Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:09 Nikolas Tomsick í leik gegn KR tímabilið 2018-19, þegar hann lék síðast með Þórsurum. vísir Nikolas Tomsick var stigahæsti maður vallarins er Þór Þorlákshöfn vann sterkan ellefu stiga sigur gegn Álftanesi í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Tomsick skoraði 25 stig fyrir heimamenn í kvöld og gaf auk þess sex stoðsendingar. Þrátt fyrir að Þórsarar hafi haft forystuna nánast allan leikinn segir Tomsick að sigurinn hafi verið torsóttur. „Við þurftum að hafa fyrir þessum. Þeir eru með gott lið með mikið af reyndum og hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Tomsick í leikslok. „Við vissum að þrátt fyrir að við værum yfir allan fyrri hálfleikinn þá myndu þeir alltaf berjast eins og þeir gætu til að koma sér aftur inn í leikinn.“ Hann segir Þórsliðið hafa spilað góða vörn í kvöld, en að sú staðreynd að Álftanes hafi tekið 15 sóknarfráköst í leik kvöldsins sé eitthvað sem liðið þurfi að vinna í. „Við spiluðum góða vörn í kvöld og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir tóku svona mörg sóknarfráköst. Af því að þeir voru að klikka á svo mörgum skotum. En það er klárlega hluti af leiknum sem við þurfum að bæta okkur í. Við erum ekki með stærsta liðið þannig við þurfum að geta stigið menn út og passað boltann betur. Þetta var klárlega hluti af ástæðunni fyrir því að þeir komust aftur inn í leikinn.“ Sjálfur var Tomsick sjóðandi heitur í kvöld og endaði með 25 stig fyrir Þórsara. Hann setti niður sex þrista í átta tilraunum og í fyrri hálfleik virtist hann einfaldlega ekki geta klikkað á skoti. „Þetta snýst bara um að láta sér líða vel með liðinu. Ég er bara búinn að vera hérna í viku og þetta á bara eftir að batna. Við eigum eftir að læra betur inn á hvern annan og þá getum við flogið ansi hátt.“ Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í fyrri hálfleik kom Tomsick nánast ekkert við sögu í þriðja leikhluta. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagðist einfaldlega hafa verið að gefa Tomsick hvíld, og leikmaðurinn sjálfur segist alltaf hafa vitað að hann myndi halda áfram þar sem frá var horfið þegar hann kæmi inn á í fjórða leikhluta. „Ég hef alltaf trú á sjálfum mér. Það er ekki mín ákvörðun hvort ég spili eða sé á bekknum þannig ég þarf bara að vera á tánum og vera tilbúinn þegar þjálfarinn kallar á mig. Þá þarf ég bara að koma inn á og gera allt sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna.“ Að lokum segir hann mikilvægt fyrir liðið að fara inn í næsta leik, sem er gegn Keflavík í Keflavík, með tvo sigra í röð á bakinu. „Já það er það. Þeir eru með frábært lið og það er erfitt að spila þarna. Það eru miklir hæfileikar í þeirra liði, en við erum spenntir fyrir því að takast á við þá áskorun og við verðum klárir í slaginn,“ sagði Tomsick að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira