Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 4. desember 2024 07:02 Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýafstaðnar Alþingiskosningar hafa vakið umræður um mögulega myndun borgaralegrar ríkisstjórnar. Hvað merkir þetta hugtak? Hvað er átt við þegar talað er um borgaralega pólitík, ríkisstjórn og flokka. Þessi íhugun leitast við að skýra hugtökin „borgaraleg pólitík“, „borgaralegur stjórnmálaflokkur“ og „borgaraleg ríkisstjórn“ - setja þau í samhengi við íslensk stjórnmál og varpa ljósi á andstæða nálgun. Hér er stiklað á stóru. Ólíkar skoðanir eru um merkingu þessara hugtaka. Hugtakið getur tekið á sig ólíkar merkingar eftir samhengi en það er oft notað um flokka sem standa fyrir borgaralegum gildum í andstöðu við róttækni eða miðstýringu. Borgaraleg pólitík – grunnurinn að hugtakinu Hugtakið „borgaraleg“ á rætur sínar í evrópskri stjórnmála- og hugmyndasögu sem þróaðist á tímum Upplýsingarinnar og borgaralegra byltinga. Í upphafi vísaði það til réttinda borgaranna (frá orðinu bürger í þýsku eða bourgeois í frönsku) í andstöðu við vald konungsstjórna, einræðisherra eða herforingjastjórna, o.s.frv. Í dag er hugtakið notað í víðari skilningi til að lýsa stjórnmálum sem leggja áherslu á lýðræði og einstaklingsfrelsi þar sem almennir borgarar hafa áhrif á stjórn landsins í gegnum lýðræðislega kjörna fulltrúa. Einnig er lagt áhersla á takmarkað ríkisvald eða að ríkisvaldið hafi ákveðið hlutverk en án þess að hafa óþarfa afskipti af atvinnulífi eða einkalífi borgaranna; frjálst markaðshagkerfi með stuðningi við einkaframtak, eignarrétt og sjálfsábyrgð og jafnvægi milli frelsis og samfélagsábyrgðar þar sem ríkið styður grunnstoðir samfélagsins, svo sem menntun og heilbrigðisþjónustu, en treystir á frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja. Hvað er borgaralegur stjórnmálaflokkur? Borgaralegir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á blöndu af frjálshyggju, einstaklingsfrelsi og samfélagslegri ábyrgð. Þeir eru oft staðsettir á miðju eða hægri miðju á stjórnmálakvarðanum og hafa fylgi meðal “millistétta” og atvinnurekenda. Helstu einkenni borgaralegra flokka er eins og hefur komið fram, takmarkað ríkisvald, einkaframtak og markaðshagkerfi.Virðing fyrir réttindum borgaranna, jafnræði og lýðræðislegum reglum.Flokkarnir viðurkenna hlutverk ríkisins í því að tryggja velferðarkerfi en leggja áherslu á að það sé skilvirkt og hagkvæmt.Einstaklingar bera ábyrgð á eigin lífi og framtíð innan skynsamlegs regluverks. Borgaralegir stjórnmálaflokkar á Íslandi Íslenskir flokkar með borgaralega stefnu hafa verið mismunandi í sniðum og áherslum, en almennt má telja, í stafrófsröð, eftirfarandi flokka til þeirra: Borgaraflokkurinn (1987-1994) var skammlífur flokkur sem hafði borgaraleg gildi að leiðarljósi með áherslu á frjálshyggju og einkaframtak. Framsóknarflokkurinn hefur oft staðið í miðjunni með áherslu á jafnvægi milli einstaklingsfrelsis og félagslegra þátta. Þótt flokkurinn eigi rætur í dreifbýli, landbúnaði, og samvinnuhugsjón hefur hann oft hallast að borgaralegum áherslum í efnahagsmálum. Miðflokkurinn leggur áherslu á einstaklingsfrelsi, minni ríkisafskipti og sterka stöðu Íslands sem fullvalda ríkis. Sterk áhersla á hefðbundna íslenska menningu eða íslensku þjóðina sem gerir flokkinn sérstakan meðal borgaralegra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á einstaklingsfrelsi, einkaframtak og frjálst markaðshagkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi verið helsti fulltrúi borgaralegra sjónarmiða á Íslandi. Og Viðreisn er flokkur sem sameinar frjálslyndi og evrópska samvinnu með áherslu á réttindi einstaklinga og jafnrétti á markaði. Viðreisn hefur lýst sér sem nútímalegum borgaralegum flokki. Hvað er borgaraleg ríkisstjórn? Borgaraleg ríkisstjórn er þá samsteypa flokka sem byggja stefnu sína á borgaralegum gildum, með áherslu á lýðræði, frjálst markaðshagkerfi og samfélagslega ábyrgð. Slíkar ríkisstjórnir eru yfirleitt myndaðar af mið- og hægri flokkum sem deila þessum grundvallarviðhorfum. Það sem búast má við af borgaralegri ríkisstjórn er lækkun skatta, hagræðing í ríkisrekstri og aukin stuðningur við einkaframtak. Þótt ríkið sé dregið út úr óþarfa hlutverkum eða þeim hlutverkum þar sem borgararnir geta sinnt, styðja borgaralegar ríkisstjórnir jafnan við grunnþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum. Borgaralegar ríkisstjórnir leggja oft áherslu á stöðugleika og fyrirsjáanleika í stjórnsýslu og efnahagsmálum. Andstæða borgaralegrar pólitíkur: Vinstri eða mið-vinstri nálgun Andstæðan við borgaralega pólitík er oft kennd við félagslega pólitík sem leggur meiri áherslu á hlutverk ríkisins í að jafna kjör, vernda minnihlutahópa og tryggja félagslegt réttlæti. Við þurfum kannski ekki að ræða það sem augljóst ætti að vera en helstu einkenni vinstri eða félagslegrar pólitíkur er sterkara ríkisvald og að hlutverk ríkisins sé mun víðtækara með áherslu á jafna tekjudreifingu, háa skattheimtu og fjármögnun umfangsmikillar opinberrar þjónustu.Með beinum afskiptum af markaðnum er reynt að draga úr ójöfnuði í samfélaginu. Vinna eftir getu, laun eftir þörfum.Lögð er áhersla á jöfnun tækifæra og vernd veikari hópa oft með „öflugri” opinberri velferðarþjónustu. Hverjir standa fyrir félagslegri pólitík á Íslandi? Ætla má að Samfylkingin hafi breyst frá því sem áður var. Kannski stundar hún borgarlegri pólitík en áður þótt hún byggi stefnu sína á jafnaðarmennsku með áherslu á opinbera þjónustu og félagslegt „réttlæti“. Flokki fólksins má spyrða við lýðhyggjustefnu með áherslu á velferðarkerfi og vernd einstaklinga gegn ójöfnuði. Hinsvegar þykir staðsetning flokksins á hugmyndakvarðanum óljós. Valið á milli stefna Val á milli borgaralegrar og félagslegrar nálgunar endurspeglar oft grundvallarskoðanir kjósandans á því hvort frelsi hans sjálfs eða afskipti ríkisins séu betri leið til að byggja upp „réttlátt og velmegandi“ samfélag. Íslensk stjórnmál hafa lengi sveiflast milli þessara stefna en núverandi umræða um borgaralega ríkisstjórn sýnir sterka tilhneigingu til frelsis- og markaðsáherslna. A.m.k. eins og talað er daganna eftir kosningar. Vonandi gefur þessi íhugun hugmyndir um hvað sé verið að ræða um varðandi myndun ríkisstjórnar. Höfundur er sérfræðingur og landstjóri (country manager) Cohn & Wolfe Global PR & Communication á Íslandi og áhugamaður um margskattaða peninga borgaranna.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar