Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 18:00 Tiger Woods er með sínar hugmyndir um verðlaunafé í Ryder-bikarnum. Getty/Kevin C. Cox Tiger Woods hefur stungið upp á því að í fyrsta sinn verði veitt verðlaunafé í Ryder-bikarnum í golfi, og að kylfingar verji því fé til góðgerðamála. Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods. Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira
Í 97 ára sögu Ryder-bikarsins, þar sem úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu mætast, hafa kylfingar aldrei fengið verðlaunafé fyrir þátttöku sína. Mótið hefur þannig skorið sig frá frá öðrum mótum bestu kylfinga heims, þar sem háar fjárhæðir eru jafnan í boði. Í síðasta mánuði var hins vegar greint frá því að þeir tólf kylfingar sem keppa fyrir Bandaríkin á mótinu á næsta ári myndu fá 400.000 Bandaríkjadali hver, eða jafnvirði um 55 milljóna króna. Hugmynd Woods er að bandarísku kylfingarnir fái 5 milljónir Bandaríkjadala hver, eða hátt í 700 milljónir króna, til að styrkja gott málefni að eigin vali. „Við áttum samtal um þetta líka árið 1999. Við vildum ekki fá borgað. Við vildum fá pening til að styrkja góðgerðafélög en fjölmiðlar sneru þessu gegn okkur og sögðu að við vildum fá borgað,“ sagði Woods á blaðamannafundi á Bahamaeyjum, þar sem hann ræddi einnig um meiðslastöðu sína. „Ryder-bikarinn skilar svo miklum peningum, af hverju getum við ekki útdeilt því til góðgerðamála? Ég vona að þeir [liðsmenn Bandaríkjanna] fái fimm milljónir dala hver og gefi það til ólíkra góðgerðamála. Það væri frábært. Hvað væri að því?“ spurði Woods. Rory McIlroy hefur sagt að hann myndi hreinlega borga sjálfur fyrir að fá að spila í Ryder-bikarnum, og virðist því ekki hrifinn af þeim hugmyndum að bandarísku kylfingarnir muni fá greitt fyrir sína þátttöku. Woods var spurður út í þessa afstöðu McIlroy: „Það er allt í góðu. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Ef að Evrópubúarnir vilja borga til að vera í Ryder-bikarnum þá er það þeirra ákvörðun. Þetta er þeirra lið. Ég veit að þegar mótið er spilað í Evrópu þá greiðir það upp mest af mótaröðinni þeirra, svo þetta er stórt mót fyrir Evrópumótaröðina. Ef þeir vilja borga til að vera með þá verður það bara þannig,“ sagði Woods.
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshögginn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sjá meira