Erlent

Ó­vissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fólk hefur reynt að brjótast inn í þinghúsið í Seúl.
Fólk hefur reynt að brjótast inn í þinghúsið í Seúl. Getty

Mikil ólga og pólitísk óvissa ríkir í Suður Kóreu eftir að forseti landsins Yoon Suk Yeol lýsti yfir neyðarlögum í dag. Síðan hefur suður kórseka þingið greitt atkvæði um að hindra lögin. Allir þingmenn sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna, 190 af 300 þingmönnum, kusu á þann veg.

Þó liggur ekki fyrir hvaða áhrif atkvæðagreiðslan muni hafa. Þetta segir CNN, en í frétt miðilsins er þó bent á forsetanum beri að fylgja ákvörðun þingsins samkvæmt suður kóreskum lögum.

Fjölmiðlar í Suður Kóreu hafa birt myndefni sem sýnir brotnar rúður á þjóðþingi landsins. Þá má sjá mótmælendur reyna að brjótast inn í þingið og hermenn reyna að koma í veg fyrir það.

Samkvæmt CNN hafa sumir hermenn sem voru við þinghúsið dregið sig í hlé og farið af vettvangi.

Yoon Suk Yeol sagðist hafa sett á neyðarlög til að verka landið gegn áhrifum kommúnista frá nágrannaríkinu Norður Kóreu.

Yeol tók við embætti forseta í maí fyrir tveimur árum. Hann mun hafa átt í erfiðleikum með að koma málum sínum í gegn þar sem flokkur hans hefur ekki haft meirihluta á þingi.

Til að mynda hefur annar flokkur stöðvað fjárlagafrumvarp hans. Þá hefur hann hafnað því að á hneykslismál sem tengjast eiginkonu hans og hátt settum embættismönnum verði rannsökuð af óháðum aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×