Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2024 10:30 Leighton Bennett verður orðinn 27 ára þegar hann má aftur keppa í pílukasti. getty/Simon Cooper Leighton Bennett þótti eitt mesta efnið í pílukastinu. Hann má hins vegar spila aftur fyrr en 2032 því hann hefur verið dæmdur í átta ára bann fyrir að hagræða úrslitum. Bennett gerðist brotlegur í tíu liðum en hann hjálpaði til við að hagræða úrslitum í fjórum leikjum. Hann veitti meðal annars innherjaupplýsingar, aðstoðaði ekki við rannsókn málsins og samdi við óskráðan umboðsmann. Bannið sem Bennett var dæmdur í rennur út í ágúst 2032 en þá verður hann orðinn 27 ára. Annar pílukastari, Billy Warriner, var einnig fundinn sekur í málinu og fékk enn þyngri refsingu en Bennett. Hann var dæmdur í tíu ára bann. Leikirnir sem um ræðir voru á Modus Super Series á síðasta ári. Grunur um að Bennett hefði haft rangt við vaknaði meðal annars vegna mjög undarlegra kasta hjá honum þegar hann var í góðri stöðu. Sum köstin voru svo skrítin að það var eins og hann hefði viljandi misst marks. Yeah, he’s guilty 😂 https://t.co/r8AVUct90n pic.twitter.com/Ypcwifly3y— Josh (@joshpearson180) August 13, 2024 Sem fyrr sagði voru miklar væntingar gerðar til Bennetts en þeir Luke Littler áttu að vera andlit næstu kynslóðar í pílukastinu. Bennett vann meðal annars HM ungmenna hjá BDO samtökunum þegar hann var aðeins þrettán ára, yngstur allra í sögu mótsins. Í ár öðlaðist hann svo þátttökurétt á PDC mótaröðinni. Auk þess að vera dæmdur í átta ára bann þarf Bennett að greiða 8.100 pund í sekt, eða tæplega eina og hálfa milljón króna. Bennett og Warriner hafa frest til 14. desember til að áfrýja úrskurðinum. Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Bennett gerðist brotlegur í tíu liðum en hann hjálpaði til við að hagræða úrslitum í fjórum leikjum. Hann veitti meðal annars innherjaupplýsingar, aðstoðaði ekki við rannsókn málsins og samdi við óskráðan umboðsmann. Bannið sem Bennett var dæmdur í rennur út í ágúst 2032 en þá verður hann orðinn 27 ára. Annar pílukastari, Billy Warriner, var einnig fundinn sekur í málinu og fékk enn þyngri refsingu en Bennett. Hann var dæmdur í tíu ára bann. Leikirnir sem um ræðir voru á Modus Super Series á síðasta ári. Grunur um að Bennett hefði haft rangt við vaknaði meðal annars vegna mjög undarlegra kasta hjá honum þegar hann var í góðri stöðu. Sum köstin voru svo skrítin að það var eins og hann hefði viljandi misst marks. Yeah, he’s guilty 😂 https://t.co/r8AVUct90n pic.twitter.com/Ypcwifly3y— Josh (@joshpearson180) August 13, 2024 Sem fyrr sagði voru miklar væntingar gerðar til Bennetts en þeir Luke Littler áttu að vera andlit næstu kynslóðar í pílukastinu. Bennett vann meðal annars HM ungmenna hjá BDO samtökunum þegar hann var aðeins þrettán ára, yngstur allra í sögu mótsins. Í ár öðlaðist hann svo þátttökurétt á PDC mótaröðinni. Auk þess að vera dæmdur í átta ára bann þarf Bennett að greiða 8.100 pund í sekt, eða tæplega eina og hálfa milljón króna. Bennett og Warriner hafa frest til 14. desember til að áfrýja úrskurðinum.
Pílukast Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira