Þórskonur héldu þá sigurgöngu sinni áfram á heimavelli með 106-85 sigri á Njarðvík.
Sutton var með 18 stig, 24 fráköst og 17 stoðsendingar í leiknum og það skilaði henni alls 50 framlagsstigum.
Sutton varð þar með aðeins önnur konan til að ná þremur tölfræðiþættum yfir sextán í sama leiknum.
Danielle Rodriguez var sú eina fyrir í hópnum en hún var með 30 stig, 19 fráköst og 17 stoðsendingar í leik með Stjörnunni á móti Njarðvík í janúar 2018.
Helena Sverrisdóttir náði tvisvar sinnum þremur tölfræðiþáttum yfir fimmtán en aldrei öllum yfir sextán.
- Þrennur með alla tölfræðiþættina yfir fimmtán:
- Danielle Rodriguez, Stjörnunni á móti Njarðvík 2018
- (30 stig - 19 fráköst - 17 stoðsendingar)
- Madison Anne Sutton, Þór Ak. á móti Njarðvík 2024
- (30 stig - 19 fráköst - 17 stoðsendingar)
- Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti Hamri 2016
- (30 stig - 20 fráköst - 15 stoðsendingar)
- Helena Sverrisdóttir, Haukum á móti Skallagrími 2017
- (23 stig - 16 fráköst - 15 stoðsendingar)