„Hér hvílir sannleikurinn“ Lestrarklefinn og Rebekka Sif Stefánsdóttir 9. desember 2024 11:25 Myrkir atburðir á Vestfjörðum í upphafi 17. aldar eru efniviður nýjustu skáldsögu Jóns Kalman. Rebekka Sif Stefánsdóttir fjallar um nýjustu bók Jóns Kalman á menningarvefnum Lestrarklefinn. Rebekka hefur þetta að segja um bókina: Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni. Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Nýjasta verk Jóns Kalmans Stefánssonar er þykk söguleg skáldsaga þar sem ferðinni er heitið aftur til upphafs 17. aldar. Í byrjun aldar áttu sér stað hræðilegir atburðir á Vestfjörðum, Spánverjavígin svokölluðu, sem eru til umfjöllunar hér. Skáldsagan fjallar þó um miklu meira en bara þá atburði. Hún fjallar um mennskuna, ástina, ofbeldi, iðrun og mest af öllu um sannleikann. Rebekka Sif Stefánsdóttir skrifar reglulega um bækur á menningarvefinn Lestrarklefinn.is Í hringiðu þessa alls er presturinn séra Pétur sem ritar feikilangt bréf til viðtakanda sem er hulinn lesandanum í upphafi. Pétur rifjar upp dvöl sína á Meyjarhóli á Brúnasandi þar sem hann tók við prestdæmi og atburðina sem leiddu að vígunum hroðalegu. Hann er nokkuð lengi að koma sér að efninu, enda frá miklu að segja, og hans traustasti trúnaðarvinur, Dóróthea, bendir honum á að hann verði að segja alla sína sögu í bréfinu langa. Sterkur höfundartónn Þó að Jón Kalman sé hér á nýjum slóðum hvað varðar tíma þá er hann á kunnuglegum slóðum landfræðilega séð og hans feiknarsterki höfundartónn skín í gegn þó að málsniðið sé meira í takt við tímabil sögunnar. Það er séra Pétur og hans innri mónólógur sem leiðir lesandann í gegnum alla frásögnina. Hans hugleiðingar og siðfræði, hans brestir og mistök, halda lesandanum heilluðum. Þarna eru einnig fjöldinn allur af litlum frásögnum af örlögum fólks sem koma inn og út úr lífi Péturs sem snerta við lesandanum. Jón Kalmann er einkar lunkinn við að mála upp mynd af lífi og sálarkvölum persóna sem gegna í raun litlu hlutverki ef á heildina er litið. Ég fann djúpt til með persónum sem ég fékk aðeins að kynnast í einum stuttum kafla og örlög þeirra sitja jafnvel enn í mér. Pétur er veikur fyrir ástinni, hrífst heldur auðveldlega af konum en tekst ekki að finna konu sem er ógift og gæti orðið hans. Ástin er sterk í hjarta Péturs en það er líka hans nánasta fólk sem skiptir hann mestu máli, þar má nefna heimilisfólkið á Brúnasandi og fósturbörn. Það eru bæði kostir og gallar Péturs sem gera hann svona viðkunnanlegan ásamt réttsýni hans og þörf til að átta sig á heimi sem er að taka miklum breytingum. Hann er frekar mikill heimsmaður, lærði í Kaupmannahöfn og skrifast á við vini sína í Bretlandi og fær fréttir af nýjustu vísindunum í bréfum frá þeim. Hann er fróðleiksfús og forvitinn. Hér má lesa umfjöllunina í held sinni.
Menning Bókmenntir Bókaútgáfa Jól Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira