Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. desember 2024 20:04 Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar og formaður Svæðisskipulagsnefndarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson starfandi innviðaráðherra takast hér í hendur vegna nýja Svæðisskipulagsins fyrir Suðurhálendið, sem gildir til 2042. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ráða sér ekki fyrir kæti þessa dagana því fulltrúar ellefu sveitarfélaga undirrituðu í gær í Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum samkomulag um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands, sem gildir til 2042. Fimm ár tók að vinna skipulagið. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu settust við langborð þar sem undirritun Svæðisskipulagsins fór fram með formlegum hætti að viðstöddum Innviðaráháðherra, sem skrifaði líka undir. Mikil ánægja er með þá vinnu, sem hefur farið fram í sveitarfélögunum vegna skipulagsins. „Já, þetta er stórmerkilegt plagg fyrir okkur Sunnlendinga og ég myndi segja að þetta sé ein af stóru stundunum hjá Sunnlendingum. Ég held að fólk sé ekki að gera sér grein fyrir því í raun og veru fyrr en eftir nokkur ár hvað þetta er í raun mikið afrek að hafa náð sameiginlegri sýn um stefnuna á hálendinu,“ segir Helgi Kjartansson, „Svo á náttúrulega hvert og eitt sveitarfélag eftir að vinna sitt aðalskipulag út frá svæðisskipulaginu og svo deiliskipulaginu og framvegis en þarna er verið að mynda stóru myndina,“ bætir Helgi við. Helgi segir að tekið sé á öllum helstu málum Suðurhálendisins í skipulaginu eins og hvað verðar verndun og nýtingu og þess háttar. En að það hafi tekið fimm ár að vinna svæðisskipulagið, er það ekki vel í lagt, hefði ekki verið hægt að gera þetta á miklu skemmri tíma? „Nei, alls ekki, þetta þarf bara sinn tíma, það þarf að melta þetta, það þarf að kynna þetta í sveitarstjórnum á milli funda og menn þurfa að hafa ákveðið umboð og svo framvegis,“ segir Helgi. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfandi innviðaráðherra er ánægður með sunnlensku sveitarfélögin og nýja svæðisskipulagið. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. En var þetta síðasta undirskrift Sigurðar Inga sem ráðherra eða hvað? „Ég lofa engu um það“. Mikil ánægja er hjá fulltrúum sveitarfélaganna með nýja svæðisskipulagið, sem gildir til 2042.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Bláskógabyggð Skipulag Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira