Frægir fundu ástina 2024 Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2024 07:01 Ástin, hún skiptir mestu. Ástarguðinn Amor skaut örvum sínum víða á árinu sem er að líða. Í hverjum einasta mánuði bárust fréttir af nýjum samböndum á Vísi. Því er ekki úr vegi að rifja þær upp nú þegar árið er senn á enda. Ýmsir hlutu náð fyrir augum ástarguðsins á árinu, í hið minnsta um stund. Janúar Theodóra Mjöll Skúladóttir vöruhönnuður og Þór Steinar Ólafs knattspyrnuþjálfari byrjuðu árið af krafti. Þau tilkynntu að þau væru byrjuð saman og að þau ættu von á barni. Þau eignuðust svo barn um sumarið. Geri aðrir betur. Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson og pistlahöfundurinn Erna Mist Yamagata byrjuðu saman í janúar. Þau sáust saman í Sundhöllinni svo athygli vakti og tilkynntu svo í júlí að þau ættu von á barni. Linda Pétursdóttir fann ástina á Ibiza. Hún og spænski athafnamaðurinn Jaime Mira D´ors sögðu Völu Matt frá öllu saman í eftirminnilegum þætti af Íslandi í dag. Ást við fyrstu sýn sögðu þau og sagðist Linda aldrei hafa upplifað annað eins. Elín Metta Jensen knattspyrnukona og Sigurður Tómasson verkefnastjóri byrjuðu saman svo athygli vakti í janúar. Þau eignuðust svo stúlku í nóvember. Alvöru ár hjá alvöru fólki. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður með meiri opinberaði það í janúar að hann ætti kærustu. Hann vildi þó ekki gefa upp nafn hennar. Það gerði hann svo loksins um sumarið en sú heppna er Hafrún Hafliðadóttir og spiluðu þau skítakall saman í útlöndum í sumar. Febrúar Freya Haraldsdóttir sagði frá því að hún hefði um haustið blásið í sig kjarki og farið á Tinder stefnumót. Úr varð samband hennar og David Agyenim Boateng. Hann er í námi við Háskóla Íslands en þau skráðu sig í samband á sjálfan bóndadaginn. Crossfit afrekskonan Sara Sigmundsdóttir opinberaði samband sitt við afreksmanninn Luke Ebron í febrúar. Þau deila ást sinni á Crossfit. Hildur Sif Hauksdóttir samfélagsmiðlastjarna birti mynd af sér í febrúar með nýjum kærasta, Páli Orra Pálssyni útvarpsmanni. Þau nutu lífsins í Frakklandi í sumar og keyptu sér hönnunaríbúð í september. Alvöru ár. Mars Hugi Halldórsson fjölmiðlamaður og Unnur Helgadóttir mannauðsstjóri birtu myndir af sér saman á Tenerife í mars. Þannig á að tilkynna nýtt samband. Leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir og sjarmatröllið Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atla, tónlistarmaður og leikari sáust víða saman á opinberum vettvangi í mars svo fréttamenn Vísis lögðu saman tvo og tvo. Þau fluttu svo inn saman í september. Heimir F. Hallgrímsson fasteignasali naut lífsins í skíðaferð í Austurríki í mars með Dagmar Silju Kristjönu Svavarsdóttur nema við Háskólann í Reykjavík. Apríl Margrét Ýr Ingimarsdóttir eigandi Hugmyndabankans og Reynir Finndal Grétarsson fjárfestir og stofnandi Creditinfo urðu nýjasta par landsins í apríl. Maí Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hlaupari, frumsýndi nýja kærastann Guðmund Lúther Hallgrímsson, sem starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu í maí. Júní Heiður Ósk Eggertsdóttir eigandi Reykjavík Makeup School og Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari í hnefaleikum byrjuðu saman í júní. Hann mætti á viðburði hjá Heiði svo eftir var tekið. Eitt mesta ofurpar landsins varð til í júní þegar leikmenn Vals þau Kristófer Acox og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir byrjuðu saman. Þau eru vön sigrum hvort sem það á við um völlinn eða einkalífið. Engin önnur en Laufey gekk út í júní. Hún byrjaði með Charlie Christie. Fátt er vitað um þennan tengdason Íslands annað en að hann vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles og hefur hangið með stórstjörnum eins og Lady Gaga. Hlaðvarpsstjarnan Gústi B byrjaði með nemanum Hafdísi Sól í júní. Vísir greindi frá því að parið hefði kynnst í gegnum vin hans, stórstjörnuna Patrik og kærustu hans Friðþóru. Júlí Júlía Margrét fjölmiðlakona og rithöfundur gekk út í júlí. Viðeigandi. Sá heppni hét Aron Björn Kristinsson öryggisráðgjafi hjá Öryggismiðstöðinni. Ástin sveif bókstaflega yfir vötnum þegar flugfreyjan Sara Davíðsdóttir og flugmaðurinn Stefán Davíð Helgason hjá Icelandair byrjuðu saman. Einar stærstu sambandsfregnir ársins bárust Íslendingum í júlí þegar Vísir greindi frá því að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Eva Bryngeirsdóttir þjálfari væru byrjuð saman. Þau fluttu svo inn saman í september og toppuðu svo árið með því að gifta sig í lok árs líkt og Vísir greindi fyrstur frá. Anna Lilja Johansen athafnakona og Gestur Breiðfjörð Gestsson fjárfestir urðu nýtt par í júlí. Samfélagsmiðlastjörnurnar Arnar Gauti eða Lil Curly og Brynja Bjarna Anderiman voru áberandi á miðlum hvors annars í sumar. Virtust óaðskiljanleg en sögðust bara vera vinir við Vísi í júlí. Mánuði seinna hafði það breyst og þau meira en bara vinir, eins og segir í laginu góða. Ágúst Lyfjaprinsinn Jens Hilmars Wessman og samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen byrjuðu saman síðasta sumar. Þau voru dugleg að ferðast um Evrópu á einkaþotu og nú eiga þau von á barni saman. Vísir greindi frá því í ágúst að handritshöfundurinn Birkir Blær Ingólfsson og sjúkraþjálfarinn Ásdís Guðmundsdóttir væru byrjuð saman. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum um sumarið. Ágúst Bent Sigbertsson Rottweilerhundur og rappari með meiru gekk út í ágúst. Matthildur Lind Matthíasdóttir fyrirsæta sú heppna. Einn þekktasti körfuboltaþjálfari landsins Benedikt Rúnar Guðmundsson og markaðssérfræðingurinn Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir byrjuðu saman í ágúst. Þjóðin gladdist þegar Árni Beinteinn Árnason leikari og Íris Rós Ragnhildardóttir fundu ástina á ný eftir tveggja ára skilnað. Þau fóru í sitt hvora áttina árið 2022 eftir að hafa verið gift í eitt ár. Vala Grand byrjaði með vini sínum Brynjólfi Gunnarssyni. Betur þekktum sem Bryns. Þormóður Jónsson athafnamaður og Þóra Björk Schram listakona urðu par í sumar. Þau nutu lífsins meðal annars í Friðheimum og í Marokkó. Það var eitthvað í vatninu hjá Rottweilerhundum í ágúst því Bent var ekki einu hundurinn sem gekk út, það gerði sjálfur Erpur Eyvindarson einnig í ágúst. Hann hélt spilunum um kærustuna þétt að sér í samtali við Vísi. Tveimur vikum síðar birti hann mynd af kærustunni en um er að ræða hönnuðinn Lísbeti Rós Ketilbjarnadóttur. September Aníta Briem birti fyrstu myndirnar opinberlega af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff í september. Þau byrjuðu að slá sér upp 2023 en héldu sambandinu utan kastljóssins. Þau eiga nú eitt barn saman sem kom í heiminn í nóvember. TikTok stjarnan Embla Wigum komst á fast í september með Bretanum Theo Kontos. Parið byrjaði að hittast um sumarið. Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions byrjaði með Sigurði Viðarssyni viðskiptamanni í september. Þau eru gamlir vinir úr grunnskóla. Október Tónlistarfólkið Íris Hólm Jónsdóttir og Arnar Jónsson birtu myndir af sér saman í brúðkaupi vinafólks í október. Þau voru hluti af íslenska Eurovision hópnum með Heru í ár þar sem þau sungu bakraddir. Nóvember Heiðdís Rós Reynisdóttir athafnakona með meiru fann ástina í örmum bílasala í New York í nóvember. Sá heppni heitir Med Laameri og selur glæsibifreiðar. Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og Rob Holding voru dugleg í nóvember að ýta á like takkann alræmda hjá hvort öðru og voru að stinga saman nefjum í nóvember. Þau birtu svo fyrstu myndirnar af sér saman á samfélagsmiðlum í desember. Kolbrún Anna Vignisdóttir förðunarfræðingur og Sindri Dýrason myndlistarmaður urðu nýtt par í nóvember. Desember Manuela Ósk Harðardóttir ein duglegasta kona landsins og framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands byrjaði aftur með Eiði Birgissyni sjónvarps- og kvikmyndaframleiðanda á árinu. Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson og Kittý Johansen athafnakona byrjuðu að hittast á árinu. Ástin og lífið Fréttir ársins 2024 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira
Því er ekki úr vegi að rifja þær upp nú þegar árið er senn á enda. Ýmsir hlutu náð fyrir augum ástarguðsins á árinu, í hið minnsta um stund. Janúar Theodóra Mjöll Skúladóttir vöruhönnuður og Þór Steinar Ólafs knattspyrnuþjálfari byrjuðu árið af krafti. Þau tilkynntu að þau væru byrjuð saman og að þau ættu von á barni. Þau eignuðust svo barn um sumarið. Geri aðrir betur. Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson og pistlahöfundurinn Erna Mist Yamagata byrjuðu saman í janúar. Þau sáust saman í Sundhöllinni svo athygli vakti og tilkynntu svo í júlí að þau ættu von á barni. Linda Pétursdóttir fann ástina á Ibiza. Hún og spænski athafnamaðurinn Jaime Mira D´ors sögðu Völu Matt frá öllu saman í eftirminnilegum þætti af Íslandi í dag. Ást við fyrstu sýn sögðu þau og sagðist Linda aldrei hafa upplifað annað eins. Elín Metta Jensen knattspyrnukona og Sigurður Tómasson verkefnastjóri byrjuðu saman svo athygli vakti í janúar. Þau eignuðust svo stúlku í nóvember. Alvöru ár hjá alvöru fólki. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður með meiri opinberaði það í janúar að hann ætti kærustu. Hann vildi þó ekki gefa upp nafn hennar. Það gerði hann svo loksins um sumarið en sú heppna er Hafrún Hafliðadóttir og spiluðu þau skítakall saman í útlöndum í sumar. Febrúar Freya Haraldsdóttir sagði frá því að hún hefði um haustið blásið í sig kjarki og farið á Tinder stefnumót. Úr varð samband hennar og David Agyenim Boateng. Hann er í námi við Háskóla Íslands en þau skráðu sig í samband á sjálfan bóndadaginn. Crossfit afrekskonan Sara Sigmundsdóttir opinberaði samband sitt við afreksmanninn Luke Ebron í febrúar. Þau deila ást sinni á Crossfit. Hildur Sif Hauksdóttir samfélagsmiðlastjarna birti mynd af sér í febrúar með nýjum kærasta, Páli Orra Pálssyni útvarpsmanni. Þau nutu lífsins í Frakklandi í sumar og keyptu sér hönnunaríbúð í september. Alvöru ár. Mars Hugi Halldórsson fjölmiðlamaður og Unnur Helgadóttir mannauðsstjóri birtu myndir af sér saman á Tenerife í mars. Þannig á að tilkynna nýtt samband. Leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir og sjarmatröllið Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atla, tónlistarmaður og leikari sáust víða saman á opinberum vettvangi í mars svo fréttamenn Vísis lögðu saman tvo og tvo. Þau fluttu svo inn saman í september. Heimir F. Hallgrímsson fasteignasali naut lífsins í skíðaferð í Austurríki í mars með Dagmar Silju Kristjönu Svavarsdóttur nema við Háskólann í Reykjavík. Apríl Margrét Ýr Ingimarsdóttir eigandi Hugmyndabankans og Reynir Finndal Grétarsson fjárfestir og stofnandi Creditinfo urðu nýjasta par landsins í apríl. Maí Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hlaupari, frumsýndi nýja kærastann Guðmund Lúther Hallgrímsson, sem starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu í maí. Júní Heiður Ósk Eggertsdóttir eigandi Reykjavík Makeup School og Davíð Rúnar Bjarnason landsliðsþjálfari í hnefaleikum byrjuðu saman í júní. Hann mætti á viðburði hjá Heiði svo eftir var tekið. Eitt mesta ofurpar landsins varð til í júní þegar leikmenn Vals þau Kristófer Acox og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir byrjuðu saman. Þau eru vön sigrum hvort sem það á við um völlinn eða einkalífið. Engin önnur en Laufey gekk út í júní. Hún byrjaði með Charlie Christie. Fátt er vitað um þennan tengdason Íslands annað en að hann vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles og hefur hangið með stórstjörnum eins og Lady Gaga. Hlaðvarpsstjarnan Gústi B byrjaði með nemanum Hafdísi Sól í júní. Vísir greindi frá því að parið hefði kynnst í gegnum vin hans, stórstjörnuna Patrik og kærustu hans Friðþóru. Júlí Júlía Margrét fjölmiðlakona og rithöfundur gekk út í júlí. Viðeigandi. Sá heppni hét Aron Björn Kristinsson öryggisráðgjafi hjá Öryggismiðstöðinni. Ástin sveif bókstaflega yfir vötnum þegar flugfreyjan Sara Davíðsdóttir og flugmaðurinn Stefán Davíð Helgason hjá Icelandair byrjuðu saman. Einar stærstu sambandsfregnir ársins bárust Íslendingum í júlí þegar Vísir greindi frá því að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Eva Bryngeirsdóttir þjálfari væru byrjuð saman. Þau fluttu svo inn saman í september og toppuðu svo árið með því að gifta sig í lok árs líkt og Vísir greindi fyrstur frá. Anna Lilja Johansen athafnakona og Gestur Breiðfjörð Gestsson fjárfestir urðu nýtt par í júlí. Samfélagsmiðlastjörnurnar Arnar Gauti eða Lil Curly og Brynja Bjarna Anderiman voru áberandi á miðlum hvors annars í sumar. Virtust óaðskiljanleg en sögðust bara vera vinir við Vísi í júlí. Mánuði seinna hafði það breyst og þau meira en bara vinir, eins og segir í laginu góða. Ágúst Lyfjaprinsinn Jens Hilmars Wessman og samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen byrjuðu saman síðasta sumar. Þau voru dugleg að ferðast um Evrópu á einkaþotu og nú eiga þau von á barni saman. Vísir greindi frá því í ágúst að handritshöfundurinn Birkir Blær Ingólfsson og sjúkraþjálfarinn Ásdís Guðmundsdóttir væru byrjuð saman. Þau byrjuðu að stinga saman nefjum um sumarið. Ágúst Bent Sigbertsson Rottweilerhundur og rappari með meiru gekk út í ágúst. Matthildur Lind Matthíasdóttir fyrirsæta sú heppna. Einn þekktasti körfuboltaþjálfari landsins Benedikt Rúnar Guðmundsson og markaðssérfræðingurinn Jónbjörg Erla Kristjánsdóttir byrjuðu saman í ágúst. Þjóðin gladdist þegar Árni Beinteinn Árnason leikari og Íris Rós Ragnhildardóttir fundu ástina á ný eftir tveggja ára skilnað. Þau fóru í sitt hvora áttina árið 2022 eftir að hafa verið gift í eitt ár. Vala Grand byrjaði með vini sínum Brynjólfi Gunnarssyni. Betur þekktum sem Bryns. Þormóður Jónsson athafnamaður og Þóra Björk Schram listakona urðu par í sumar. Þau nutu lífsins meðal annars í Friðheimum og í Marokkó. Það var eitthvað í vatninu hjá Rottweilerhundum í ágúst því Bent var ekki einu hundurinn sem gekk út, það gerði sjálfur Erpur Eyvindarson einnig í ágúst. Hann hélt spilunum um kærustuna þétt að sér í samtali við Vísi. Tveimur vikum síðar birti hann mynd af kærustunni en um er að ræða hönnuðinn Lísbeti Rós Ketilbjarnadóttur. September Aníta Briem birti fyrstu myndirnar opinberlega af sambýlismanni sínum Hafþóri Waldorff í september. Þau byrjuðu að slá sér upp 2023 en héldu sambandinu utan kastljóssins. Þau eiga nú eitt barn saman sem kom í heiminn í nóvember. TikTok stjarnan Embla Wigum komst á fast í september með Bretanum Theo Kontos. Parið byrjaði að hittast um sumarið. Inga Lind Karlsdóttir eigandi Skot Productions byrjaði með Sigurði Viðarssyni viðskiptamanni í september. Þau eru gamlir vinir úr grunnskóla. Október Tónlistarfólkið Íris Hólm Jónsdóttir og Arnar Jónsson birtu myndir af sér saman í brúðkaupi vinafólks í október. Þau voru hluti af íslenska Eurovision hópnum með Heru í ár þar sem þau sungu bakraddir. Nóvember Heiðdís Rós Reynisdóttir athafnakona með meiru fann ástina í örmum bílasala í New York í nóvember. Sá heppni heitir Med Laameri og selur glæsibifreiðar. Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og Rob Holding voru dugleg í nóvember að ýta á like takkann alræmda hjá hvort öðru og voru að stinga saman nefjum í nóvember. Þau birtu svo fyrstu myndirnar af sér saman á samfélagsmiðlum í desember. Kolbrún Anna Vignisdóttir förðunarfræðingur og Sindri Dýrason myndlistarmaður urðu nýtt par í nóvember. Desember Manuela Ósk Harðardóttir ein duglegasta kona landsins og framkvæmdastjóri Ungfrú Íslands byrjaði aftur með Eiði Birgissyni sjónvarps- og kvikmyndaframleiðanda á árinu. Leikstjórinn Egill Heiðar Anton Pálsson og Kittý Johansen athafnakona byrjuðu að hittast á árinu.
Ástin og lífið Fréttir ársins 2024 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sjá meira