Hljómsveitina skipa tvíeykið, Eyþór Aron Wöhler og Kristal Máni Ingason, sem hafa vakið ótrúlega athygli á samfélagsmiðlum undanfarið, ekki síst á TikTok.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Lagið er eitt af þremur á nýrri smáskífu dúósins, tvö með Svölu og það þriðja með Karlakór Kjalnesinga.
„Við ákváðum að keyra vel á þetta fyrir þessi jól. Hljómsveitin var stofnuð fyrr á þessu ári þannig það má segja að þetta séu fyrstu jól okkar Kristals saman. Við urðum þess vegna að fá Svölu með okkur í lið, enda er hún náttúrulega jólageitin. Flestir hlusta auðvitað á þessi gömlu klassísku jólalög og þá var eiginlega óhjákvæmilegt að leita til alvöru reynslubolta til þess að ná í gegn og vonandi ná að festa lögin í sessi um jólin hjá fjölskyldum landsins. Sumir eru nefnilega þreyttir á Mariuh Carey, þó það eigi reyndar ekki við um mig,“ sagði Eyþór í samtali við Vísi á dögunum.
Þeir félagar ætla svo að fylgja plötunni eftir í desember. Félagi þeirra tónlistar- og knattspyrnumaðurinn Logi Tómasson betur þekktur sem Luigi verður með tónleika í Gamla bíó þann 22. desember þar sem HubbaBubba kemur fram.
Berglaug Petra Garðarsdóttir ljósmyndari var á svæðinu og myndaði stemninguna.















