Jacob Murphy skoraði tvö marka Newcastle sem valtaði yfir Leicester í dag. Fyrra markið kom á þrítugustu mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik, en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 3-0, með mörkum frá Bruno Guimaraes og Alexander Isak.
Murphy bætti svo við seinna marki sínu á sextugustu mínútu og þægilegur sigur í höfn fyrir Newcastle sem er í 11. sæti með 23 stig. Leicester er með 14 stig í 16. sæti.
O‘Neil hefur verið valtur í sessi sem stjóri Wolves og gæti tapið gegn Ipswich í dag verið hans síðasta.
Jack Taylor náði að tryggja Ipswich öll þrjú stigin með marki seint í uppbótartíma, en Matheus Cunha hafði jafnað metin á 72. mínútu fyrir Úlfana sem lentu undir í fyrri hálfleik með sjálfsmarki Matt Doherty.
Úlfarnir eru næstneðstir í deildinni með aðeins níu stig en Ipswich er núna með 12 stig, sæti ofar.