„Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 17:01 Það var nóg um að ræða í nýjasta þætti Lögmáls leiksins Farið var yfir stöðu Los Angeles Lakers í NBA deildinni í nýjasta þætti af Lögmáli leiksins sem verður frumsýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld. Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld NBA Lögmál leiksins Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Lakers kom sér aftur á réttan kjöl með sigri á Portland í nótt en hafði fyrir þann leik tapað þremur leikjum í röð og hefur í heildina unnið þrettán leiki en tapað ellefu á tímabilinu í NBA deildinni og er sem stendur í áttunda sæti vesturdeildarinnar. JJ Redick, þjálfari Lakers, vakti athygli í viðtali sem hann fór eftir þungt tap gegn Miami Heat þann 5. desember og gagnrýndi samstöðu sinna manna. Þeir væru ekki í þessum slag saman og sköpuðust umræður um það í settinu í Lögmáli leiksins og þá einna helst í tengslum við stjörnur liðsins, Lebron James og Anthony Davis. „Það vissu allir fyrir tímabilið að Lebron er að fara hvíla sig, bara að fara stefna á úrslitakeppnina,“ sagði Leifur Steinn Árnason einn af sérfræðingum Lögmálsins um Lakers. „Þegar að hann vill getur Lebron verið frábær varnarmaður en hann er bara að hvíla sig í vörninni. Síðan þegar að Anthony Davis er ekki 100% varnarlega, eins og hann byrjaði fyrstu vikurnar, það vantar eitthvað. Lebron er eiginlega með boltann allan tímann í sókninni. Lebron og Davis taka eiginlega öll skotin. Maður sér það bara á aukaleikurunum í þessu liði að mórallinn hjá þeim er að fara svolítið niður. Tómas Steindórsson segir ekkert nýtt undir sólinni hjá liðinu frá Los Angeles. „Þetta er sama sagan með Lakers núna fimmta árið í röð. Síðan að þeir tóku Covid titilinn. Þetta er alltaf bara Lebron og Anthony Davis. Ekkert annað.“ „Reddick verður þá að taka smá ábyrgð á því,“ svaraði Leifur. „Það hlýtur að vera svolítið á honum að virkja hina leikmennina. Erum við ekki sammála um það? Hann er bara þarna að kenna leikmönnunum um allt. Bara allt leikmönnunum að kenna. Heiðar Snær Magnússon sem einnig var í settinu furðaði sig á viðhorfi þjálfarans. „Mér leið bara eins og þetta viðtal væri við mann sem væri að falla úr deild. „Ég hef bara sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann.“ Þetta og annað í nýjasta þættinum í Lögmáli leiksins má sjá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira