Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 10:00 Strákarnir hans Rubens Amorim hafa tapað tveimur leikjum í röð. getty/Clive Brunskill Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að brotthvarf Dans Ashworth frá félaginu sé ekki ákjósanlegt. Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Ashworth var látinn fara sem íþróttastjóri United eftir tapið fyrir Nottingham Forest, 2-3, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. United lagði mikið á sig til að tryggja sér starfskrafta Ashworths en félagið greiddi Newcastle United væna summu fyrir hann. En eftir aðeins fimm mánuði í starfi ákvað Sir Jim Ratcliffe, sem á rúman fjórðung í United, að reka Ashworth. Amorim var spurður út í brotthvarf hans á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég vil segja er að frá fyrsta degi hef ég fengið frábæran stuðning frá eigendunum. Dan var hluti af því og ég fann fyrir miklum stuðningi frá honum,“ sagði Amorim. „En þetta er fótbolti og stundum gerist svona lagað. Þetta gerist með leikmenn og þjálfara. Ég veit að þetta er ekki besta staðan en það mikilvægasta er að við höldum áfram. Leiðin er greið fyrir alla og ég held að þetta geti gerst í fótbolta.“ Amorim var einnig spurður hvort staðan hjá United væri óstöðugari en þegar hann kom til félagsins fyrir mánuði. „Ég held ekki. Allt frá fyrsta degi hef ég fundið fyrir stuðningi frá öllum svo fjarvera eins manns breytir engu. En auðvitað er þetta slæmt því við erum að tala um manneskju og fagmann sem styður okkur sem lið. Það mikilvægasta er að sýnin sé skýr og það breytist ekki með brotthvarfi eins manns,“ sagði Amorim. United mætir Viktoria Plzen á útivelli í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:45 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30 Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30 Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00 Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02 Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að skera niður hjá Manchester United og nú hefur hann ákveðið að gefa starfsfólki félagsins ódýrari jólagjöf en áður hefur tíðkast. 11. desember 2024 15:30
Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. 11. desember 2024 07:30
Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Arsenal hefur bætt Dan Ashworth á lista yfir þá sem mögulega gætu tekið starfi yfirmanns íþróttamála hjá félaginu, eftir að hann yfirgaf skyndilega Manchester United. 10. desember 2024 15:00
Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Svo virðist sem Sir Jim Ratcliffe hafi látið reka Dan Ashworth úr starfi íþróttastjóra Manchester United. 8. desember 2024 12:02
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn