Heidelberg hvergi af baki dottið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 19:29 Þorsteinn Víglundsson er forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteinn ehf., en í hjáverkum talsmaður Heidelberg Materials. Síðarnefnda fyrirtækið á 53 prósent hlut í Hornsteini. Þorsteinn Víglundsson talsmaður mölunarverksmiðjunnar Heidelberg segir niðurstöðu íbúakosningar i Ölfusi, um starfsleyfi fyrirtækisins vera vonbrigði. Fyrirtækið er aftur á móti hvergi af baki dottið og mun leita að öðrum stað til móbergsmölunar hér á landi. Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“. Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Niðurstaða lá fyrir nú á sjöunda tímanum. „Ég átti frekar von á þessari niðurstöðu, miðað við hve rætin og neikvæð umræða um verkefnið var. Ekki alltaf byggt á staðreyndum. En það er í eðli svona umræðu, þegar hún fer í skotgrafir, þá er það ekki alltaf veruleikinn sem er ræddur og það fer hiti í tilfinningarnar. En fyrst þetta er niðurstaðan þá tökum við því bara og leitum að annarri staðsetningu.“ Fyrirtækið hafi aðeins unnið með staðsetningu í Þorlákshöfn. „Við vildum bara fá skýra niðurstöðu, og sú niðurstaða er komin. Því tekur bara við nýtt verkefni.“ Jarðefni á borð við sand, móberg og vikur verða sífellt sjaldgæfari úti í heimi og því beina ýmis evrópsk fyrirtæki sjónum sínum til Íslands til að sækja slík efni. Æ sjaldgæfari efni „Verkefnið snýst um mölun móbergs, sem er algengt í íslenskri náttúru en ekki svo algengt í evrópskum löndum í kringum okkur. Móberg myndast við gos undir jökli og er þar af leiðandi algengt á svæði eins og okkar. Jarðsögulega séð er skammt síðan landið var talsvert meira undir jökli, þannig þetta er ein algengasta jarðmyndunin hér á landi,“ segir Þorsteinn. Slík vinnsla móbergs hafi ekki verið notuð í seinni tíð, utan tilrauna sementsverksmiðjunnar fyrir nokkrum áratugum. Þorsteinn segir aftur á móti enga óvissu í tengslum við framleiðsluna sem slíka. „En það er auðveldara að skapa efa en vissu í þessum efnum,“ segir Þorsteinn. Eins og umfjöllun síðustu misseri ber með sér hefur mikill hasar staðið um áform Heidelberg. Til að mynda sakaði bæjarfulltrúinn Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nú þingmaður Samfylkingarinnar, Sjálfstæðismenn í Ölfusi um að breyta Þorlákshöfn í „ruslakistu fyrir iðnað sem önnur sveitarfélög kæra sig ekki um“.
Deilur um iðnað í Ölfusi Námuvinnsla Ölfus Skipulag Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Verkefnið skapi níutíu störf og meðallaunin verði um 1,4 milljón á mánuði Fyrirætlanir Heidelberg sem tengjast stórfelldum efnisflutningum til Þýskalands í gegnum Þorlákshöfn er enn komið á dagskrá. Og ekki seinna vænna enda verður íbúakosning um málið samhliða forsetakosningum. 23. apríl 2024 13:00