Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 09:01 Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corrinu. vísir/getty Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg. Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira