Herlögin loks felld úr gildi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:51 Hermenn fyrir utan þinghúsið í Seoul í kvöld. AP/Kim Ju-sung Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna. Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti. Suður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti.
Suður-Kórea Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira