Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Forlagið 12. desember 2024 08:51 Kristín Ómarsdóttir er einn frumlegasti rithöfundur landsins. Nýja sögulega skáldsagan hennar heitir Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson. Einn frumlegasti rithöfundur landsins, Kristín Ómarsdóttir, sendi nýlega frá sér sögulega skáldsögu sem ber nafnið Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024. Í bókunum tveimur dregur Kristín upp seiðmagnaða mynd af lífi Oddnýjar Þorleifs- og Þuríðardóttur, langömmu sinnar, á ofanverðri 19. öld í Biskupstungum. „Tíminn sem Oddný fæddist á og ólst upp á vekur mér forvitni,“ segir Kristín. „Hefði ég ekki skrifað um hana hefði ég alveg örugglega skrifað sögu annarrar persónu frá þessum tíma og geri það reyndar. Þetta er lokkandi tímabil sem er ekki jafn langt í burtu og mætti halda - maður smeygir sér bara í gegnum nokkur leiktjöld! Og vinkona mín segir að tíminn sé ekki til.“ Kynngimögnuð kvennasaga Móðurást: Draumaþing segir frá Oddnýju sem stendur á mörkum barns og konu. Hún er ófús að sleppa tökunum á bernskunni, því hún óttast þann veruleika sem bíður hennar sem fullorðinnar konu. Allt í kringum sig sér hún aðeins stritandi og ófrjálsar konur. En á fimmtánda sumri er henni boðið í Jónsmessugleði þar sem hún verður fyrir opinberun: henni opnast nýr heimur og töfrandi, kynngimagnaður kvennaheimur sem alla jafna er hulinn í samfélagi þar sem karlar hafa töglin og hagldirnar. Hún segir hafa verið skemmtilegt að kafa í sögu þessara tíma. „Það var spennandi að lifa mig inn í heim sem líka setur mér skorður, beygja mig undir sagnfræðilegan sannleika, setja mér mörk. Það krefst öðruvísi nákvæmni og sérstaks jarðsambands. Það er til dæmis ekki sjálfsagt að kveikja og slökkva ljósin.“ Kristín hefur einstakt vald á tungumálinu og texti hennar er ljóðrænn og skrifaður af mikilli næmni. Töfrar skáldskaparins eru nýttir til hins ýtrasta í sögunni; frásögnin stendur í senn föstum fótum í fortíðinni og hefur á sér tímalausan blæ. Kristín býður lesendum að stíga inn í heim sem er bæði nákominn og fjarlægur og fá einstæða innsýn í líf og drauma kvenna sem mótuðu samfélagið í skugga valdsins. Leikritaskrifin mótuðu hana Á ferli sínum hefur Kristín skrifað ljóð, skáldsögur, smásögur og leikrit, auk þess að vinna með myndlist, myndbönd og skúlptúra. „Ég byrjaði að skrifa leikrit og það hefur mótað mig: að skrifa senur, skrifa samtöl. Einhvern tímann skrifaði ég bók þar sem ég var að sameina leikritun og prósa. Prósinn hefur orðið ofan á en ég held að leifar leikritaskrifanna séu frekar ljósar og vona það líka. Það tekur tíma að lesa, tónlist og myndlist berast miklu hraðar til skynfæranna og tilfinninganna. Best er þegar ég skrifa þannig að myndin, orðin og takturinn sameinast.“ Verk Kristínar hafa verið þýdd á sænsku, frönsku og finnsku, og ljóð hennar birt í erlendum safnritum. Hér er Kristín Ómarsdóttir að lesa úr nýjustu skáldsögu sinni, Móðurást: Draumþing.Mynd/Hólmfríður Matthíasdóttir. Eru verðlaun ekki eins og sælgæti? Kristín fæddist í Reykjavík árið 1962 og lauk stúdentsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði árið 1981. Hún lagði stund á nám í íslensku, bókmenntafræði og spænsku við Háskóla Íslands og hefur búið bæði í Kaupmannahöfn og Barcelona. Verk hennar hafa hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Fjöruverðlaunin, Maístjörnuna og Grímuverðlaunin. Skáldsagan Elskan mín ég dey var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999 og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum hlaut Maístjörnuna árið 2018. Eins og fyrr segir var Móðurást: Draumþing nýlega tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hvað skyldi slík viðurkenning þýðar fyrir Kristínu? „Eru verðlaun ekki svona eins og sælgæti, hrekkjavaka, partý? Ég vil ekki flokka bækur í góðar bækur og vondar, mér finnst það máttlaus einföldun. Ég held að verðlaun séu skemmtiatriði. Bækur og lestur falla aldrei úr gildi.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira
Í bókunum tveimur dregur Kristín upp seiðmagnaða mynd af lífi Oddnýjar Þorleifs- og Þuríðardóttur, langömmu sinnar, á ofanverðri 19. öld í Biskupstungum. „Tíminn sem Oddný fæddist á og ólst upp á vekur mér forvitni,“ segir Kristín. „Hefði ég ekki skrifað um hana hefði ég alveg örugglega skrifað sögu annarrar persónu frá þessum tíma og geri það reyndar. Þetta er lokkandi tímabil sem er ekki jafn langt í burtu og mætti halda - maður smeygir sér bara í gegnum nokkur leiktjöld! Og vinkona mín segir að tíminn sé ekki til.“ Kynngimögnuð kvennasaga Móðurást: Draumaþing segir frá Oddnýju sem stendur á mörkum barns og konu. Hún er ófús að sleppa tökunum á bernskunni, því hún óttast þann veruleika sem bíður hennar sem fullorðinnar konu. Allt í kringum sig sér hún aðeins stritandi og ófrjálsar konur. En á fimmtánda sumri er henni boðið í Jónsmessugleði þar sem hún verður fyrir opinberun: henni opnast nýr heimur og töfrandi, kynngimagnaður kvennaheimur sem alla jafna er hulinn í samfélagi þar sem karlar hafa töglin og hagldirnar. Hún segir hafa verið skemmtilegt að kafa í sögu þessara tíma. „Það var spennandi að lifa mig inn í heim sem líka setur mér skorður, beygja mig undir sagnfræðilegan sannleika, setja mér mörk. Það krefst öðruvísi nákvæmni og sérstaks jarðsambands. Það er til dæmis ekki sjálfsagt að kveikja og slökkva ljósin.“ Kristín hefur einstakt vald á tungumálinu og texti hennar er ljóðrænn og skrifaður af mikilli næmni. Töfrar skáldskaparins eru nýttir til hins ýtrasta í sögunni; frásögnin stendur í senn föstum fótum í fortíðinni og hefur á sér tímalausan blæ. Kristín býður lesendum að stíga inn í heim sem er bæði nákominn og fjarlægur og fá einstæða innsýn í líf og drauma kvenna sem mótuðu samfélagið í skugga valdsins. Leikritaskrifin mótuðu hana Á ferli sínum hefur Kristín skrifað ljóð, skáldsögur, smásögur og leikrit, auk þess að vinna með myndlist, myndbönd og skúlptúra. „Ég byrjaði að skrifa leikrit og það hefur mótað mig: að skrifa senur, skrifa samtöl. Einhvern tímann skrifaði ég bók þar sem ég var að sameina leikritun og prósa. Prósinn hefur orðið ofan á en ég held að leifar leikritaskrifanna séu frekar ljósar og vona það líka. Það tekur tíma að lesa, tónlist og myndlist berast miklu hraðar til skynfæranna og tilfinninganna. Best er þegar ég skrifa þannig að myndin, orðin og takturinn sameinast.“ Verk Kristínar hafa verið þýdd á sænsku, frönsku og finnsku, og ljóð hennar birt í erlendum safnritum. Hér er Kristín Ómarsdóttir að lesa úr nýjustu skáldsögu sinni, Móðurást: Draumþing.Mynd/Hólmfríður Matthíasdóttir. Eru verðlaun ekki eins og sælgæti? Kristín fæddist í Reykjavík árið 1962 og lauk stúdentsprófi frá Flensborg í Hafnarfirði árið 1981. Hún lagði stund á nám í íslensku, bókmenntafræði og spænsku við Háskóla Íslands og hefur búið bæði í Kaupmannahöfn og Barcelona. Verk hennar hafa hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Fjöruverðlaunin, Maístjörnuna og Grímuverðlaunin. Skáldsagan Elskan mín ég dey var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1999 og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum hlaut Maístjörnuna árið 2018. Eins og fyrr segir var Móðurást: Draumþing nýlega tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hvað skyldi slík viðurkenning þýðar fyrir Kristínu? „Eru verðlaun ekki svona eins og sælgæti, hrekkjavaka, partý? Ég vil ekki flokka bækur í góðar bækur og vondar, mér finnst það máttlaus einföldun. Ég held að verðlaun séu skemmtiatriði. Bækur og lestur falla aldrei úr gildi.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Sjá meira