Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara 14. desember 2024 14:32 Cody Gakpo skoraði fallegt skallamark gegn Fulham í dag. Getty Liverpool og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool voru einum færri í sjötíu mínútur í leiknum en tókst engu að síður að koma til baka í tvígang. Leikurinn á Anfield byrjaði heldur betur fjörlega. Andreas Pereira kom Fulham í forystu strax á 11. mínútu þegar hann var mættur á fjærstöngina og skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool en boltinn hafði viðkomu í Joe Gomez á leið sinni í markið. Aðeins sex mínútum síðar fékk Andy Robertson síðan rautt spjald þegar hann braut á Harry Wilson sem var að sleppa innfyrir vörn Liverpool. Myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Wilson hefði verið rangstæður en rauða spjaldið stóð og heimamenn því marki undir og einum færri. #LIVFUL – 16’ The referee issued a red card to Robertson for a foul on Wilson which denied a goal scoring opportunity. VAR checked to confirm the red card and that Wilson was in an onside position. pic.twitter.com/gfeZ7eT2DL— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) December 14, 2024 Þeim tókst hins vegar að jafna metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Það gerði Hollendingurinn Cody Gakpo með góðum skalla eftir sendingu Mohamed Salah. Liverpool voru líklegri aðilinn til að taka forystuna eftir jöfnunarmarkið en á 75. mínútu skoraði hins vegar Rodrigo Muniz annað mark gestanna og Fulham komið í 2-1. Arne Slot gerði þá tvöfalda breytingu á sínu liði. Hann setti meðal annars Diogo Jota inn á en Portúgalinn hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar. Jota var ekki lengi að stimpla sig inn því hann jafnaði metin í 2-2 aðeins sjö mínútum síðar en hann fékk þá sendingu frá Darwin Nunez og kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Bernd Leno í marki Fulham. What. A. Finish. That's why he is one of the best finishers in the world.Jota!— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) December 14, 2024 Á lokamínútunum fengu bæði lið tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Alisson varði vel þegar Adama Traore komst í gott færi og þá komust heimamenn nálægt því að skora eftir mikinn darraðadans í teig gestanna. Lokatölur 2-2 og Liverpool áfram með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Arsenal mistókst að minnka forskot þeirra eftir að hafa gert 0-0 jaftefli gegn Everton á heimavelli. Chelsea gæti minnkað forskot Liverpool niður í tvö stig með sigri á Brentford á morgun. Enski boltinn
Liverpool og Fulham gerðu 2-2 jafntefli í frábærum fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool voru einum færri í sjötíu mínútur í leiknum en tókst engu að síður að koma til baka í tvígang. Leikurinn á Anfield byrjaði heldur betur fjörlega. Andreas Pereira kom Fulham í forystu strax á 11. mínútu þegar hann var mættur á fjærstöngina og skoraði framhjá Alisson í marki Liverpool en boltinn hafði viðkomu í Joe Gomez á leið sinni í markið. Aðeins sex mínútum síðar fékk Andy Robertson síðan rautt spjald þegar hann braut á Harry Wilson sem var að sleppa innfyrir vörn Liverpool. Myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Wilson hefði verið rangstæður en rauða spjaldið stóð og heimamenn því marki undir og einum færri. #LIVFUL – 16’ The referee issued a red card to Robertson for a foul on Wilson which denied a goal scoring opportunity. VAR checked to confirm the red card and that Wilson was in an onside position. pic.twitter.com/gfeZ7eT2DL— Premier League Match Centre (@PLMatchCentre) December 14, 2024 Þeim tókst hins vegar að jafna metin strax í upphafi síðari hálfleiks. Það gerði Hollendingurinn Cody Gakpo með góðum skalla eftir sendingu Mohamed Salah. Liverpool voru líklegri aðilinn til að taka forystuna eftir jöfnunarmarkið en á 75. mínútu skoraði hins vegar Rodrigo Muniz annað mark gestanna og Fulham komið í 2-1. Arne Slot gerði þá tvöfalda breytingu á sínu liði. Hann setti meðal annars Diogo Jota inn á en Portúgalinn hefur verið frá vegna meiðsla síðustu vikurnar. Jota var ekki lengi að stimpla sig inn því hann jafnaði metin í 2-2 aðeins sjö mínútum síðar en hann fékk þá sendingu frá Darwin Nunez og kláraði af mikilli yfirvegun framhjá Bernd Leno í marki Fulham. What. A. Finish. That's why he is one of the best finishers in the world.Jota!— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) December 14, 2024 Á lokamínútunum fengu bæði lið tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Alisson varði vel þegar Adama Traore komst í gott færi og þá komust heimamenn nálægt því að skora eftir mikinn darraðadans í teig gestanna. Lokatölur 2-2 og Liverpool áfram með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar en Arsenal mistókst að minnka forskot þeirra eftir að hafa gert 0-0 jaftefli gegn Everton á heimavelli. Chelsea gæti minnkað forskot Liverpool niður í tvö stig með sigri á Brentford á morgun.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti