Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi 14. desember 2024 17:03 Anthony Elanga skorar sigurmarkið í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en í kvöld vann liðið góðan 2-1 sigur á Aston Villa eftir tvö mörk á lokamínútum leiksins. Fyrir leikinn í kvöld voru lið Notthingham Forest og Aston Villa bæði með 25 stig í 5. - 6. sæti ensku deildarinnar og leikurinn því mikilvægur í baráttunni í efri hlutanum. Leikurinn var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en lið Villa vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum þegar Elliot Anderson virtist toga Morgan Rogers niður í teignum. VAR skoðaði atvikið og var niðurstaðan að dæma ekki víti. Seinni hálfleikurinn var öllu fjörugri. Á 60. mínútu bjargaði Emiliano Martinez liði Villa með stórbrotinni markvörslu en hann varði þá á marklínunni eftir skalla Nicola Dominguez. Þremur mínútum síðar kom svo fyrsta markið. Það skoraði Kólumbíumaðurinn Jhon Duran með góðum skalla eftir sendingu John McGinn. That Emi Martínez save 🤯 pic.twitter.com/GM62cV7sPe— B/R Football (@brfootball) December 14, 2024 Það stefndi allt í sigur gestanna frá Birmingham en heimamenn héldu reyndar að þeir hefðu jafnað á 81. mínútu en mark Chris Wood var þá dæmt af eftir rangstöðu. Anthony Elanga var hárfínt fyrir innan áður en hann lagði boltinn á Wood en VAR tók langan tíma í að skoða atvikið. Lið Forest jafnaði hins vegar á 87. mínútu. Þá skallaði Nikola Milenkovic boltann í netið eftir sendingu Elanga. Martinez í markinu var nálægt því að verja en missti boltann innfyrir línuna. Þetta er annar leikurinn í röð sem varnarmaðurinn Milenkovic skorar í en hann skoraði einnig í sigri Forest gegn Manchester United. Nott'm Forest are level late in the game! 🌳Nikola Milenkovic scores in back-to-back matches to set up a tense finale #NFOAVL— Premier League (@premierleague) December 14, 2024 Í uppbótartíma skoraði svo Anthony Elanga sigurmark Nottingham Forest. Hann setti þá boltann í netið eftir sendingu Elliot Anderson og tryggði Forest sætan sigur og um leið 4. sætið í deildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Þetta er þriðja tap Aston Villa í ensku deildinni eftir að hafa leikið í Meistaradeildinni í vikunni á undan og spurning hvort Unai Emery þurfi að stækka hópinn sinn til að geta barist af meiri krafti á báðum vígstöðum. Enski boltinn
Gott gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en í kvöld vann liðið góðan 2-1 sigur á Aston Villa eftir tvö mörk á lokamínútum leiksins. Fyrir leikinn í kvöld voru lið Notthingham Forest og Aston Villa bæði með 25 stig í 5. - 6. sæti ensku deildarinnar og leikurinn því mikilvægur í baráttunni í efri hlutanum. Leikurinn var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en lið Villa vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum þegar Elliot Anderson virtist toga Morgan Rogers niður í teignum. VAR skoðaði atvikið og var niðurstaðan að dæma ekki víti. Seinni hálfleikurinn var öllu fjörugri. Á 60. mínútu bjargaði Emiliano Martinez liði Villa með stórbrotinni markvörslu en hann varði þá á marklínunni eftir skalla Nicola Dominguez. Þremur mínútum síðar kom svo fyrsta markið. Það skoraði Kólumbíumaðurinn Jhon Duran með góðum skalla eftir sendingu John McGinn. That Emi Martínez save 🤯 pic.twitter.com/GM62cV7sPe— B/R Football (@brfootball) December 14, 2024 Það stefndi allt í sigur gestanna frá Birmingham en heimamenn héldu reyndar að þeir hefðu jafnað á 81. mínútu en mark Chris Wood var þá dæmt af eftir rangstöðu. Anthony Elanga var hárfínt fyrir innan áður en hann lagði boltinn á Wood en VAR tók langan tíma í að skoða atvikið. Lið Forest jafnaði hins vegar á 87. mínútu. Þá skallaði Nikola Milenkovic boltann í netið eftir sendingu Elanga. Martinez í markinu var nálægt því að verja en missti boltann innfyrir línuna. Þetta er annar leikurinn í röð sem varnarmaðurinn Milenkovic skorar í en hann skoraði einnig í sigri Forest gegn Manchester United. Nott'm Forest are level late in the game! 🌳Nikola Milenkovic scores in back-to-back matches to set up a tense finale #NFOAVL— Premier League (@premierleague) December 14, 2024 Í uppbótartíma skoraði svo Anthony Elanga sigurmark Nottingham Forest. Hann setti þá boltann í netið eftir sendingu Elliot Anderson og tryggði Forest sætan sigur og um leið 4. sætið í deildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Þetta er þriðja tap Aston Villa í ensku deildinni eftir að hafa leikið í Meistaradeildinni í vikunni á undan og spurning hvort Unai Emery þurfi að stækka hópinn sinn til að geta barist af meiri krafti á báðum vígstöðum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti