Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 11:26 Hljómsveitin Iceguys heldur þrenna tónleika í Laugardalshöll í dag, þar af tvenna fjölskyldutónleika. Í hljómsveitinni eru þeir Rúrík Gíslason, Jón Jónsson, Aron Can, Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór. Til hægri á myndinni er Máni Pétursson hjá Paxal umboðsskrifstofu sem sér um að skipuleggja tónleikana. Samsett Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. Nokkur umræða hefur skapast í hópnum Mæðratips á Facebook um tónleika-röð hljómsveitarinnar þar sem einhverjir eru óánægðir með það að börnin þeirra sáu ekki á sviðið vegna þess að svo margir voru með önnur börn á háhest. Hljómsveitin hóf tónleikaröðina í gær klukkan 18 og svo aftur klukkan 21. „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu að vilja sjá strákana á sviðinu en sáu ekkert,“ segir ein móðir í Mæðratips og ítrekar að ekki allir geti sett börnin á háhest. Einhverjir taka undir þetta í athugasemdum á meðan aðrir benda á að tónleikarnir hafi farið vel fram. Aldrei verið fleiri LED skjáir í Laugardalshöll „Það er mjög erfitt að bregðast við þessu. Það er auðvitað bent á að þetta hafi verið vandamál í fyrra og við erum búin að bregðast við þessu með því að fara í stærri sal og vera með stærri skjái. En engu að síður hefur þetta verið erfitt fyrir sumar litlar manneskjur sem voru mættar á tónleika að sjá,“ segir Máni í samtali við fréttastofu. „Uppsetningin á tónleikunum er þannig að allir eigi að geta séð. Ég held það hafi aldrei verið settir jafn margir LED-skjáir í Laugardalshöll og á þessum tónleikum. Það er meira að segja þannig ef þú ferð fram á klósettið geturðu séð tónleikana á skjá frammi svo þú missir ekki af neinu, og átt að heyra tónlistina. Það var alveg hugsað fyrir þessu öllu.“ Hann segir á sama tíma mikinn fjölda á tónleikunum og það hafi líklega verið vandamálið í gær hversu margir settu börnin á háhest. Máni segir erfitt fyrir viðburðahaldara að skipta sér af því hversu tillitssamt fólk er. Það sé gæsla á svæðinu en hennar markmið sé að gæta öryggis og að fólk komist heilt heim. „Það er auðvitað ekki bannað að setja börnin á háhest, og fyrir sum börn er það alveg frábært að fá að sitja á háhest hjá pabba. En við vonum auðvitað að fólk hafi þetta í huga og gagnrýnin er góð að því leyti að þegar allt of mörg börn eru tekin á háhest fyrir miðju sviði er erfitt fyrir aðra að sjá. Maður vonast þá til þess að fólk hafi það í huga í dag og færi sig til hliðar ef það ætlar að vera með einhvern á háhesti.“ Gagnrýnin veki fólk til umhugsunar Máni segir þetta á sama tíma þekkt á tónleikum, og hafi verið það í mörg ár. „Þú getur farið 50 ár aftur í tímann og þú getur séð að þetta hefur verið gert á tónleikum allan tímann. Það hefur einhver hent einhverjum litlum á háhest svo hann sjái betur og það er mjög erfitt að bregðast við þessu. En ég vona að með þessari gagnrýni veki það fólk til umhugsunar um þau sem fyrir aftan eru ef þau taka einhvern á háhest.“ Máni segir það hafa verið skoðað að hafa tónleikana sitjandi en niðurstaðan hafi verið að upplifunin hefði ekki verið sú sama, og í raun ekki sú sem fólk væri að leitast eftir. „Þetta eru ekki hefðbundnir jólahátíðartónleikar. Þetta eru stuðtónleikar og þú ert með hljómsveit sem er dansandi og hoppandi uppi á sviði og með læti. Fólkið í salnum vill vera með læti. Enda seljast miðarnir í stæðin hraðar en í stúkuna því flestir vilja úti á gólfinu,“ segir Máni. Auk þess standi þau líka flest sem séu í stúku. Það sé svo mikið stuð. „Það var svakalegt stuð í gær og ég geri ráð fyrir enn meira stuði í dag. Ég vona að fólk taki tillit til hvers annars.“ 25 þúsund miðar seldir og engar kvartanir Máni segir að í heildina séu um 25 þúsund manns sem sæki tónleikana í dag og í gær. Hann segir tónleikahöldurum ekki hafa borist neinar kvartanir í gær. Það sé leiðinlegt að þetta hafi ekki gengið vel hjá öllum en hann myndi ekki breyta neinu við tónleikana. Það sé pláss fyrir alla og það eigi að vera rúm fyrir alla til að sjá og heyra eitthvað skemmtilegt á tónleikunum í kvöld. „Það var almenn ánægja í gær. Við fengum engar kvartanir en svo sáum við þetta í dag og það er fínt að geta komið því á framfæri að fólk sýni hvert öðru tillitssemi svo allir geti séð sem mest. Þetta verður frábært stuð og þetta er eintóm gleði,“ segir Máni að lokum. Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Börn og uppeldi Jól Tengdar fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. 11. desember 2024 13:48 „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. 8. desember 2024 15:51 Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. 4. desember 2024 16:03 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast í hópnum Mæðratips á Facebook um tónleika-röð hljómsveitarinnar þar sem einhverjir eru óánægðir með það að börnin þeirra sáu ekki á sviðið vegna þess að svo margir voru með önnur börn á háhest. Hljómsveitin hóf tónleikaröðina í gær klukkan 18 og svo aftur klukkan 21. „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu að vilja sjá strákana á sviðinu en sáu ekkert,“ segir ein móðir í Mæðratips og ítrekar að ekki allir geti sett börnin á háhest. Einhverjir taka undir þetta í athugasemdum á meðan aðrir benda á að tónleikarnir hafi farið vel fram. Aldrei verið fleiri LED skjáir í Laugardalshöll „Það er mjög erfitt að bregðast við þessu. Það er auðvitað bent á að þetta hafi verið vandamál í fyrra og við erum búin að bregðast við þessu með því að fara í stærri sal og vera með stærri skjái. En engu að síður hefur þetta verið erfitt fyrir sumar litlar manneskjur sem voru mættar á tónleika að sjá,“ segir Máni í samtali við fréttastofu. „Uppsetningin á tónleikunum er þannig að allir eigi að geta séð. Ég held það hafi aldrei verið settir jafn margir LED-skjáir í Laugardalshöll og á þessum tónleikum. Það er meira að segja þannig ef þú ferð fram á klósettið geturðu séð tónleikana á skjá frammi svo þú missir ekki af neinu, og átt að heyra tónlistina. Það var alveg hugsað fyrir þessu öllu.“ Hann segir á sama tíma mikinn fjölda á tónleikunum og það hafi líklega verið vandamálið í gær hversu margir settu börnin á háhest. Máni segir erfitt fyrir viðburðahaldara að skipta sér af því hversu tillitssamt fólk er. Það sé gæsla á svæðinu en hennar markmið sé að gæta öryggis og að fólk komist heilt heim. „Það er auðvitað ekki bannað að setja börnin á háhest, og fyrir sum börn er það alveg frábært að fá að sitja á háhest hjá pabba. En við vonum auðvitað að fólk hafi þetta í huga og gagnrýnin er góð að því leyti að þegar allt of mörg börn eru tekin á háhest fyrir miðju sviði er erfitt fyrir aðra að sjá. Maður vonast þá til þess að fólk hafi það í huga í dag og færi sig til hliðar ef það ætlar að vera með einhvern á háhesti.“ Gagnrýnin veki fólk til umhugsunar Máni segir þetta á sama tíma þekkt á tónleikum, og hafi verið það í mörg ár. „Þú getur farið 50 ár aftur í tímann og þú getur séð að þetta hefur verið gert á tónleikum allan tímann. Það hefur einhver hent einhverjum litlum á háhest svo hann sjái betur og það er mjög erfitt að bregðast við þessu. En ég vona að með þessari gagnrýni veki það fólk til umhugsunar um þau sem fyrir aftan eru ef þau taka einhvern á háhest.“ Máni segir það hafa verið skoðað að hafa tónleikana sitjandi en niðurstaðan hafi verið að upplifunin hefði ekki verið sú sama, og í raun ekki sú sem fólk væri að leitast eftir. „Þetta eru ekki hefðbundnir jólahátíðartónleikar. Þetta eru stuðtónleikar og þú ert með hljómsveit sem er dansandi og hoppandi uppi á sviði og með læti. Fólkið í salnum vill vera með læti. Enda seljast miðarnir í stæðin hraðar en í stúkuna því flestir vilja úti á gólfinu,“ segir Máni. Auk þess standi þau líka flest sem séu í stúku. Það sé svo mikið stuð. „Það var svakalegt stuð í gær og ég geri ráð fyrir enn meira stuði í dag. Ég vona að fólk taki tillit til hvers annars.“ 25 þúsund miðar seldir og engar kvartanir Máni segir að í heildina séu um 25 þúsund manns sem sæki tónleikana í dag og í gær. Hann segir tónleikahöldurum ekki hafa borist neinar kvartanir í gær. Það sé leiðinlegt að þetta hafi ekki gengið vel hjá öllum en hann myndi ekki breyta neinu við tónleikana. Það sé pláss fyrir alla og það eigi að vera rúm fyrir alla til að sjá og heyra eitthvað skemmtilegt á tónleikunum í kvöld. „Það var almenn ánægja í gær. Við fengum engar kvartanir en svo sáum við þetta í dag og það er fínt að geta komið því á framfæri að fólk sýni hvert öðru tillitssemi svo allir geti séð sem mest. Þetta verður frábært stuð og þetta er eintóm gleði,“ segir Máni að lokum.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Menning Börn og uppeldi Jól Tengdar fréttir „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. 11. desember 2024 13:48 „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. 8. desember 2024 15:51 Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. 4. desember 2024 16:03 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Sjá meira
„Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Hannes Þór Halldórsson leikstjóri segist lengi hafa haft þann draum um að gera leikna heimildarþætti um gerð bíómyndarinnar Leynilöggu 2 og fara svo beint í að gera Leynilöggu 3. Líklega verði það ekki raunin enda hefur Hannes í nógu að snúast en stefnan er samt sett á að gera framhald af vinsælu myndinni. 11. desember 2024 13:48
„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið. 8. desember 2024 15:51
Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Espresso eftir Sabrinu Carpenter er það lag sem oftast var spilað af notendum streymisveitunnar Spotify á árinu. Patrik og Luigi eiga mest spilaða íslenska lagið á streymisveitunni en það er lagið Skína. Þá er Taylor Swift sá tónlistarmaður sem var með flestar hlustanir á árinu á streymisveitunni en Herra Hnetusmjör og Bubbi Morthens eiga metið meðal íslenskra höfunda. 4. desember 2024 16:03