Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2024 12:01 Ikea er stærsti einstaki eigandi skóglendis í Rúmeníu en sérfræðingar sem rætt er við í nýrri heimildarmynd DR segja fyrirtækið stunda ósjálfbæra nýtingu skóga í landinu. Getty/Matthias Balk Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri. „Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
„Slökkvið á myndavélunum,“ heyrist óþekktur maður segja við tökumenn DR við upphaf heimildarmyndarinnar við skóg í eigu Ikea í Rúmeníu. Ikea er stærsti einkaeigandi skóglendis í Rúmeníu en landið hefur að geyma einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu. Heimildarmyndin ber nafnið „Ikea elskar tré“ með vísan til slagorðs úr auglýsingum fyrirtækisins. Í sömu andrá í auglýsingum er talað um sjálfbærni, ábyrga nýtingu skóga, og áhersla lögð á sem minnst umhverfisáhrif af starfseminni. Sænski húsgagnarisinn notar óhemju mikið magn af timbri í framleiðslu sinni. Myndin er úr safni.Getty/Sebastian Kahnert Þetta segja sérfræðingar sem rætt er við í heimildarmyndinni hins vegar ekki standast skoðun. Fram kemur í umfjöllun DR að Ikea hafi löngum markaðsett sig og sínar vörur sem sjálfbærar og framleiddar á grunni ábyrgrar skógarnýtingar, en sérfræðingar sem rætt er við saka fyrirtækið hins vegar um grænþvott. „Ef Ikea getur ekki sýnt fram á með gögnum að þetta sé sjálfbært, og það er nokkuð sem þeir virðast ekki geta, þá er það ólöglegt. Þá er það grænþvottur,“ segir Heidi Heidi Højmark Helveg, sem er lögfræðingur sem sérhæfir sig í markaðsrétti. Í svipaðan streng taka aðrir sérfræðingar sem voru til viðtals í heimildarmyndinni. Í Rúmeníu er að finna einhverja elstu skóga sem eftir eru í Evrópu.Getty/Giulio Andreini „Þetta er á engan hátt í líkingu við það sem við köllum sjálfbæra nýtingu skóga. Þetta er í hefðbundnum skilningi, þar sem öll tré eru felld án þess að skilja neitt eftir á svæðinu. Þetta er ekki nokkuð sem er almennt viðurkennt innan vottaðrar skógræktar,” segir Jacob Heilmann-Clausen um starfsemi Ikea í Rúmeníu, en hann er lektor í líffærðilegum fjölbreytileika við Kaupmannahafnarháskóla. Vísa gagnrýni á bug Í svari IKEA til DR segist fyrirtækið ósammála gagnrýni sérfræðinga um að markaðsefni og auglýsingar fyrirtækisins séu villandi. „Markaðsefnið okkar endurspeglar bæði sjálfbærnimarkmið okkar og ráðstafanir sem við gerum til að stunda ábyrga framleiðslu,“ segir í svari fyrirtækisins. Þá undirstrikar fyrirtækið að viðskiptavinir geti treyst því að sjálfbærni sé ekki aðeins metnaðarfullt markmið, heldur óaðskiljanlegur þáttur í rekstri fyrirtækisins. „Hjá Ikea eru strangar kröfur og eftirlitskerfi til að tryggja ábyrg innkaup á timbri. Ef við uppgötvum eitthvað misjafnt í virðiskeðjunni þá er málið rannsakað strax og við bregðumst við í samræmi við það. Timbur flutt með lest í Maramures í Rúmeníu. Myndin er úr safni. Getty
Umhverfismál IKEA Rúmenía Danmörk Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira