Yrsa reykspólar fram úr Geir Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2024 14:32 Þessi fjögur, þau Arnaldur, Yrsa, Óttar og Bjarni, eru söluhæstu höfundarnir. vísir Vísir birtir annan bóksölulistann á þessari vertíð. Nú eru línur teknar að skýrast þó enn séu æsispennandi tímar framundan í bóksölunni. Arnaldur Indriðason er áfram í efsta sæti heildarlistans með Ferðalok sín en Yrsa Sigurðardóttir stekkur upp í annað sætið með spennusöguna Ég læt sem ég sofi. Geir H. Haarde sem gerði sig líklegan til að veita Arnaldi keppni í síðustu viku hefur gefið eftir og eru þau glæpasagnakóngur og drottning nú að kljást á toppnum. Glæpasögurnar eru að sækja í sig veðrið á ný en því var spáð að velmektartími þeirra á sölulistum væri senn á enda. En Arnaldur er ekki með glæpasögu að þessu sinni þannig að athyglisvert verður að sjá hvernig fer. Ekki er að sjá að tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna hafi teljandi áhrif á áhuga íslenskra bókakaupenda. Arnaldur er vissulega meðal hinna tilnefndu og situr í efsta sæti á lista, en það hefur hann svo sem alltaf gert, bókmenntaverðlaun eða engin bókmenntaverðlaun. Hástökkvarar vikunnar Hástökkvari vikunnar er Hulda eftir Ragnar Jónasson sem fer upp um sjö sæti, úr því tólfta og upp í fimmta sæti. Aðrir hástökkvarar vikunnar eru Bjarni Fritzson með Orra óstöðvandi – Heimsfrægur á Íslandi og Guðrún Eva Mínervudóttir með skáldsöguna Í skugga trjánna. „Sé litið til skáldverkalistans þá er enn mikil hreyfing á titlum upp og niður listann. Spennusögurnar gera sig meira gildandi en í síðustu viku, af fimm efstu skáldverkunum eru fjórar glæpasögur. Þá koma nú fjögur íslensk skáldverk ný inn á listann,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút). Bryndís Loftsdóttir er sú sem mest veit um bóksölu á Íslandi og gott að eiga hana að þegar farið er yfir bóksölulistana. Þar ber fyrst að nefna hástökkvarann, Nönnu Rögnvaldardóttur með glæpasöguna Þegar sannleikurinn sefur sem mér segir svo hugur að einhverjir bóksalar standist ekki freistinguna að raða við hlið Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu. Bækurnar Rétt áðan eftir Illuga Jökulsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur eru einnig nýjar á listanum auk ljóðabókarinnar, Jarðljós eftir Gerði Kristnýju sem skríður inn á topp 20 lista yfir seld skáldverk. Brauðtertubókin einn af óvæntari smellum ársins Óttar Sveinsson heldur sínu og vel það. Eins og ávallt. Útkall í ofsabrimi er ný í fyrsta sæti fræðibókalistans, fast á hæla hennar kemur Geir Haarde með Ævisögu og Stóra brauðtertubókin sem gerir sig líklega til að verða ein af óvæntari smellum ársins. „Sala barnabóka virðist fara hægar af stað en áður, af tíu mest seldu bókum vikunnar eru til dæmis bara tvær barnabækur. Það getur reyndar líka verið merki þess að salan sé að dreifast meira á fleiri titla. En Orri óstöðvandi – Heimsfrægur og Íslandi eftir Bjarna Frizson er ný í fyrsta sæti barnabókalistans. Bækur Birgittu Haukdal, Lára fer á fótboltamót og Atli eignast gæludýr sitja þar í öðru og þriðja sæti.“ Bryndís bendir á að þó að listinn telji yfir 80 titla þá sé það aðeins lítið brot af útgáfunni í ár. „Við hvetjum lesendur til þess að kynna sér úrvalið og auðvitað að halda í hefðina og gefa bækur í jólagjafir,“ segir Bryndís. En ekki hvað? Bóksölulistinn 1.-8. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Stella segir bless - Gunnar Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Tjörnin - Rán Flygenring Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss,þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Rétt áðan - Illugi Jökulsson Kul - Sunna Dís Másdóttir Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Morðin á heimavistinni - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Í djúpinu - Margrét S. Höskuldsdóttir Jarðljós - Gerður Kristný Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Fangar Breta - Sindri Freysson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson ADHD í stuttu máli - Edward M.Hallowell, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Morðleikir - 100 auðveldar til ómögulegar gátur - G.T. Karper, þýð. Ingunn Snædal Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Tjörnin - Rán Flygenring Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Bluey - ömmur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Ævintýri Orra og Möggu - Ótrúleg uppátæki - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Gunnarsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Keith Chapman, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Fóstur - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Sjö fermetrar með lás - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Arnaldur Indriðason er áfram í efsta sæti heildarlistans með Ferðalok sín en Yrsa Sigurðardóttir stekkur upp í annað sætið með spennusöguna Ég læt sem ég sofi. Geir H. Haarde sem gerði sig líklegan til að veita Arnaldi keppni í síðustu viku hefur gefið eftir og eru þau glæpasagnakóngur og drottning nú að kljást á toppnum. Glæpasögurnar eru að sækja í sig veðrið á ný en því var spáð að velmektartími þeirra á sölulistum væri senn á enda. En Arnaldur er ekki með glæpasögu að þessu sinni þannig að athyglisvert verður að sjá hvernig fer. Ekki er að sjá að tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna hafi teljandi áhrif á áhuga íslenskra bókakaupenda. Arnaldur er vissulega meðal hinna tilnefndu og situr í efsta sæti á lista, en það hefur hann svo sem alltaf gert, bókmenntaverðlaun eða engin bókmenntaverðlaun. Hástökkvarar vikunnar Hástökkvari vikunnar er Hulda eftir Ragnar Jónasson sem fer upp um sjö sæti, úr því tólfta og upp í fimmta sæti. Aðrir hástökkvarar vikunnar eru Bjarni Fritzson með Orra óstöðvandi – Heimsfrægur á Íslandi og Guðrún Eva Mínervudóttir með skáldsöguna Í skugga trjánna. „Sé litið til skáldverkalistans þá er enn mikil hreyfing á titlum upp og niður listann. Spennusögurnar gera sig meira gildandi en í síðustu viku, af fimm efstu skáldverkunum eru fjórar glæpasögur. Þá koma nú fjögur íslensk skáldverk ný inn á listann,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda (Fíbút). Bryndís Loftsdóttir er sú sem mest veit um bóksölu á Íslandi og gott að eiga hana að þegar farið er yfir bóksölulistana. Þar ber fyrst að nefna hástökkvarann, Nönnu Rögnvaldardóttur með glæpasöguna Þegar sannleikurinn sefur sem mér segir svo hugur að einhverjir bóksalar standist ekki freistinguna að raða við hlið Ég læt sem ég sofi eftir Yrsu. Bækurnar Rétt áðan eftir Illuga Jökulsson, Kul eftir Sunnu Dís Másdóttur og Í djúpinu eftir Margréti S. Höskuldsdóttur eru einnig nýjar á listanum auk ljóðabókarinnar, Jarðljós eftir Gerði Kristnýju sem skríður inn á topp 20 lista yfir seld skáldverk. Brauðtertubókin einn af óvæntari smellum ársins Óttar Sveinsson heldur sínu og vel það. Eins og ávallt. Útkall í ofsabrimi er ný í fyrsta sæti fræðibókalistans, fast á hæla hennar kemur Geir Haarde með Ævisögu og Stóra brauðtertubókin sem gerir sig líklega til að verða ein af óvæntari smellum ársins. „Sala barnabóka virðist fara hægar af stað en áður, af tíu mest seldu bókum vikunnar eru til dæmis bara tvær barnabækur. Það getur reyndar líka verið merki þess að salan sé að dreifast meira á fleiri titla. En Orri óstöðvandi – Heimsfrægur og Íslandi eftir Bjarna Frizson er ný í fyrsta sæti barnabókalistans. Bækur Birgittu Haukdal, Lára fer á fótboltamót og Atli eignast gæludýr sitja þar í öðru og þriðja sæti.“ Bryndís bendir á að þó að listinn telji yfir 80 titla þá sé það aðeins lítið brot af útgáfunni í ár. „Við hvetjum lesendur til þess að kynna sér úrvalið og auðvitað að halda í hefðina og gefa bækur í jólagjafir,“ segir Bryndís. En ekki hvað? Bóksölulistinn 1.-8. desember Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Stella segir bless - Gunnar Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Tjörnin - Rán Flygenring Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss,þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Hulda - Ragnar Jónasson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Þegar sannleikurinn sefur - Nanna Rögnvaldardóttir Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Rétt áðan - Illugi Jökulsson Kul - Sunna Dís Másdóttir Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Morðin á heimavistinni - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Í djúpinu - Margrét S. Höskuldsdóttir Jarðljós - Gerður Kristný Fræðbækur og rit almenns efnis Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Ævisaga - Geir H. Haarde Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsson Fangar Breta - Sindri Freysson Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson ADHD í stuttu máli - Edward M.Hallowell, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Fólk og flakk - Sagnakvöld af baksviði stjórnmálanna - Steingrímur J. Sigfússon Fótboltaspurningar Illuga Jökulssonar - Illugi Jökulsson Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Morðleikir - 100 auðveldar til ómögulegar gátur - G.T. Karper, þýð. Ingunn Snædal Churchill - Stjórnvitringurinn framsýni - James C. Humes, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson Barna- og ungmennabækur Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Stella segir bless - Gunnar Helgason Tjörnin - Rán Flygenring Bluey - 5 mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Kærókeppnin - Embla Bachmann, myndir Blær Guðmundsdóttir Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Kúkur, piss og prump - Vísindalæsi 5 - Sævar Helgi Bragason, myndir Elías Rúni Dagbók Kidda klaufa 18: Ekkert mál - Jeff Kinney, þýð. Helgi Jónsson Bluey - ömmur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Ævintýri Orra og Möggu - Ótrúleg uppátæki - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Gunnarsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Keith Chapman, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Hulda - Ragnar Jónasson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Fóstur - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Sjö fermetrar með lás - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson
Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. 3. desember 2024 14:12