Mari sló met í eggheimtu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. desember 2024 14:21 Mari og Njörður vonast til þess að geta eignast barn á nýju ári. Aðsend „Ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki,“ segir ofurhlauparinn Mari Järsk en hún og kærastinn hennar Njörður Lúðvíksson, eða Njöddi eins og hún kallar hann, eru að reyna að eignast barn og hefur Mari sagt opinskátt frá ferlinu á samfélagsmiðlum sínum. Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“ Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Blaðamaður ræddi við Mari sem er nýkomin úr eggheimtu og vonast til að geta orðið þunguð í lok janúar. „Ég hef aldrei verið á neinni getnaðarvörn en hef aldrei verið ólétt. Ég hef samt verið með mjög frjóum mönnum sem eiga fullt af börnum þannig að ég áttaði mig mjög snemma á því að það væri ekkert að gerast hjá mér og að það yrði erfitt fyrir mig að verða ólétt. Við Njöddi reyndum fyrir ári síðan að fara á lyf fyrir egglosi en það gerðist ekki neitt. Ég vildi því bara fara lóðbeint í málið og fara í eggheimtu í staðinn fyrir að reyna eitthvað annað.“ Mari segir sömuleiðis að það sé ekki mikið annað í boði og hún hafi því ákveðið að kýla á þetta. „Það er um þriðjungur kvenna með óútskýrða ófrjósemi og þetta er bara svona. Það fara svo margir þessa leið.“ View this post on Instagram A post shared by M A R I J Ä R S K (@mari_jaersk) Hún segir þetta ekki neitt feimnismál og að hún hafi ekki þurft að ofhugsa það að deila þessu með fylgjendum sínum. „Njödda var eiginlega alveg sama að ég deildi þessu. Til að byrja með spurði ég hann hvort honum væri sama og hann sagði bara að það væri í mínum höndum, hann var aðallega að hafa áhyggjur af mér, svona eins og restin af þjóðinni. Málið er að ég geri mér fulla grein fyrir því að annað hvort gengur þetta eða ekki. Við tókum ákvörðun um að ganga ágætlega langt. Þú veist, viðkvæmt og ekki viðkvæmt, auðvitað er pirrandi að vera í þessu og þetta er ekkert ógeðslega gaman. En hingað til hefur þetta verið auðveldara en ég bjóst við og hafði heyrt af. Ég er auðvitað rétt byrjuð þannig séð, eggheimtan er búin og við getum ekkert gert fyrr en í lok janúar. Þar sem ég var með oförvun þá verður þetta ekki sett upp fyrr en þá, ef allt gengur upp. Læknirinn sagði bara það hefur enginn verið með jafn mörg egg og þú, það voru 23 egg sem er ógeðslega mikið,“ segir Mari kímin og bætir við: „Það þýðir samt ekki að þau frjóvgist frekar, þetta kemur allt saman í ljós.“ Mari ætlar svo að taka því rólega í dag. „Ég ætlaði í vinnuna en fattaði ekki að það gengur auðvitað ekki upp,“ segir hún og hlær. „Þannig að já, ég ætla að vera róleg í dag.“
Heilsa Ástin og lífið Frjósemi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira