Stofnuðu Félag ungra mæðra til að rjúfa félagslega einangrun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2024 13:24 Það verður að segjast eins og er að félagsfundur Félags ungra mæðra var einstaklega krúttlegur. Vísir/Sigurjón Það getur verið einmanalegt að vera ung móðir. Þetta segja mæður sem nýlega stofnuðu Félag ungra mæðra sem hefur það að meginmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun eftir fæðingu. Margrét Helga, fréttamaður, fékk að sitja fund með framtakssömum ungum mæðrum og börnum þeirra. Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fjórtán ungar mæður ákváðu að stofna félagið eftir að hafa fundið fyrir einmanaleika eftir fæðingu og vildu finna aðrar í sömu stöðu. Þetta byrjaði allt í Facebookhópnum Mæðratips. „Það var alltaf að aukast póstar þar inni þar sem ungar mæður sögðu frá því að þær væru kannski bara einmana og búnar að missa margar vinkonur og vini út frá því að eignast börn. Fólk einangrar sig og það var alveg eins hjá mér,“ segir Rósa Björk Einarsdóttir, formaður Félags ungra mæðra. Rósa Björk. formaður, á góðum degi með dóttur sinni.Aðsend Þær vilja þó taka skýrt fram að það sé yndislegt að vera móðir en stundum geti það verið einmanalegt. „Líka bara því ég er fyrst til að eignast barn í mínum vinahópi þannig að viðkvæðið var oft "ekki vera að trufla Álfheiði, hún er með nýfætt barn" en mig langar að fá boð,“ segir Álfheiður Björk. Ásókn í félagið er slík að á nokkrum dögum telur fjöldi félagskvenna nokkur hundruð. „Okkur langar að geta haft dagskrá og haft vikulega eitthvað planað, svo við getum hist með og án barna þannig að okkur langar að við þurfum ekki alltaf að vera með börnin og fá að kynnast okkur aftur og að fara úr mömmuhlutverkinu og vera bara við sjálfar sem við vorum áður en við eignuðumst börn, það er stórt fyrir okkur,“ segir María Rós, varaformaður félagsins en bætir við að auðvitað fái börnin líka oft að vera með. Félagsskapurinn og stuðningurinn sé aðalatriðið. „Mér finnst líka bara svo mikilvægt að mæður sem eru með fæðingarþunglyndi, eða eru kvíðnar fyrir, að við séum samfélag sem þú getur leitað til, að það er alltaf einhver hér. Þú ert kannski vakandi um miðja nótt hágrátandi og þá getur þú sent inn í hópinn „er einhver annar vakandi?“ og þá segir einhver, „ég er hér,“ segir Álfheiður og réttir upp hönd og bætir við að hún sjálf hefði virkilega þurft á slíkum félagsskap og stuðningi að halda. „Mig langar að vera þessi manneskja fyrir aðra.“ Mæðurnar ungu eru stórhuga og ætla að safna dósum til að byggja upp félagið og benda fyrirtækjum á að vera ófeimin við að hafa samband ef þau eru með einhverjar hugmyndir. Ungu mæðurnar láta verkin tala - og þær vilja flöskurnar þínar.aðsend „Svo við getum boðið ungum mömmum og samfélaginu sem við erum að búa til hérna upp á einhverja viðburði og hittinga og ég hvet fyrirtæki ef þau hafi einhverjar hugmyndir sem við gætum gert eitthvað saman og þá væri það ótrúlega gaman. Við ætlum allavega á rúntinn að sækja dósir í vikunni þannig að ef þið eigið dósapoka liggjandi heima og ég veit að þið eruð öll með það, það eru allir með nokkra poka inni í bílskúr þá endilega leyfið okkur að koma og sækja þá,“ segir Rósa Björk, til þjónustu reiðubúin! Hér er slóðin á Facebooksíðu Félags ungra mæðra og hér er slóðin á Instagramsíðu félagsins.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Geðheilbrigði Ástin og lífið Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent