Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 17:02 Sergio Perez ræðir hér við liðsstjóra Red Bull Racing liðsins, Christian Horner, í Katar um síðastliðna helgi. Vísir/Getty Það bendir allt til þess að dagar Mexíkóans Sergio Perez hjá Red Bull racing verði taldir eftir lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi um komandi helgi. Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað. Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Perex hefur engan vegin náð sér á strik á góðum bíl Red Bull Racing og finnur sig í 8.sæti í stigakeppni ökuþóra með aðeins 152 stig. Þar er hann á eftir liðsfélaga sínum Max Verstappen sem hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn sem og ökuþórum McLaren, Ferrari og Mercedes. Red Bull Racing á ekki lengur möguleika á því að verja heimsmeistaratitil sinn í flokki bílasmiða og er auðvelt að benda á þau fáu stig sem Perez hefur skilað inn sem orsakavald en Verstappen hefur tryggt sér og Red Bull Racing 429 stig. Nú bendir allt til þess að Red Bull Racing muni gera breytingar og eru taldar yfirgnæfandi líkur á því að Perez verði látinn fara eftir tímabilið. Ummæli liðsstjórans Christian Horner nú í aðdraganda síðustu keppnishelgarinnar hefur ekki dregið úr þeim líkum. „Staðan sem við erum í er álíka sársaukafull fyrir hann og okkur,“ sagði Horner í samtali við Viaplay. „Við veitum honum allan þann stuðning sem að þarf þar til að kemur að köflótta flagginu í Abu Dhabi. Perez nýtur þess ekki að vera í þeirri stöðu að slúðrað sé um framtíð hans í hverri viku. Hann er hins vegar nógu gamall og reyndur til þess að átta sig á stöðunni. Sjáum hvar við verðum eftir Abu Dhabi.“ Í tengslum við mögulegt brotthvarf Perez er því haldið fram að annar hvor ökuþóra systurliðs Red Bull Racing, RB liðsins, muni fylla upp í sæti Perez. Það yrðu þá annað hvort Yuki Tsunoda eða Liam Lawson sem myndu fá það sæti nema að einhverjar óvæntar vendingar myndu eiga sér stað.
Akstursíþróttir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira