Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 15:42 Finnska lögreglan fordæmir „níðingsveiðar“ og ítrekar að það eigi aðeins að vera í hennar höndum að rannsaka glæpi og hafa hendur í hári níðinga. Vísir/Getty Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum. Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa. Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Pilturinn var sextán ára gamall þegar hann setti sig í samband við karlmann í gegnum netið en hann falaðist eftir því að komast í kynni við unga pilta. Þeir mæltu sér mót á heimili karlmannsins í Vantaa norður af höfuðborginni Helsinki í ágúst. Þegar þangað var komið réðst pilturinn á manninn með hnífi og stakk hann ítrekað. Manninum tókst að standa atlöguna af sér og koma piltinum út úr íbúðinni. Hann lifði árásina af, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Að sögn lögreglu vakti fyrir piltinum að taka lögin í eigin hendur og að hann hefði ætlað sér að drepa fórnarlambið. Tveir aðrir unglingar, sem voru sautján og átján ára þegar árásin átti sér stað, voru ákærðir fyrir að aðstoða piltinn. Árásin er sögð hluti af því sem hefur verið kallað „níðingsveiðar.“ Nokkur slík tilfelli hafa komið upp víðs vegar um heim undanfarin ár. Veiðarnar ganga út á að fólk læst vera börn á samfélagsmiðlum til þess að tæla barnaníðinga og afhjúpa þá. Þær enda gjarnan á því að „veiðimennirnir“ mæli sér mót við meinta níðinga, taki fund þeirra upp á myndband og birti á netinu. Finnska lögreglan segir að nokkur mál af þessu tagi hafi komið upp þar í landi en árásin í Vantaa sé það alvarlegasta til þessa.
Finnland Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira