Ásta Fanney til Feneyja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:33 Ásta Fanney fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd í ár. Vísir/Bjarni Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira