Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2024 20:46 Sögulega margir leituðu á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa í síðustu viku. Vísir Hjúkrunarfræðingur sem þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð vegna alvarlegs beinbrots segir innviði heilbrigðiskerfisins ekki bera það sem þarf. Hún er meðal fjölda fólks sem beinbrotnaði í hálkuslysi í síðustu viku og segir ástandið á heilbrigðiskerfinu óboðlegt. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi sagði frá því í síðustu viku að þann 5. desember hafi um 60 manns leitað á bráðamóttökuna vegna hálkuslysa. Hjalti sagðist ekki hafa munað eftir öðrum eins degi í sögu deildarinnar. Mbl.is greindi frá því í dag að búið sé að opna auka skurðstofu á Landspítalanum vegna fjölda hálkuslysa í síðustu viku. Júlía er ein af 29 sem leituðu á bráðamóttökuna vegna beinbrots umræddan dag en hún ökklabrotnaði eftir að hafa hrasað í hálku. Júlía þarf að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerð sem hún þarf að gangast undir vegna beinbrotsins. „Bæði sköflungurinn og dálkurinn fara í sundur. Þetta er flóknara brot en það. Það þurfti að rétta brotið af í tvígang, þetta er að illa brotið og úr lagi,“ segir Júlía í samtali við fréttastofu. Innviðirnir beri ekki það sem þarf Júlía þarf að gangast undir aðgerð vegna brotsins og í henni felst meðal annars að koma skrúfum og plötum fyrir í fæti hennar. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar að vegna álags þurfi hún að bíða í allt að tvær vikur eftir aðgerðinni. Hún eigi þó að fasta til ellefu alla morgna til öryggis ef ske kynni að hægt yrði að framkvæma aðgerðina fyrr. Hún segir óboðlegt að ástandið á Landspítalanum sé þannig að hún þurfi að bíða dögum saman eftir aðgerðinni. Þó sé ekki við heilbrigðisstarfsfólk Landspítalans að sakast. Sjálf er hún hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og segist því þekkja kerfið inn og út. „Það er öllum vorkunn, ekki bara mér heldur líka starfsfólkinu á skurðstofunni og bæklun. Það eru allir í ómögulegri stöðu að hafa ekki nógu margar skurðstofur. Innviðirnir bera ekki það sem þarf.“ Hún segir biðina og óvissuna taka í sálartetrið. „Þetta fær engan forgang en enda er ég ekkert að biðja um hann. Þetta færist alltaf aftar í röðina þegar allir þessir ferðamenn eru að slasast út um allt land. Það er erfitt að bíða svona dag eftir dag eftir dag. Það eru að koma jól og ég veit ekki hvort það verður hringt á morgun eða eftir viku.“ Þá segir hún biðina jafnframt bitna á samfélaginu þar sem hún þurfi að vera lengur frá vinnu vegna hennar. Júlía starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. „Það er í grunninn algjörlega óboðlegt að þetta ástand sé svona,“ segir Júlía. „Þetta er náttúrlega bara kerfið, skurðstofurnar anna ekki meiru. Það þarf náttúrlega að keyra rútínuaðgerðir, svo þarf að sinna alvarlegu slysunum sem eru oft um helgar. Slysið kallast ekki bráðaslys þó ég sé algjörlega í sundur með bæði fótabeinin og þar af leiðandi þarf þetta bara að bíða.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Veður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira