda. Rikke segir erfiðast að hafa vitað að dóttir hennar hafi gengið í gegnum þetta ein. „Og að hafa ekki getað verndað hana. Hún átti allt lífið framundan og hún var svo hamingjusöm ung kona.“
Danmörk Laos Erlend sakamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira