Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 09:01 Michael Schumacher ásamt eiginkonu sinni, Corrinu. vísir/getty Damon Hill segir fjárkúgun fyrrverandi lífvarðar Michaels Schumacher ógeðslega og spyr hvort fjölskylda hans hafi ekki þjáðst nóg. Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þýska lögreglan er með Markus Fritsche, fyrrverandi lífvörð Schumachers, og tvo aðra til rannsóknar eftir að þeir reyndu að kúga fé út úr fjölskyldu ökuþórsins fyrrverandi. Fritsche stal 1.500 skrám sem höfðu að geyma viðkvæmar upplýsingar um ástand Schumachers sem hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í skíðaslysi í ölpunum fyrir ellefu árum. Fritsche og vitorðsmenn hans kröfðu Corrinu, eiginkonu Schumachers, um tólf milljónir punda, annars myndu þeir birta skrárnar opinberlega. Hill, sem háði harða keppni við Schumacher í Formúlu 1 á 10. áratug síðustu aldar, var orða vant þegar hann heyrði af fjárkúguninni sem Fritsche skipulagði. „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk? Jesús. Algjörlega ógeðslegt. Lægra er ekki hægt að leggjast,“ skrifaði Hill á X. Is the Schumacher's family tragedy not enough for some people? Jesus. Utterly disgusting. The lowest of the low. #f1 #keepfightingmichaelhttps://t.co/k5OEJ9CCLo— Damon Hill (@HillF1) December 2, 2024 Fritsche vann fyrir Schumacher-fjölskylduna í átta ár en var rekinn fyrr á þessu ári. Hann var ekki sáttur við það og ákvað því að reyna að kúga fé út úr fjölskyldunni. Fritsche var handtekinn í byrjun júlí og í kjölfarið voru vitorðsmenn hans einnig hnepptir í varðhald. Hill og Schumacher var vel til vina utan brautarinnar en svarnir óvinir þegar þeir voru komnir undir stýri. Hill keppti í Formúlu 1 á árunum 1992-99. Hann varð meistari með Williams 1996 og vann alls 22 keppnir á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher varð sjö sinnum heimsmeistari, tvisvar sinnum með Benetton og fimm sinnum með Ferrari.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira