Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 14:01 Már Egilsson, heimilislæknir, (t.v.) varar við því að horfið verði aftur til fortíðar og augljósra hagsmunaárekstra ef lyfjafræðingar fá heimild til þess að skrifa upp á lyf. Vísir Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn. Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn.
Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira