„Við vorum aldrei að fara gefast upp“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:38 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Keflavík í 16-liða úrslitum VÍS bikarsins. Það var ljóst að um mikinn baráttuleik yrði að ræða og voru það stelpurnar í Njarðvík sem slógu út nágranna sína í Keflavík með minnsta mun 76-75. „[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“ VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„[Tilfinningin] er ljúf fyrir okkur þjálfarana en ég get ekki ímyndað mér hvernig hún er fyrir stelpurnar sem eru búnar að tapa fyrir þeim níu sinnum í röð eða hvað það er svo ég er ótrúlega glaður fyrir þeirra hönd.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í dag. Útlitið var um tíma ekkert alltof bjart fyrir Njarðvíkurliðið en þær sýndu mikla þrautseigju og náðu að landa mikilvægum sigri sem sló út bikarmeistara síðasta árs. „Ég held þetta hafi bara verið þrautseigjan. Við vorum aldrei að fara gefast upp. Í réttum mómentum hérna í restina, risa varnarleikur hjá Enu Viso og Brittany Dinkins sem að gera það að verkum að við siglum þessu.“ „Á hinum endanum þá auðvitað er Brittany Dinkins að gera rosalega mikið fyrir okkur. Við fáum rosalega stórar körfur frá Enu Viso og Bo Guttormsdóttur-Frost á lokakaflanum sem að var akkúrat það sem við þurftum. Við þurftum fleiri til að „chippa inn“ og þetta var bara liðssigur.“ Með því að slá út svona sterkt lið hlýtur það að gefa Njarðvík mikinn kraft fyrir komandi verkefni. „Engin spurning. Það má ekki gleyma því að við ákváðum að spila á sjö stelpum í dag og þrjár þeirra eru sextán ára, þær eru fæddar 2008. Þær eru ekkert í litlum hlutverkum. Þær eru að dekka hérna landsliðsmenn. Hulda María á kafla dekkar Jasmine Dickey hérna og Bo líka. Þær eru með risa hlutverk og ég veit sem er að þetta eru stelpur sem eiga bara eftir að verða betri eftir því sem líður á.“ „Við erum með þekktar stærðir í okkar erlendu leikmönnum og við vitum bara sem er að það er ekkert einhver ein að fara afgreiða þetta lið afþví að þetta lið er með fimm öfluga leikmenn á gólfinu. Mér fannst bara það sem við lögðum upp með í dag ganga fáránlega vel.“
VÍS-bikarinn UMF Njarðvík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik