Örlagaríkt viðtal varð að tuttugu ára vináttu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2024 07:02 Ragnhildur Steinunn og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðan þær kynntust fyrir tuttugu árum. Hér eru þær með vinkonu sinni stórstjörnunni Birgittu Haukdal. Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan. „Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“ Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Við kynntumst fyrir rúmum tuttugu árum þegar Ragnhildur Steinunn kom í viðtal til mín þegar ég var umsjónarmaður þáttar fyrir ungt fólk á RÚV og höfum verið nánast óaðskiljanlegar síðan. Málin þróuðust svo þannig að hún tók við af mér á RÚV, en ég flutti mig yfir til Stöðvar 2. Við höfum starfað í sjónvarpi nánast óslitið síðan, alltaf á sitt hvorri stöðinni,“ segir Sigrún Ósk í samtali við Vísi. Þær Ragnhildur munu í kvöld stýra þættinum sem er sögulegur að því leyti að hann verður í beinni útsendingu á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og í Sjónvarpi Símans klukkan 19:40. Um er að ræða stjörnum prýtt skemmtikvöld þar sem áhorfendum gefst kostur á að búa til pláss í hjörtum sínum í þágu barna í neyð. Samstíga á flestum sviðum „Á þessum tuttugu árum höfum við alltaf getað leitað til hvor annarrar þegar kemur að vinnunni. Sigrún er orðheppnasta kona landsins og ég leita oft til hennar þegar ég er að skrifa texta,“ segir Ragnhildur Steinunn en Sigrún segir hlæjandi að aftur á móti sé enginn frjórri en Ragnhildur þegar kemur að framleiðslu. „Ég held að það hafi varla farið neinn þáttur í loftið sem er ekki krufinn í klukkutíma löngu símtali eftir frumsýningu. Það er dýrmætt að eiga vinkonu sem nennir að ræða þetta sameiginlega áhugamál okkar endalaust,“ segir Sigrún Ósk. „En við höfum ekki bara verið samstíga í vinnu, heldur líka í einkalífinu. Eignuðumst til að mynda frumburði okkar með þriggja vikna millibili, næstu börn með þriggja mánaða millibili, en svo tókst mér ekki alveg að selja Sigrúnu tvíburapælinguna svo það urðu tvö ár á milli tvíburanna minna og yngsta sonar hennar,“ segir Ragnhildur Steinunn. Ragnhildur og Sigrún Ósk hafa fylgst að síðustu ár, enda í sama starfi þó á sitthvorri stöðinni. Geta loksins tekið törn saman Sigrún segir þær vinkonur ekki hittast eins oft og þær vildu þar sem önnur þeirra býr á Akranesi og hin í Reykjavík. Þær deyja þó ekki ráðalausar. „Við bætum það upp með daglegum morgunsímtölum á leið til vinnu. Okkur reiknast svo til að þetta séu rúmlega tíu þúsund mínútur á ári. Ég held það hafi örugglega enginn verið glaðari en við þegar símafyrirtækin hættu að rukka fyrir hverja einustu mínútu,“ segir Sigrún Ósk hlæjandi. Þær segja helsta gallann á vináttunni verið þann að tarnirnar þeirra hafi verið á sitt hvorum tíma. Þannig hafi Sigrún verið að klára vinnu vegna Idol þegar Ragnhildur hafi einmitt verið að hefjast handa við að undirbúa Söngvakeppnina. „Þannig þetta eru mikil tímamót að geta loksins tekið törn saman í fyrsta skiptið. Við hlökkum svo til að vera saman á skjánum í kvöld við þetta verðuga tilefni. Markmið þáttarins er að safna tvö þúsund nýjum Heimsforeldrum. Eðli málsins samkvæmt vorum við mjög snöggar að segja já þegar við vorum beðnar um að stjórna útsendingunni. Bæði er málefnið auðvitað afar gott en svo er óvæntur bónus að fá að vinna saman að svona mikilvægu sjónvarpsefni með bestu vinkonu sinni.“
Bíó og sjónvarp Hjálparstarf Tengdar fréttir Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Söfnunar- og skemmtiþáttur UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss, verður í beinni útsendingu föstudaginn 6. desember kl. 19:40 á þremur sjónvarpsstöðvum samtímis: Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans. Tilefnið er tuttugu ára afmæli UNICEF á Íslandi. 26. nóvember 2024 14:00